Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 110

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 110
110 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR R adisson SAS keðjan hefur nýlega kynnt nýja þjónustustaðla í tengslum við fundi og mannfagnaði sem haldin eru á hótelum hennar. Þeir eru í stuttu máli að starfsfólk hótelanna lofar 100% framgöngu í einu og öllu er snýr að undirbúningi og allri vinnu meðan á atburði stendur og að honum loknum. Gildir þar einu hvort samkoman er lítil eða stór. „Viðskiptavinirnir geta því einbeitt sér að þeim undirbúningsþáttum er snúa beint að þeim – og látið sérhæft starfsfólk hótelanna um aðra þætti,“ segir Kristján Daníels- son sölustjóri. Vinsælt til fundahalds Hótel Saga við Hagatorg í Reykjavík var opnað árið 1962 og svo stækkað um nær helming fyrir tæpum tuttugu árum. Á hótelinu eru nú alls níu fundarsalir sem taka allt frá tuttugu manns upp í 400 – að ónefndum Súlnasalnum sem tekur allt að átta hundruð manns. Í gegnum árin hefur notið vinsælda að halda hvers konar fundi og mannfagnaði á Sögu – Radisson SAS – Hótel Sögu. Fjölmörg fyrirtæki halda þar ævinlega aðalfundi sína – og sömuleiðis er hótelið vinsæll ráðstefnustaður fyrir hvers konar samkomuhald. Kemur þar til að salarkynni og allur húsbúnaður er glæsilegur og veitingarnar fyrirtak. En ekki skiptir minnstu máli þjónusta starfsfólksins sem kann sitt starf út í hörgul. Fjórþætt loforð „Loforð Radisson SAS hótelanna til viðskipta- vina sinna er fjórþætt og snýst um fagmennsku, skuldbindingu, umhyggju og tryggingu fyrir gæðum. Meginatriðið er þjónustan og hún snýst að sjálfsögðu um að starfs- fólkið sé starfi sínu vaxið. Mann- legi þátturinn er það sem höfuðmáli skiptir í þessu eins og öðru,“ segir Kristján Daníelsson. Til að gera starfsfólk hótelanna enn hæfara í sínu hlutverki hafa Radisson SAS hótelin, sem eru á öllum Norður- löndum, gengið til samstarfs við MPI, en það eru stærstu samtök í heimi á sviði ráðstefna og funda. Þar hafa línur nar um það sem mestu máli skiptir í þjónustu við fundargesti verið markaðar – og ákveðnir þjónustustaðlar settir upp sem eru: · 100% fagmennska hjá starfsfólki sem hefur hlotið menntun og þjálfun í að sjá til þess að viðskiptavinir fái bestu mögulegu þjónustu hverju sinni. · 100% skuldbinding til að tryggja að veitt sé sú þjónusta og aðstaða sem óskað er eftir. · 100% umhyggja við viðskiptavini því ljóst er að það eru mjúku mannlegu gildin sem þarf að tvinna saman við staðlaða framgöngu. · 100% trygging fyrir því að viðskiptavinir séu 100% ánægðir með alla þætti. Ef eitthvað er ekki eins og viðskiptavinur telur að það eigi að vera er hann beðinn um að segja frá því strax og starfsfólkið gengur í málið hið snarasta. Ef ekki greiðist úr þarf viðskiptavinur- inn ekki að borga. RADISSON SAS - HÓTEL SAGA „Meginatriðið er þjónustan og hún snýst að sjálfsögðu um að starfs- fólkið sé starfi sínu vaxið,“ segir Kristján Daníelsson, lengst til hægri, um fundaþjónustu Radisson SAS – hótelanna. „Fagmennska, skuld- binding, umhyggja og trygging fyrir gæðum. Uppskrift að góðum fundi á Radisson SAS – Hótel Sögu.“ Hundrað prósent fundur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.