Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 31
Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) leitar eftir 11 sérfræðilæknum í ýmsum sérgreinum. Í dag starfa 53 sérfræðilæknar auk 16 unglækna við SAk, en við viljum sækja fram, þétta raðirnar, létta vaktbyrði og horfa til framtíðar. SAk er sérgreinasjúkrahús, sem sinnir flestum greinum læknisfræðinnar fyrir íbúa norður- og austurlands. Læknisþjónusta er veitt m.a. í lyflækningum, barnalækningum, geðlækningum, endurhæfingu, öldrunarlækningum, skurðlækningum, myndgreiningarlækningum, bæklunarskurðlækningum, HNE-lækningum, fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, meinafræði, svæfingu og gjörgæslulækningum. Stoðþjónusta er m.a. rannsókn, lífeðlisfræðideild, sýkladeild og skurðstofur. Læknisþjónusta sjúkraflugs heyrir til sjúkrahússins. Á ársgrundvelli eru gerðar 2.800 skurðaðgerðir, legudagar eru 28.000, dagdeildarkomur um 4.500, göngudeildarkomur lækna 13.400, komur á bráðamóttöku um 16.000 og sjúkraflug 500. Samstarf er við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri um menntun nema í heilbrigðisgreinum og um vísindarannsóknir. Við leitum eftir læknum með breiða þekkingu og reynslu í sinni sérgrein, en undirsérgrein er kostur. Umsækjendur þurfa að hafa gilt lækningaleyfi og sérfræðiréttindi á Íslandi, góða samskiptahæfni og vera sjálfstæðir í vinnubrögðum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur metnað sinn í góða þjónustu og samskipti við sjúklinga. Rík áhersla er á gæði og öryggi og gildi sjúkrahússins eru ÖRYGGI-SAMVINNA-FRAMSÆKNI. www.sak.is SjúkrAhúSið á Akureyri fyrir þig? Sjúkrahúsið stefnir að því að verða fyrst íslenskra heilbrigðisstofnana til að fá alþjóðlega gæðavottun. Við erum hreykin af fínu mötuneyti, góðu samstarfsfólki og starfsanda. Akureyri er þekkt fyrir gott umhverfi fyrir börn og ungmenni, mikil tækifæri til menntunar, íþróttaiðkunar og útivistar og fyrir lifandi menningu. Eftirfarandi stöður eru auglýstar lausar til umsóknar með umsóknarfresti til 5. maí 2015 og nánar er fjallað um þær á starfatorg.is. Launakjör grundvallast á nýjum kjarasamningi Læknafélags Íslands/Skurðlæknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Veitt er aðstoð við að koma sér fyrir á Akureyri. Barnalæknir* (2 stöður) Barna- og unglingageðlæknir (fagyfirlæknir) Bæklunarskurðlæknir* Geðlæknir* (sérfræðingur eða forstöðulæknir) húðsjúkdómalæknir Lyflæknir* (undirsérgrein í meltingarsjúkdómum, lungnalækningum eða nýrnalækningum kostur) Myndgreiningalæknir* Skurðlæknir* (gjarnan með viðbótarsérgrein í þvagfæraskurðlækningum) Svæfinga- og gjörgæslulæknir* Öldrunarlæknir* (eða heimilislæknir með reynslu í meðferð aldraðra) *Störfunum fylgir þátttaka í bakvöktum sérgreinar. upplýsingar veita framkvæmdastjórarnir: Sigurður e. Sigurðsson ses@fsa.is Gróa B. jóhannesdóttir groaj@fsa.is hildigunnur Svavarsdóttir hildig@fsa.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.