Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 14
198 LÆKNAblaðið 2015/101
Heildarhreyfingu þátttakenda og tíma þeirra í meðalerfiðri
hreyfingu má sjá á mynd 2. Víxlverkun á milli kynja og starfs-
stétta fannst bæði fyrir heildarhreyfingu (p<0,01) og tíma í meðal-
erfiðri hreyfingu (p=0,03). Skrifstofukarlar hreyfðu sig minna en
verkakarlar (p<0,01, Cd = 1,3) og karlbændur (p<0,01, Cd = 2,1) en
enginn munur var á starfsstéttunum meðal kvennanna (mynd
2A). Verkakarlar vörðu líka meiri tíma í meðalerfiða hreyfingu
en skrifstofukarlar (p=0,02, Cd = 0,8) en karlbændur voru hvorki
frábrugðnir verkakörlum né skrifstofukörlum (mynd 2B). Meðal
kvennanna vörðu kvenbændur hins vegar færri mínútum í meðal-
erfiða hreyfingu heldur en verkakonur (p=0,05, Cd = 0,6) og skrif-
stofukonur (p=0,03, Cd = 0,7). Aðeins 18,4% þátttakenda uppfyllti
ráðleggingar Embættis landlæknis um 30 mínútur af meðalerfiðri
(yfir 3MET) hreyfingu á dag. Enginn skrifstofukarl náði ráðlegg-
ingunum en hlutfall annarra hópa var frá 14,3% (kvenbændur) til
25,0% (verkakarlar og karlbændur).
Víxlverkun milli kynja og starfsstétta var á öllum gildum
blóðþrýstings (allt p<0,05, tafla II). Í öllum tilfellum reyndust
verkakonur með hærri blóðþrýsting en skrifstofukonur (p<0,01-
0,03, Cd = 0,5-0,8) en kvenbændur voru ekki frábrugðnir hinum
starfsstéttunum. Hjá körlunum voru bændur hins vegar með lægri
blóðþrýsting en skrifstofukarlar (p=0,02-0,03, Cd = 0,7) en enginn
munur fannst á milli verkakarla og hinna starfsstéttanna. Konur
voru með lægra LDL-kólesteról (p=0,02) og hærra HDL-kólesteról
en karlar (p<0,01) en á meðal starfsstéttanna voru bændur með
hæsta HDL-kólesterólið (p<0,01-0,01 Cd = 0,5-1,0), þá kom verka-
fólkið (p=0,02, Cd = 0,4) og skrifstofufólkið var lægst. Bændur voru
einnig með lægri þríglýseríð (p=0,01, Cd = 0,5-0,6) og blóðsykur
(p<0,01, Cd = 1,2) heldur en hinar starfsstéttirnar.
Hærra hlutfall verkafólks var með of háan slag- (51,0%) og
hlébilsþrýsting (51,0%) heldur en á meðal skrifstofufólks (hvoru
tveggja 31,9%) og bænda (24,4%, 12,2%, mynd 3). Rétt rúmlega
helmingur (53,1%) þátttakenda hafði of hátt heildarkólesteról,
64,8% höfðu of hátt LDL-kólesteról en mun færri of lágt HDL-kól-
esteról (14,2%) og of há þrýglýseríð (18,5%) og var enginn munur á
starfsstéttum (mynd 4). Enginn munur fannst heldur á kynjunum
nema lægra hlutfall kvenna var með of hátt heildarkólesteról
(43,8% á móti 64,4%, p=0,01) og LDL-kólesteról (53,9% á móti 78,1%,
p<0,01). Þó enginn bændanna væri með hækkaðan blóðsykur (>5,6
mmól/L) en 11,5% verkafólksins og 11,8% skrifstofufólksins náði
munurinn ekki marktækni (p=0,07).
Heildarhreyfing var tengd öllum áhættuþáttum efnaskipta-,
hjarta- og æðasjúkdóma nema heildarkólesteróli, LDL-kólesteróli
og insúlíni (tafla III). Tími sem varið var í meðalerfiða hreyfingu
tengdist hins vegar bara holdafarsáhættuþáttum efnaskipta-,
hjarta- og æðasjúkdóma en engum áhættuþáttum í blóði. Í öllum
tilfellum var meiri hreyfing tengd minnkandi áhættu. Heildar-
hreyfing og tími sem varið var í meðalerfiða hreyfingu voru
einnig sterklega tengd (r=0,71, p<0,01).
R A N N S Ó K N
Tafla II. Blóðþrýstingur og áhættuþættir efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma í blóði.
