Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.10.2005, Qupperneq 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB Í bók Frjálsrar verslunar, 300 stærstu fyrirtæki landsins, kemur fram að KB banki er orðinn stærsta fyrirtæki landsins og að stækkunina megi rekja til kaupa á danska bankanum FIH snemma á síðasta ári. Þar kemur fram að meðalárslaun hjá bankanum voru um 7,6 milljónir króna á síðasta ári og er það með því allra hæsta sem gerist hjá íslensku fyrirtæki. Á sama tíma er bankinn að skila miklum hagnaði og bankinn er með mest eigið fé allra fyrir- tækja á Íslandi. Svali Björgvinsson er framkvæmda- stjóri starfsmannasviðs í KB banka. Hann segir mikla fjölgun háskóla- menntaðra starfsmanna í bankanum og á meðal starfsmanna í höfuðstöðv- unum séu um 50% með framhalds- menntun umfram BA- eða BS-gráður. „Þá er nokkur fjöldi með doktors- gráðu. Ég sé hins vegar ekkert sam- hengi í því að fleiri og hærri gráður þýði þeim mun meiri frama innan bank- ans. Það skiptir mestu máli hvernig fólk vinnur. Við fáum ferilskrár þar sem fólk er að flagga sínum gráðum og er komið með alls kyns fín heiti og titla á þetta. Þetta hefur klárlega aukist og mennt- unarstigið vaxið verulega. KB banki er mjög vinsælt fyrirtæki og við getum valið úr fólki. Það væri óeðlilegt ef við myndum ekki skoða hvaða menntun fólk hefur og hvaðan menntunin er fengin. Annað væri dómgreindar- brestur. Ég held að við séum ekki að snobba fyrir einhverjum sérstökum gráðum eða skólum. Hins vegar er það þannig að það eru hlutfallslega margir úr þekktum skólum hér.“ Svali segir að viðskiptafræðingar séu farnir að taka að sér störf sem viðskiptafræðingar litu ekki við áður. „Störfin eru orðin flóknari og umfangs- meiri. Ég vil líka nefna framboðið en fólk hefur minni valmöguleika í tengslum við það að komast inn í fjár- málafyrirtæki og framhaldsmenntun er orðin það algeng að fólk sem stekkur beint inn í hærri stöður er með meiri menntun og meiri reynslu.“ Svali bendir á að skólinn sé orðinn markaðsvara sem var ekki á meðan Háskóli Íslands var eini háskólinn á landinu. „Núna er farið að keppa um nemendur sem er hið besta mál. Það er farið að auglýsa gráður og hvetja fólk til þátttöku. Verið er að hvetja fólk til að fara í MBA-nám og hin og þessi fínu prógrömm. Allt er gert að markaðs- vöru og þar með að ýta undir þetta svo- kallaða gráðusnobb. Þegar allt kemur til alls er það ekki gráðan sem vinnur nokkurn skapaðan hlut. Það er það sem viðkomandi kann og getur.“ Launin hjá KB banka eru með því allra hæsta sem þekkist hjá íslensku fyrirtæki og bankinn getur valið úr fólki, slík er eftirspurnin eftir því að vinna hjá fyrirtækinu. Nám gert að markaðsvöru „Þegar allt kemur til alls er það ekki gráðan sem vinnur nokkurn skapaðan hlut. Það er það sem við- komandi kann og getur.“ Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs KB banka. „Ég held að við séum ekki að snobba fyrir einhverjum sérstökum gráðum eða skólum, en hins vegar eru hlutfallslega margir úr þekktum skólum hér.“ TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.