Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 128

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 128
128 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 A lmennt einkennir það meirihlutakosningar eins og tíðkast hér að vinstriflokkar eru ekki sterkir og íhaldsflokkar dafna vel. Þetta hefur átt við hér undanfarna áratugi – þangað til Nýi Verkamannaflokkurinn burstaði Íhalds- flokkinn eftirminnilega í kosningunum 1997. Nú stefnir í það sama þó vísast saxist á stjórnarmeirihlutann, sem var 166 sæti eftir kosningarnar 2001. Þó stjórnin hafi ekki staðfest að hér verði kosningar í maí, það vantar ekkert nema dagsetninguna, eru flokkarnir komnir í kosninga- ham og spúa út plakötum og nýjum hugmyndum til að lokka kjós- endur. En hvað er að hjá Íhaldinu fyrst glötuð tiltrú á Tony Blair og Verkamannaflokknum skilar sér ekki í íhaldsuppsveiflu svo um munar? Hver er líklegastur til að deyja fyrst, kjósandi Verkamanna- flokksins, Íhaldsflokksins eða frjálslyndra demókrata? Engin spurn- ing að það er íhaldskjósandinn – ekki af því að stefnan sé í sjálfu sér banvæn heldur af því að meðalaldur flokksmanna er sá hæsti og viðkomandi því tölfræðilega séð mjög líklega hniginn á eftir ár. Eins og einn íhaldsþingmaðurinn benti á þá eru flestar samkomurnar sem hann fer á í kjördæmi sínu jarðarfarir. Þetta boðar ekki gott fyrir flokkinn og ekki er betra að íhaldsfylgi meðal kvenna er það lægsta í hálfa öld. Konur voru athafnasamastar við að hlaða undir stórsigur Verkamannaflokksins 1997. Tony Blair stendur vel Hér starfa öflug skoðanakannanafyrirtæki, svo það liggja fyrir ókjör af tölfræðilegum upplýsingum fyrir flokk- ana og aðra að rýna í. Auðlæsustu tölurnar líta ekki vel út fyrir Íhaldsflokkinn, því fyrsta könnun MORI, eins þessara fyrirtækja, á árinu sýnir að Verkamannaflokkurinn fengi 38%, Íhaldsflokkurinn 32% og frjálslyndir 22%. Þeir síðastnefndu hafa verið í 26% lengi vel, svo þeir þurfa að hugsa sinn gang, en kjósendur hafa tilhneigingu til að gleyma þeim í kjörklefanum því þeir eru alltaf þeir þriðju og minnstu þrátt fyrir drauma undanfarið um að þeir gætu skotið íhaldinu aftur fyrir sig. Tony Blair forsætisráðherra stendur vel: 39% Breski Verkamannaflokkurinn hríðtapar trúnaðartraustinu en samt græðir Íhaldsflokkurinn ekki fylgi að sama skapi. ÍHALDIÐ ILLA STATT Mun Michael Howard leiða Íhaldsflokkinn til sigurs í Bretlandi? TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Í LONDON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.