Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 67

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 67 starf við hæfi. „Það er staðreynd að það er erfiðara að aðlaga sig að samfélaginu ef maður getur ekki verið þátttakandi að öllu leyti.“ Kunningjaþjóðfélagið á Íslandi En er til í dæminu að kunningsskapur og skyldleiki ráði enn úrslitum á íslenskum vinnumarkaði? Guðný telur það af og frá. „Menn leita til ráðningarþjónustu einmitt til að forðast persónuleg tengsl. Tengslamyndun á sér auðvitað alltaf stað einhvers staðar, en hún hefur minnkað til muna á undanförnum árum. Ég held að það sé undantekning í dag að fólk sé ráðið í störf vegna kunningsskapar.“ Einar hefur hins vegar aðra sögu að segja. „Ég held að á Íslandi sé kunningjaþjóðfélagið ennþá svolítið ríkjandi. Persónuleg tengsl og orðspor virðast skipta máli. Íslendingar kunna því til dæmis vel að geta hringt til einhvers sem þeir þekkja til að fá meðmæli.“ Hann segist muna eftir tilfellum þar sem erlendum ríkis borgurum hafi ekki fundist þeir hafa fengið verð- skuldað tækifæri til að sanna sig. „En ég held að ástandið sé að batna og aukin útrás íslenskra fyrir- tækja hefur sitt að segja. Ég held því að atvinnulífið sé að breytast mjög mikið og verða fjölmenningarlegra.“ Sérhæfðu störfin frátekin fyrir Íslendinga? Í janúar kom út skýrsla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann um viðhorf og aðstæður innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum. Einn kafli er tileinkaður atvinnumálum og þar kemur meðal annars fram að af þeim 50% svarenda sem vinna ósérhæfð störf á Íslandi unnu einungis 8% ósérhæfð störf í heimalandi sínu. Af þeim sem störfuðu sem sérfræðingar í heimalandi sínu vinnur fjórði hver ósérhæft starf hér á landi, einungis 1% af þeim 13% svarenda sem vann sérhæfð störf eða tæknistörf í heimalandi sínu er í sambærilegu starfi hér og aðeins annar hver stjórnandi fær stjórnunar- starf á Íslandi, svo dæmi séu tekin. Þó að könnunin nái aðeins til afmarkaðra svæða virðist hún benda til þess að innflytjendur vinni fyrst og fremst ósérhæfð störf hér á landi. Ådne Skjelstad, 26 ára Norðmaður: Eftir níu mánaða leit hljóp loksins á snærið! Å dne Skjelstad er 26 ára gamall Norðmaður með mastersgráðu í við- skiptatengdri iðnaðarverkfræði, nánar tiltekið Industrial Economics and Technology Management, eins og það heitir á ensku. Hann hefur búið hér á landi frá því í maí í fyrra og hefur sótt um hátt í 50 störf. Hann fékk yfirleitt jákvæð viðbrögð – en því miður enga vinna. Það var svo fyrir nokkrum dögum að leit hans bar loks árangur. Hann fékk vinnu í Íslands- banka. „Ég gerði svo til allt sem mér datt í hug,“ segir Adne. „Ég sótti um auglýst störf, skráði mig hjá ráðningarskrifstofum, hafði samband beint við fyrirtæki og einnig reyndi ég að spyrjast fyrir í gegnum vini og vanda- menn þar sem því var við komið. Viðbrögðin voru iðulega mjög góð, fólk var bæði áhugasamt og jákvætt í minn garð – en vinnuna vantaði. Loksins hljóp svo á snærið hjá mér fyrir nokkrum dögum þegar ég fékk vinnu í Íslandsbanka. Þá var ég raunar orðinn úrkula vonar.“ Ådne telur sennilegt að það hafi lengst af sett strik í reikninginn að menntun hans sé ekki þekkt á íslenskum vinnumarkaði. „Menntun mín spannar mjög breitt svið og fólk með þessa menntun er eftirsótt í mörgum ólíkum starfsgreinum erlendis. Þrátt fyrir það virðist svo vera sem hér falli hún mitt á milli tveggja sviða og þyki hvorki fullnægjandi fyrir verkfræði- tengd störf né viðskipti. Tilgangurinn með því að blanda þessu saman er hins vegar einmitt að skapa tengsl á milli þessara ólíku greina. Maður með þessa menntun skilur hvernig verkfræðingur hugsar, en hann skilur einnig hvernig viðskiptafræðingur hugsar.“ Ådne nam íslensku í sumarskóla Námsflokka Reykjavíkur og hefur náð ágætum tökum á málinu. „Til að byrja með óttaðist ég að tungumálið yrði mér fjötur um fót. En hvert sem ég fer keppist fólk við að fullvissa mig um að það sé í raun alger óþarfi að tala íslensku og að enska sé fullkom- lega gjaldgengt samskiptamál á vinnumarkaðnum.“ Ådne finnst þó sjálfum mikil vægt að læra málið betur til að komast almennilega inn í samfélagið og segir Íslendinga gleðjast yfir því þegar útlendingar spreyta sig á málinu. Ådne fluttist til Íslands daginn eftir að hann útskrifaðist og hér kann hann afar vel við sig. Hann er í sambúð með íslenskri konu og á með henni litla dóttur. Hann segir það skipta sig miklu máli að hafa fengið hér vinnu því hér vilji hann búa og ala dóttur sína upp. „Það er hins vegar slæmt ef það líður of langur tími frá útskrift þar til fólk fær sitt fyrsta starf. Ég var búinn að sækja um á yfir 50 stöðum frá því í maí í fyrra áður en ég fékk starfið hjá Íslandsbanka. Ég var að verða úrkula vonar um að fá hér starf og var farinn að íhuga það alvarlega að sækja um í Noregi. En ég hefði aldrei litið öðru vísi á það en sem tímabundna lausn og leið til að afla mér starfsreynslu áður en ég reyndi aftur fyrir mér á íslenskum vinnumarkaði. Hér vilja búa með íslenskri konu minni og dóttur.“ Ådne Skjelstad, vel menntaður 26 ára Norðmaður. Eftir að hafa árangurslaust leitað að vinnu í níu mánuði hljóp loksins á snærið hjá honum fyrir nokkrum dögum. Ådne Skjelstad, 26 ára Norðmaður: EFTIR NÍU MÁNUÐI HLJÓP LOKSINS Á SNÆRIÐInnflytjendum hefur fjölgað verulega á íslenskum vinnumarkaði. Árið 1997 voru þeir 1,8% af íslensku vinnuafli en árið 2002 voru þeir orðnir 3,9%.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.