Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 28

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 28
bresku matvörukeðjunni Big Food Group. Kaupin eru ein- hver umfangsmesta fjárfesting Íslendinga erlendis. Hlutabréfin voru keypt á um 41 milljarð. Fjárfestingin er hins vegar metin á 112 milljarða þegar búið er að taka inn í hana kostnað vegna yfirtökunnar, endurfjármögnun skulda félagsins og rekstrarfjár- mögnun þess. Kaup KB-banka á danska bankanum FIH fyrir um 84 milljarða króna eru stærsta einstaka fjárfesting íslensks fyrir- tækis til þessa. KB- banki greiddi 84 milljarða króna fyrir allt hluta- féð í FIH bankanum. Jón Ásgeir ætlar að taka Big Food Group út af markaði og brjóta fyrir- tækið upp í þrjú sjálfstæð félög; Iceland, Booker og fasteigna- félagið sem á allar fasteignir Big Food Group. Meðfjárfestar Baugs við yfirtökuna á Big Food Group eru skoski auðkýfingurinn Tom Hunter, Burðarás, Pálmi Haraldsson, Kevin Standford, Bank of Scotland og KB banki. Malcolm Walker er forstjóri Iceland-keðjunnar og Nick Leslow er forstjóri fasteignafé- lagsins. Bank of Scotland fjár- magnar um 70% af fjárfestingu Baugs Group á Big Food Group. 12. febrúar Grein Sigurðar G. Um fátt hefur verið meira rætt í viðskiptalífinu að undanförnu en grein Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og stjórnarformanns IP-fjarskipta, í Morgunblaðinu. Hann skrifaði greinina vegna auglýsinga Og Vodafones um að það skaði samkeppni á fjarskiptamarkaði ef grunnnetið verði selt með Símanum í stað þess að vera skilið frá fyrirtækinu við söluna. „Ég leyfi mér að fullyrða að Og fjarskipti vilja ekki samkeppni í fjarskiptum. Félagið og eigendur þess vilja aðeins tvíkeppni, duop- oly. Duopoly útilokar óvænt og óþægileg útspil samkeppnisaðila varðandi verð og þjónustu,“ segir þessi fyrrum forstjóri Norðurljósa og bætir við að samkeppni IP- fjarskipta hafi orðið til þess að lækka verð á internetþjónustu Og Vodafones og Símans vegna gjaldtöku á niðurhali gagna frá útlöndum á Netinu. 15. febrúar Nýir menn með Tryggva í Heklu Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu, Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins Essó, Frosti Bergsson, fyrrum stjórn- arformaður Opinna kerfa, og Egill Ágústsson, framkvæmd- astjóri Íslensk-ameríska hafa keypt KB banka, Straum og Tryggingamiðstöðina út úr fyrir- tækinu og eiga þessir fjórir menn nú allt hlutafé í Heklu í gegnum eignarhaldsfélagið Herðubreið. Hekla var áður í eigu þriggja fyrirtækja, Herðubreiðar (57%), TM (33%), og Skarðsheiðar (10%). Herðubreið var í eigu Tryggva Jónssonar og KB banka til helminga. Skarðsheiði var í eigu Odda og Straums. TM seldi Herðubreið sinn hlut í kringum áramótin. En eftir að KB banki, Straumur og Oddi seldu sína hluti hefur samtals 71,5% eignar- hlutur í Heklu skipt um eigendur á skömmum tíma. Á aðalfundi Heklu hinn 15. febrúar var ný stjórn félagsins kjörin og hana skipa þeir Hjörleifur Jakobsson, Frosti Bergsson og Egill Ágústsson. D A G B Ó K I N Pálmi Haraldsson. Sigurður G. Guðjónsson. Tryggvi Jónsson. Egill Ágústsson. Frosti Bergsson. Hjörleifur Jakobsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.