Verkafólk Skrifstofufólk Bændur
Breytur Karlar (n=20) Konur (n=28) Karlar (n=24) Konur (n=41) Karlar (n=19) Konur (n=19)
Slagþr. (mmHg)k 137,2 ± 17,4 140,2 ± 12,7i 139,1 ± 17,2j 127,2 ± 13,9 129,0 ± 12,7 134,7 ± 20,9‡
Hlébilsþr. (mmHg)k 87,5 ± 11,7 86,6 ± 11,3i 89,6 ± 10,1j 81,3 ± 8,1 82,5 ± 9,6 82,9 ± 9,2‡
Meðalþr. (mmHg)k 104,1 ± 13,1 104,5 ± 12,4i 106,2 ± 12,0j 96,6 ± 9,2 98,0 ± 10,0 100,2 ± 12,6‡
Kólesteról (mmól/L) 5,86 ± 0,84 6,22 ± 1,21 6,28 ± 0,83 5,83 ± 1,14 6,17 ± 1,16 5,68 ± 1,04
LDL (mmól/L) 3,72 ± 0,96 3,85 ± 1,04 4,26 ± 0,66 3,70 ± 1,16 3,91 ± 1,20 3,14 ± 1,13†
HDL (mmól/L) 1,60 ± 0,29a 1,78 ± 0,50 1,37 ± 0,25h 1,63 ± 0,41 1,84 ± 0,52 2,07 ± 0,62*†
Þríglýs. (mmól/L) 1,19 ± 0,39 1,31 ± 0,90 1,43 ± 0,91 1,09 ± 0,48 0,91 ± 0,37b 1,04 ± 0,41*
Blóðsykur (mmól/L)l 5,17 ± 0,69 5,07 ± 0,39 5,15 ± 0,36 5,01 ± 0,36 4,52 ± 0,40b 4,56 ± 0,55*
Insúlín (mU/L)l 7,38 ± 4,92 6,95 ± 3,75 8,38 ± 6,74 6,51 ± 3,30 5,65 ± 2,86 8,38 ± 5,63
HoMAl 1,80 ± 1,58 1,59 ± 0,91 1,94 ± 1,61 1,47 ± 0,79 1,15 ± 0,63 1,75 ± 1,26
Allur samanburður er leiðréttur fyrir fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma. Slagþr. = slagþrýstingur, Hlébilsþr. = hlébilsþrýstingur, Meðalþr. = meðalþrýstingur, Kólesteról = heildarkólesteról,
LDL = kólesteról í lágþéttnifituprótíni, HDL = kólesteról í háþéttnifituprótíni, Þríglýs. = þríglýseríð, HoMA = homeostatic model assessment,* = meginhrif fyrir starfstétt p<0,05,
† = meginhrif fyrir kyn p<0,05, ‡ = víxlverkun kynja og starfsstétta p<0,05, a = verkafólk frábrugðið skrifstofufólki og bændum p<0,05, b = bændur frábrugðnir verkafólki og skrifstofufólki
p<0,05, h = skrifstofufólk frábrugðið bændum p<0,05, i = verkakonur frábrugðnar skrifstofukonum p<0,05, j = skrifstofukarlar frábrugðnir karlbændum, p<0,05 k = n=27 hjá verkakonum,
n=21 hjá verkakörlum, n=28 hjá skrifstofukörlum, n=22 hjá karlbændum, l = n=40 hjá skrifstofukonum.
Tafla III. Tengsl heildarhreyfingar og tíma í meðalerfiðri hreyfingu við áhættu-
þætti efnaskiptasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma.
Breytur Hreyfing (Kslög/mín) Tími >3MET (mín/dag)
r p r p
BMI (kg/m2) -0,21 0,019 -0,19 0,032
Mittismál (cm) -0,29 0,001 -0,33 <0,001
Líkamsfita (%) -0,26 0,004 -0,22 0,014
Meðalþrýstingur
(mmHg)
-0,20 0,025 -0,05 0,582
Heildarkólesteról
(mmól/L)
-0,08 0,407 0,02 0,789
LDL (mmól/L) -0,14 0,118 0,03 0,747
HDL (mmól/L) 0,22 0,015 0,03 0,719
Þríglýseríð
(mmól/L)
-0,21 0,020 -0,05 0,548
Blóðsykur
(mmól/L)
-0,31 0,001 -0,08 0,373
Insúlín (mU/L) -0,15 0,097 -0,10 0,267
HoMA -0,20 0,027 -0,10 0,253
Öll tengsl eru leiðrétt fyrir kyni og fjölskyldusögu kransæðasjúkdóma. Hreyfing =
heildarhreyfing, Tími >3MET = tími sem varið var í meðalerfiða hreyfingu, BMI =
líkamsþyngdarstuðull, LDL = kólesteról í lágþéttnifituprótíni, HDL = kólesteról í
háþéttnifituprótíni, HoMA = homeostatic model assessment.