Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 20

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 20
FORSÍÐUGREIN 20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 skipta og mennta, lista og menningar. Hópurinn var stofnaður af svissneska prófessornum Klaus Schwab á síðasta ári. Jón S. von Tetzchner kemur úr tölvugeiranum og hefur fyrirtæki hans látið til sín taka við að auðvelda fólki aðgang og umferð á Net- inu með Opera-vafranum. Internetið og tilkoma þess í alþjóðasam- félaginu mun örugglega verða rætt á fundi ungu leiðtoganna í Sviss á komandi sumri. Mörg vandamál tengjast Internetinu – það á sínar skuggalegu hliðar – en langflestir eru þó sammála um að kostir þess séu fleiri og að Netið og upplýsingatæknin muni stuðla að auknum hagvexti og meiri viðskiptum í framtíðinni. Ríkir að tala um fátækt Í hópi ungu leiðtoganna eru margir verð- andi þjóðhöfðingjar. Erfðaprinsar og prinsessur Norðurlanda eru í þessum hópi. Þeir eru ekki í meirihluta á listanum sem hafa haslað hafa sér völl af eigin rammleik, eins og þeir Jón og Björgólfur Thor. Það mun því mæða á þeim – þeir hafa reynslu, eldmóð og krafta sem hægt verður að nýta. En hvað geta allir hinir ríku, sem mynda hópinn, sagt af viti um fátækt? ,,Aukin viðskipti eru ein leið út úr fátækt,“ segir Jón S. von Tetzchner – sér og öðrum í hópnum til varnar. ,,Íslendingar voru meðal fátækustu þjóða Evrópu, en eru komnir í hóp hinna ríkustu. Einmitt vegna viðskipta við önnur lönd. Núna er þróunin ör í löndum sem nýta sér aukið frjálsræði í heimsviðskiptum. Það er enn mikil misskipting í Kína en þar eru líka miklar fram- farir vegna viðskipta við önnur lönd. Sömu sögu er að segja um Indland. Afríka hefur ekki notið þessa í sama mæli. Við getum spurt okkur hvers vegna.“ Jón hefur ekki trú á að heimsvæðing síðustu ára fái skjótan endi. Það gerist ekki nema yfir heiminn gangi miklar hörmungar og stríð. Hittir nýtt fólk Jón viðurkennir að World Economic Forum séu umdeild samtök ríkra manna og séu oft skotspónn mótmælenda. ,,Ég er ekkert sérlega róttækur maður,“ segir Jón. ,,En ég hef samt áhuga á að reyna að breyta einhverju. Saga Evrópu eftir stríð sýnir að það er hægt að leysa vanda með samræðum. Því þá ekki að reyna?“ Jón bendir einnig á að fyrir hann og Óperu geti verið gagnlegt að ræða við fólk sem hann myndi annars ekki hitta. ,,Við eigum aldrei í vandræðum með að fá fundi með þeim sem við óskum eftir. En á slíkum fundum er rætt um það sem fyrir fram er ákveðið. Það gerist ekkert óvænt. En á fundi hinna ungu leiðtoga kemur fólk úr öllum áttum og með ólík viðhorf. Það verður spennandi.“ Lyf, fjármál og fjarskipti Björgólfur Thor kemur úr heimi lyfjafram- leiðslu, fjármála og fjarskipta. Hann er auðvitað þekktastur fyrir að hafa byggt upp alþjóðlega lyfjarisann Actavis. Á lista yfir „Unga leiðtoga“ er hann titlaður stjórnarformaður Actavis. Ekki fer á milli mála að skæðir sjúkdómar eru á meðal vandamála heimsbyggðar- innar og lausnir til að skapa bætta heilsu í framtíðinni felast í nýjum lífsstíl sem og framleiðslu og uppgötvun nýrra lyfja. Þessi skemmtilega mynd var tekin haustið 2002 þegar biskup rétttrúnaðarkirkjunnar í Búlgaríu blessaði nýja verksmiðju Pharmaco þar í landi. Nafni Pharmaco hefur verið breytt í Atctavis. Björgólfur Thor er langstærsti eigandinn og hefur byggt upp alþjóðlegan lyfjarisa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.