Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 54

Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Jákvæð umfjöllun „Umfjöllunin um ágæti lýsis eða ómega fitusýra hefur verið mikil og góð. Hún er samverkandi fyrir okkur og færir framleiðsluvöru okkar mikla athygli. Það er ofsalega gaman að vera að selja vöru sem færir fólki aukin lífsgæði í formi heil- brigðis.“ Katrín segir að ótrúlega víða í heiminum sé mikil hefð fyrir lýsistöku en aðgengið mismunandi eftir efnum fólks. „Erlendis eru mikil sóknarfæri, þar eru að skapast mark- aðir þar sem hefð er fyrir því að fólk taki inn lýsi, en það hefur skort kaupgetu til þessa. Þetta á m.a. við um mörg svæði í Austur Evrópu, sömuleiðis Kína. Við sjáum því fyrst og fremst vaxtarmöguleika á erlendum mörkuðum. Við erum þegar farin að vinna verulega víða um heim, til dæmis á Ameríku- markaði og erum á leiðinni inn á Rússlands- markað. Staðan er góð á markaði hérlendis en ég tel að þó séu hér töluverð sóknarfæri, við eigum að halda áfram að breiða út þennan góða boðskap, að lýsi sé hollt. Það er hamlandi þáttur í þorskalýsinu, að við höfum ekki fengið nægilega mikið af lifrinni. Þó að við höfum fengið heilmikið í hendurnar, er það ekki nema um ¼ af því sem koma ætti að landi. Það er alltaf slæmt að hafa þennan gríðarlega markað en ekki F É L A G K V E N N A Í A T V I N N U R E K S T R I Kæru FKA konur og aðrir gestir. Það er mér mikill heiður að taka á móti þess- ari viðurkenningu. Oft er það þannig með okkur í atvinnu- rekstri að dagleg verkefni, áframhald og framtíðarsýn er það sem mestu máli skiptir frá degi til dags. En á stund sem þessari er gott að líta upp úr slorinu og grútnum. Það má segja að ég hafi haft áhuga á við- skiptum frá unga aldri, enda alin upp í því umhverfi alla tíð og fyrst og fremst mótast af góðum leiðbeiningum foreldra minna, Péturs Péturssonar og Erlu Tryggvadóttur. Ég var um sex ára gömul þegar ég fór að fikra mig í þessa átt. Ég komst að því að eldri syskini mín reyktu í laumi og ákvað þannig að hafa þau að féþúfu. Það kostaði þau 5 kr. fyrir hverja sígarettu sem ég sá þau reykja, til að forða því að ég upplýsti málið. Um nokkurt skeið voru þetta ábatasöm viðskipti en þar kom að þau ýmist forðuðust að hafa mig nokkurs staðar nálægt eða jafnvel hættu reykingum, þar sem gjaldtakan var full gróf. Þetta reyndist því ekki lagtímarekstur, enda ekki byggður á heiðarleika né trausti í garð viðskiptavina. Grundvallarregla viðskiptanna er heiðar- leiki. Fjölskyldan stundaði hestamennsku á þessum árum og um 10 ára aldurinn var komið að því að taka þátt í þessu sporti. Eitt- hvað gekk þetta erfiðlega til að byrja með og margar kollsteypur teknar í fyrstu. Mig brast kjark. Ég kvartaði sáran yfir þessari afleitu stöðu og vildi hætta öllu saman og leggja stund á útsaum sem er mun áhættuminna sport. Haft var eftir föðurbróður mínum, sem hafði sjálfur lent í viðlíka hremmingum, að „hestar bíta að framan, slá að aftan og eru sleipir að ofan“. Þetta fannst mér tær sann- leikur á þeim tíma. En með tímanum tókst að yfirvinna kjarkleysið með ástund og með auknum kjarki gagnvart skepnunum hættu þeir öllum kúnstum gagnvart mér og traust myndaðist milli hests og knapa. Viðvera, ástund og alúð yfirvinna kjark- leysi. Móðir mín hóf eigin rekstur þegar ég var á unglingsárunum. Hún gaf mér jafnan tækifæri til að koma að flestum málum í rekstrinum, og að fylgjast með henni og dugnaði hennar í sínum rekstri varð mér hvatning til að gera slíkt hið sama. Þannig vil ég líka vera hvatning fyrir mína dóttur. Móðir mín tók mig jafnan með sér á allar sýningar og lét mig þá oftast sjá um aksturinn. Þegar við komum til London, ég nýkomin með bílpróf, ákvað hún að taka bíla- leigubíl. Hún snýr sér að mér og segir: „Þú átt að keyra.“ „Ertu orðin eitthvað alvarlega lasin? Ég get ekkert keyrt í vinstri umferð og hvað þá í miðri London,“ svaraði ég. „Jú, jú,“ segir hún, „þú ert nefnilega örvhent og þessi akstursmáti er sérhannaður fyrir örvhenta.“ Nú, það þarf ekki að orðlengja það; stuttu síðar ókum við af stað og allt gekk eins og smurt og meira að segja svo vel að ég endaði með að vera tekin fyrir of hraðan akstur á strætóakreininni niður Oxford stræti. Eins og það hafi einhverju máli skipt með hvorri hendinni ég skrifa – málið var að hún treysti mér til verksins og það var nóg. En eins og þessar dæmisögur hér að framan sýna, þá er að mínu mati undirstöðu- atriði í rekstri einmitt kjarkur, traust og heiðarleiki. Þetta eru einmitt þeir kostir sem konur hafa í ríku mæli og því ættu tækifæri okkar í rekstri að vera í samræmi við það. Samstarf við foreldra mína hefur verið mikilvægt og mig langar rétt til að fara yfir það sem við höfum verið að bauka undan- farið: Árið 1983 settum við á stofn lifrarb- ræðslu í Þorlákshöfn í samkeppni við Lýsi og aðrar bræðslur. Bræðslan gekk vel og í framhaldinu keyptum við vélar og tæki til lýsisáfyllingar og settum vörur á neytend- amarkað í beinni samkeppni við Lýsi hf. Ekki fannst okkur þetta nóg svo að 1991 keyptum við þurrkhús í Þorlákshöfn sem þurrkar þorskhausa á Nígeríumarkað og er í dag orðið eitt hið stærsta sinnar tegundar á landinu. 1997 stofnuðum við Lýsisfélagið utan um lýsishlutann af rekstrinum sem stóð í harðri samkeppni við Lýsi hf. til ársins 1999. Þá ákváðum við að notast við hið fræga hag- fræðilögmál „If you can´t beat them – eat them“ og gengum þar með frá kaupum á Lýsi hf. Sama ár sameinuðum við Lýsisfélagið og RÆÐA KATRÍNAR Við birtum hér hina umtöluðu og fyndnu ræðu Katrínar þegar hún tók við FKA-verðlaununum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.