Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 70

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Starfsemi Alþingis hefur breyst mikið á undanförnum árum og áratugum í takt við breytingar í samfélaginu almennt. „Starfsemin er öll orðin markvissari, margþættari og viða- meiri nú en áður. Þörfin fyrir sérfræðiþekkingu hefur aukist og alþjóðlegt samstarf hefur marg- faldast að umfangi. Þessi þróun hefur líka orðið alls staðar í nágrannalöndum okkar og skrifstofur þinganna þar eflst og vaxið. Vöxt- urinn hér er þó ekki eins mikill og víða annars staðar í stofnunum ríkisins. Árið 1956 voru hér t.d. 56 menn á launa- skrá en nú tæpri hálfri öld síðar hefur sú tala um það bil tvöfaldast. Það er nú satt að segja ekki mikil útþensla miðað við margar aðrar opinberar stofnanir á sama tíma,“ segir Helgi. Snúið að koma saman dagskrá Samkvæmt þingskapalögum hefur skrifstofustjóri Alþingis það hlutverk að stýra „skrifstofu Alþingis og framkvæmdum á vegum þingsins, hefur umsjón með fjárreiðum þess og eignum í umboði forseta. Skrifstofustjóri situr fundi forsætis- nefndar og er forseta og nefndinni til aðstoðar í öllu er varðar stjórn þingsins.“ Helgi segir að ríkur þáttur í starfi skrifstofustjóra sé að skipu- leggja þingstarfið, m.a. að móta dagskrá þingfunda. „Það getur verið mjög snúið að koma saman dagskránni því við þurfum að hafa hlið- sjón af mörgum hlutum. Þetta er gjarnan mikið púsluspil. Við þurfum að taka tillit til anna ráðherra og ýmissa starfa þingmanna sem hafa sannarlega margt fleira á sinni könnu en sitja í þingsalnum. Eins og ég sagði er alþjóðlegt samstarf tímafrekt, bæði hjá ráðherrum og þingmönnum, með tilheyrandi utanförum í því sambandi En við leggjum áherslu á að dagskráin sé gerð í góðu samkomulagi við bæði stjórnarmeirihluta og stjórnarandstöðu. Við gerum starfsáætlun fyrir allan þingveturinn og svo bæði vikuáætlanir og dagskrár fyrir hvern dag á þeim grundvelli. Forsætisnefnd afgreiðir á vikulegum fundum drög að dagskrám vikunnar sem síðan er rædd á fundi þingforseta með formönnum þingflokkanna. Á þessum fundum hafa þingflokk- arnir tækifæri til að koma óskum sínum á framfæri sem forseti reynir að koma til móts við eftir því sem frekast er unnt. Ég hef í starfi mínu sem aðstoðarskrifstofustjóri tekið mjög virkan þátt í að móta dagskrána og hef hugsað mér að reyna að sinna því eins og ég get áfram. Hins vegar er það nú einkum í verkahring forstöðumanns þingfundasviðs, Vigdísar Jónsdóttur, að halda utan um þetta starf.“ 107 stöðugildi Alls starfa nú um 110 manns í 107 stöðugildum á skrifstofu Alþingis. Þar að auki eru um 10 manns við ræstingu. Rekstrarkostnaður Alþingis nam alls um 1.539 milljónum króna á síðasta ári, og auk þess var um 200 milljónum króna varið til viðhalds húsa og í endurnýjun tækja. Af þessu fara 657 milljónir í rekstur sjálfrar skrifstofunnar. Starfsemi hennar greinist í fimm svið. Þingfundasvið sér um skipulagningu og umsjón með fundum þingsins og útgáfu Alþingistíðinda, nefndasvið annast aðstoð við þingnefndir og gerð þingmála, alþjóðasvið veitir aðstoð í tengslum við alþjóðlegt samstarf þingsins, upplýsinga- og tæknisvið annast tölvumál, almannatengsl