Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 22

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB Í Viðskiptaháskólanum á Bifröst er boðið upp á stutt diplomanám í viðskiptafræðum, bs-gráðu bæði í staðnámi og fjarnámi. Í meistara- námi er boðið upp á ms-gráðu með stjórnunar eða fjármálasérhæf- ingu og svo er boðið upp á ma-gráðu með ýmiss konar sérhæfingu, t.d. menningar- og menntastjórnun. Námið á Bifröst er almennt viðskiptanám þannig að það er mjög opið hvert fólk getur farið í framhaldsnám. Það hefur farið til Norð- urlanda, Bretlands, meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. Námið er allt frá almennu stjórnunarnámi til sérhæfingar í fjármálum, mark- aðsfræðum o.fl. VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN Á BIFRÖST Viðskiptaháskólinn á Bifröst lífsins og þjálfun í aðferðafræði hagfræðinnar. Einn helsti kostur námsins er sveigjanleiki. Um þriðjungur námsins, 30 einingar af 90, er skyldunámskeið, annar þriðjungur er valnámskeið innan deildar og þriðjung námsins má taka í öðrum deildum. Hagfræði sem aukagrein (30 einingar) - mögulegt er að velja hag- fræði sem 30 eininga aukagrein sem hluta af BS eða BA námi í annarri deild og útskrifast þá með BA eða BS próf með hagfræði sem aukagrein. MEISTARANÁM Viðskipta- og hagfræðideild býður upp á þrjár námsleiðir í meistara- námi í viðskiptafræði. MS nám í viðskiptafræði sem veitir MS gráðu í viðskiptafræði. MS nám í fjármálum þar sem lögð er áhersla á að gefa nemendum kost á að tileinka sér sem best bæði klassíska og nýja þekkingu á því sem máli skiptir við fjármálastjórnun fyrirtækja og stofnana. Nem- endur öðlast góðan skilning á undirstöðum fjármála og tileinka sér eftirsóknarverða færni við rannsóknir og nýtingu fræðanna. Meðal námskeiða á námslínunni eru: fjármögnun fyrirtækja, eignastýring og verðlagning og fjárfesting fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Auk þeirra námskeiða sem boðið er upp á í þessu námi er að unnt er að taka vorönn við erlendan háskóla í samráði við umsjónarmenn náms- ins. Veitir MS gráðu í fjármálum. MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum þar sem áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í markvissum vinnubrögðum og auka fræðilega hæfni þeirra og að búa þá undir stjórnunar- og sérfræðistörf á sviði markaðsmála og alþjóðaviðskipta á Íslandi eða erlendis. Meðal námskeiða á námslínunni eru: markaðsfræði, alþjóðamarkaðssetning og alþjóðaviðskipti. Veitir MS gráðu í mark- aðsfræðum. MS nám í stjórnun og stefnumótun sem hefur það að markmiði að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf sem og sérfræðistörf hjá fyrirtækjum og stofnunum og þjálfa nemendur í fræðilegri hæfni í stjórnun og stefnumótun. MS í viðskiptafræði er þriggja missera nám (45 eininga nám) sem lýkur með 15 eða 30 eininga lokaritgerð. Veitir MS gráðu í stjórnun og stefnumótun. MA nám í mannauðsstjórnun Í meistaranámi í mannauðsstjórnun er lögð áhersla á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur sem undirbúa nemendur sem best fyrir störf sem snúa að stjórnun og starfsþróun starfsmanna. Meðal námskeiða á námslínunni eru: mannauðsstjórnun, vinnuréttur og stjórnun þjálfunar og starfsþró- unar. Forkröfur fyrir námið eru almennt háskólapróf og nemendur eru valdir inn með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Ekki er gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði. MA í mannauðsstjórnun er þriggja missera nám (45 eininga nám) sem lýkur með 15 eða 30 eininga rannsóknarritgerð. MA nám í mannauðsstjórnun veitir MA gráðu í mannauðsstjórnun. M.Acc. nám í reikningshaldi og endurskoðun Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar á sviði reiknings- halds og endurskoðunar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Inntökuskilyrði í námið er BS próf í viðskiptafræði með nokkurri áherslu á reikningshald og skyldar greinar, þar á meðal fjármál, skattskil og lögfræði. Þá er boðið upp á undirbúningsnám fyrir meistaranámið fyrir þá sem ekki hafa lokið BS prófi með áherslu á reikningshald og endurskoðun. Meðal námskeiða á námslínunni eru: endurskoðun, reikningshald, skattskil og stjórnsýsluendurskoðun. M.Acc. nám í reikningshaldi og endurskoðun sem veitir M.Acc. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun. MS nám í hagfræði Haldgóð þekking á efnahagsmálum nýtist fólki í ýmsum atvinnugreinum. MS námið í hagfræði samanstendur af kjarnafögum í þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og tölfræði og síðan velja nemendur fjögur valnámskeið t.d. á sviði fjármálafræða og námskeið á sviði stjórnunar. Einnig er boðið upp á valnámskeið í hagfræði. Meðal námskeiða á námslínunni eru: þjóðhagfræði í meistaranámi, rekstarhagfræði í meistaranámi og hagrannsóknir í meistaranámi. Námið er þriggja missera nám sem lýkur með 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.