Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 17

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 17
FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB GRÁÐUSNOBB F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 17 „Á áttunda áratugnum komu fram nýjar stefnur og straumar við gerð stjórnskipu- lags fyrirtækja. Framboð á menntun varð meira og algengara var að fólk aflaði sér menntunar erlendis og bar heim með sér nýja þekkingu,“ segir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. „Viðskiptalífið kallaði á breytingar í stjórnun í takt við öflugri fyrirtæki. Nýjar stefnur og straumar áttu því greiða leið inn í viðskiptalífið. Þannig fjölgaði smátt og smátt nýjum starfsheitum. Gerð voru skipurit þar sem ábyrgðarsvið hvers stjórnanda voru skilgreind, nýir titlar, s.s. markaðsstjóri, framleiðslustjóri, fjármálastjóri, starfsmannastjóri o.s.frv. urðu meira áberandi. Það sama má segja í dag, við erum að sjá miklu stærri og öflugri fyrirtæki, íslensk og erlend, hér á landi sem og erlendis heldur en var fyrir 15-20 árum. Stjórnendur þeirra eru fleiri hvort sem stjórnskipulagið er flatt eða lagskipt. Í sumum fyrirtækjum eru framkvæmda- stjórar hinna ýmsu sviða og síðan fjöl- margir aðrir stjórnendur. Þar af leiðandi hafa titlar verið að bólgna svolítið út. Starfs- og ábyrgðarsvið er vel skil- greint enda veitir ekki af í stækkandi fyrirtækjum. Þrátt fyrir sameiningu fyrir- tækja, sem kemur örugglega til með að halda áfram, forðast stjórnendur að þenja skipuritið mikið út. Þá þekktist það ekki hér áður fyrr að í fyrirtækjum væri starfandi stjórnarformaður eins og nú eru dæmi um. Það hefur því margt breyst frá því að titlarnir voru bundnir við framkvæmdastjórann og skrifstofustjór- ann sem hafði ansi vítt starfssvið.“ Katrín nefnir að Hagvangur, sem er eitt elsta ráðgjafafyrirtæki landsins, hafi starfað mikið að endurskipulagningu fyrir- tækja. Hefur verið áhugavert að fylgjast með þeim breytingum sem átt hafa sér stað í rekstri margra þeirra. Stór hluti stjórnenda hefur verið ráðinn í gegnum Hagvang. Þá hafa störf almennt breyst talsvert í áranna rás, s.s. hin hefðbundnu skrif- stofustörf. Fjölbreytni og aukin sam- keppni hafa gert það að verkum að nú eru viðskiptafræðingar ráðnir í upphafi starfsferils síns í störf sem voru áður nefnd skrifstofustörf. Í dag heita þessi störf t.d. þjónustufulltrúi, markaðsfulltrúi, fjármálafulltrúi o.s.frv. Það þótti gott að hafa stúdentspróf til að gegna þeim. Þetta er í takt við breytingar sem orðið hafa á störfunum sem krefjast sífellt meiri fjölhæfni, ábyrgðar og mögu- leika starfsmannsins til þróunar innan stækkandi fyrirtækja – sem starfa mörg hver í öflugu alþjóðlegu umhverfi. Sem betur fer eru einhæfu störfin, s.s. inn- sláttar- og vélritunarstörfin, að hverfa. Katrín bendir á að í rauninni sé ekki langt síðan að Íslendingar fóru almennt að mennta sig á háskólastigi. „Það þótti ekkert sjálfgefið að fólk færi í háskóla- nám fyrir um 20 til 25 árum. Hvað þá að konur væru hvattar sérstaklega til þess. Áhersla á menntun er gríðarlega mikil í dag og að menntun sé undirstaða hag- sældar í framtíðinni. Það er mikið framboð af viðskipta- menntuðu fólki. Með tilkomu fjármála- og verðbréfafyrirtækjanna jókst eftir- spurnin eftir ungu vel menntuðu fólki. Ég er þess vegna ekki hissa á því að svo margir háskólar skuli vera starfandi á Íslandi í dag sem leggja aukna áherslu á viðskiptagreinar. Katrín segir að það sé vandmeðfarið að bera titil, fara með völd og hafa áhrif. „Ungt fólk er tilbúið að axla ábyrgð en gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir því í hverju sú ábyrgð er fólgin. Ég segi að í flestum tilfellum er farsælast að öðlast góða reynslu, vinna vel úr tækifær- unum og byggja þannig upp orðstír sinn. Þá kemur titillinn!“ Titlar bólgna út Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir að með aukinni menntun hafi titlar bólgnað út í fyrirtækjum. Í sumum fyrirtækjum eru framkvæmdastjórar hinna ýmsu sviða og síðan fjöl- margir aðrir stjórnendur. Þar af leiðandi hafa titlar verið að bólgna svolítið út. TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.