Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.04.2015, Blaðsíða 30
214 LÆKNAblaðið 2015/101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R hún er ekki bönnuð í Bandaríkjunum og flestum öðrum löndum í heiminum. Þá er einnig undir hælinn lagt hversu vel er fylgst með því frá einu landi til annars í Evrópu að þessum reglum sé fylgt.“ Karl segir sýklalyfjanotkun við kjöt- framleiðslu í heiminum einfaldlega yfir- gengilega og stórvarasama. „Eftirspurn eftir kjöti eykst stöðugt. Svar framleiðend- anna er að reka stóra verksmiðjubúgarða þar sem skepnunum er safnað saman á litlu svæði svo að sýkingarhætta á milli þeirra margfaldast og þeim eru síðan gefin sýklalyf bæði til að verjast sýkingum og til að auka vaxtarhraðann.“ Kannski er ekki fráleitt að segja að framleiðsla á ónæmum E. coli bakteríum verði nánast að aukabúgrein við þessar aðstæður. Mikilvægt að samræma eftirlit „Víða í heiminum eru verksmiðjubúgarðar reknir í námunda við mikið þéttbýli þann- ig að nábýli dýra og manna er mikið. Þá er vert að hafa í huga að sum sýklalyf brotna mjög hægt niður í umhverfinu. Þetta eru meðal annars mjög breiðvirk lyf einsog Ciprofloxacin og Tetracyclin sem fara þá útí jarðveginn og grunnvatnið og safnast fyrir þar. Þá er ótalinn allur úrgangurinn sem kemur frá dýrunum og inniheldur bæði sýklalyfjaleifar og ónæmar bakteríur. Úrganginum er yfirleitt dreift á ræktar- lönd sem eykur enn á vandann. Það er síðan staðreynd að bakteríur ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum eru útbreiddar í Asíu, til dæmis er áætlað að um ein milljón Indverja beri í sér E. coli bakteríur ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum.“ Karl segir vandann sem við er að fást meðal annars fólginn í því að í sínu eðlilega umhverfi gerir E. coli bakterían ekkert af sér. „Einstaklingur sem fær í sig lyfjaónæma E. coli bakteríu veit ekkert af því fyrr en mögulega löngu síðar ef hann fær einhverja sýkingu. Þá gæti allt í einu komið í ljós að engin sýklalyf ráða við sýkinguna. Þá eru góð ráð dýr og læknis- fræðin hverfur að þessu leyti aftur fyrir miðja síðustu öld þegar ekki var búið að uppgötva sýklalyfin.“ Aðspurður um eftirlit hérlendis með ónæmum Gram neikvæðum stafbakteríum segir Karl að skimað sé fyrir þeim þegar sjúklingar eru lagðir inn á íslensk sjúkra- hús eftir að hafa verið á sjúkrahúsum erlendis. „Hins vegar er ekkert eftirlit með því hvort innflutt fersk matvæli eru smituð af ónæmum bakteríum. Það er sannarlega áhyggjuefni.“ Það er ljóst að vandinn sem við er að etja er margþættur og verður ekki fundin lausn á honum nema með samþættu al- þjóðlegu átaki. Karl segir mikilvægt að þjóðir samræmi eftirlit og reglur til að hægt sé að bregðast við vandanum á skyn- samlegan hátt. Hann segir stórt skref í rétta átt vera ef Norðurlöndin samræmi reglur sínar um eftirlit með innfluttum matvælum. „Með því að loka fyrir inn- flutning ferskra matvæla frá löndum þar sem leyfilegt er að nota sýklalyf í dýrafóð- ur væri stórt skref stigið í rétta átt.“ Hann bendir að lokum á að með markvissari ávísun sýklalyfja væri hægt að draga verulega úr nýgengi lyfjaónæmis. „Við erum að nota allt of mikið af Cipro- floxasíni sem er mjög breiðvirkt lyf og eyðist ekki í umhverfinu. Það er greinileg fylgni á milli notkunar þessa lyfs og aukningu lyfjaónæmis. Mun betra væri að nota lyf sem hefur þrengri virkni og hefur minni áhrif á þarmaflóruna. Þetta ættu læknar að hafa í huga þegar þeir ávísa sýklalyfjum til sjúklinga sinna.“ Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur liljusjóðurinn auglýsir til umsóknar styrki til rannsókna vegna eyrnasuðs Tilgangur sjóðsins er að styrkja rannsóknir á eyrnasuði. Tilgangur rannsókna skal vera að afla vitneskju um ástæður eyrnasuðs og meðferð við því. Umsóknarfrestur er til 26. apríl 2015. Úthlutað verður úr sjóðnum 12. maí 2015 en Lilja hefði orðið 89 ára þann 24. maí. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu sjóðsins liljusjodurinn.is eða hjá undirrituðum. Hannes Petersen prófessor, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Landspítala; hpet@landspitali.is Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir Heyrnar- og talmeinastöð Íslands; ingibjorg@hti.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.