og upplýsingaþjónustu fyrir þingmenn og hefur umsjón með bókasafni Alþingis, og þjónustu- svið sér um símavörslu, þingvörslu, eldhús og almenna skrifstofuþjónustu fyrir þingmenn, t.d. eru ritarar á hverri hæð þar sem þingmenn hafa skrifstofur. Að auki heyrir undir skrifstofu- stjóra almenn skrifstofa sem sinnir fyrst og fremst þjónustu við þingforseta, og rekstrar- skrifstofa, sem annast fjármál og umsýslu fasteigna, heyrir undir fjármála- og rekstrarstjóra. Starfsemin teygir sig bæði út á land og út fyrir landsteinana. Á Ólafsfirði vinna þrír starfsmenn á vegum þingsins við að skanna inn eldri árganga af Alþingistíðindum, einn maður er í hlutastarfi á Hvammstanga við að skrá inn efnisyfirlit eldri Alþingistíðinda, tveir starfsmenn vinna hér í bænum við fjar- vinnslu á ræðuritun og einn starfsmaður er í Jónshúsi í Kaupmann- ahöfn, sem er eign Alþingis. Starfsemi Alþingis er líka plássfrek, enda hefur stofnunin nú stóran hluta þeirra bygginga sem standa andspænis Alþingishúsinu við Austurvöll til umráða og fleiri hús. Ýmist er þetta eigið húsnæði eða húsnæði sem stofnunin leigir af öðrum. Gert er ráð fyrir að rekstur fasteigna Alþingis kosti um 155 milljónir á þessu ári. Tölvuvæðingin síðustu áratugi hefur haft mikil áhrif á starfsemi þingsins. „Við höfum reynt að fylgja þróun upplýsingatækninnar vel eftir og höfum í raun verið í fremstu röð meðal þinga í þessum efnum. T.d. var Alþingi eitt fyrsta þingið í heiminum sem tók upp beinar útsendingar af þingfundum á vefnum. Þær hófust árið 1998 en segja má að tölvuvæðing Alþingis hafi farið af stað árið 1984. Þá voru keyptar hingað tvær litlar Apple-tölvur í tilraunarskyni. Ég man að Eiður Guðnason sendiherra, sem þá var þingmaður Alþýðu- flokksins, fékk aðra þeirra til afnota en þingfundasviðið fékk hina. Síðan hefur þróunin orðið hröð. T.d. var byrjað var að slá ræðurnar inn á tölvur ári síðar.“ Mikilvægt að eiga trúnað þingmanna Helgi segir mikilvægt að skrifstofustjóri njóti trausts bæði meirihlutans og minnihlutans á þinginu. „Það er mjög mikilvægt að skrifstofustjóri sé ópólitískur og að allir flokkar geti treyst því að hann sé óvilhallur í störfum sínum. Enginn skrifstofustjóri hefur mér vitanlega verið vændur um það að draga taum einhvers stjórnmálaflokks í starfi sínu. Hins vegar störfum við auðvitað í umboði forseta Alþingis og það er hann sem leiðir starfið. Og á bak við hann stendur meirihlutinn. Þetta liggur í hlutarins eðli. En við reynum að eiga eins gott trúnaðarsamband við minnihlutann og nokkur kostur er og samstarfið hefur að mínu mati gengið mjög vel. Stór hluti tíma míns fer í að ræða við þingmenn, bæði um dag- skrána og almennt um stöðu mála. Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur, sem erum að undirbúa þinghaldið, að við höfum fingurinn á púlsinum, ef svo má segja. Við þurfum að vita hvað þingmenn og þingflokkarnir hafa á prjónunum, hvaða mál eru í undirbúningi „Starf skrifstofustjóra Alþingis má rekja allt aftur til ársins 1593,“ segir Helgi og vísar til þess að þá var embætti „alþingisritara“ fyrst stofnað. A L Þ I N G I E R S T Ó R T F Y R I R T Æ K I
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.