Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 78

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 F yrsta lotan mín sem fréttastjóri á Stöð 2 varði í tæp fimm ár, eða þar til ég tók við sem sjónvarpsstjóri af Þorvarði Elíassyni 1991. Það gekk á ýmsu í eigendahópi Stöðvar 2 á þeim tíma eins og reyndar yfirleitt. Síðan gerist það sumarið 1994 að þáverandi meirihluti í eigendahópi Stöðvar 2 lendir undir, eftir að Sigurjón Sighvatsson yfirgefur þann hóp og gengur til liðs við Jón Ólafsson. Þá voru deilur orðnar svo hatrammar og leiðinlegar að þær voru að setja allt fyrir- tækið á hliðina. Á þessum tíma var mér ólíft í starfi sjónvarpsstjóra, gat ekki gengið neinn línudans þarna á milli. Annaðhvort var ég vinur eða óvinur í augum eigendanna. Ég tók þann kost að taka hatt minn og staf og gekk út úr fyrirtækinu sumarið 1994, fór í sjálfskipaða útlegð.“ Veturinn 1994 aðstoðaði Páll við að koma á fót nýju vikublaði, Morgunpóstinum. Blað- inu tengdust sumir af fyrri eigendum Stöðvar 2 sem hann hafði kynnst áður. Þar var hann m.a. samferða Gunnari Smára Egilssyni. Sumarið 1995 var Páll ráðinn til að koma Sýn á laggirnar sem sjónvarpsstöð. „Ég kom Sýn á laggirnar sem þeirri íþróttastöð sem hún er í dag. Samdi um sýningarrétt á meistaradeild Evrópu og fleira efni af því tagi. Þegar svo Sýn var komin í fastar skorður haustið 1996 var ég beðinn að taka aftur við fréttastofunni - tók þá við af Elínu Hirst. Var síðan frétta- stjóri til haustsins 2000, þegar ég gerði hlé á þessu fjölmiðlaharki og fór til Íslenskrar erfðagreiningar í þrjú ár.“ Undirmaður sjálfs síns „Í ársbyrjun 2004 var ég beðinn að koma aftur til Íslenska útvarpsfélagsins eða Stöðvar tvö, þá sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs útvarpsfé- lagsins. Síðan urðu breytingar hjá fyrirtæk- inu aftur í nóvember 2004 sem m.a. fólust í því að gera miðlana sem sjálfstæðasta hvern fyrir sig. Ég tók þá við sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 að því viðbættu að ég tók að mér fréttastjórastarfið eftir að Sigríður Árnadóttir hætti í ársbyrjun 2005. Það má því segja að ég sé nú að einhverju leyti undirmaður sjálfs míns þar sem fréttastjórinn heyrir undir sjónvarpsstjórann.“ Hver er ástæðan fyrir tíðum fréttastjóra- skiptum á Stöð 2? „Ég held að nokkuð ör skipti á frétta- stjórum stöðvarinnar þurfi ekki að vera neitt óeðlileg í sjálfu sér, þótt þetta sé nú kannski fullmikið. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra sem gegna þessu starfi. Ætli það megi ekki segja að þetta starf sé t.d. skylt því að vera eins og hjá þjálfara fótboltaliðs. Þar eru menn kallaðir til ábyrgðar, eftir því hvernig gengur og það sama á við um frétta- stjóra. Það eru sex einstaklingar sem gegnt hafa starfi fréttastjóra á Stöð 2 á tæplega 20 árum. Þar af hef ég verið fréttastjóri tæplega helminginn eða í samtals 9 ár. Þetta eru nú engin ósköp.“ Lífið er samansafn af tilviljunum Nú er þetta þriðja fréttastjóratímabilið hjá þér. Hvers vegna kemur þú alltaf aftur? „Ég bara veit það ekki, þetta eru tómar tilviljanir. Ég hef tvisvar sinnum hætt í þessu starfi, í hvorugt skiptið var það undir þeim formerkjum að ég ætti eftir að koma aftur. Þetta hefur bara einhvern veginn æxlast Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og fréttastjóri stöðvarinnar. „ Það er miklu betra fyrir fréttastofu ef stjórnmálamenn hallmæla henni en hæla.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.