Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5
FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB
Í Viðskiptaháskólanum á Bifröst er boðið upp á stutt diplomanám í
viðskiptafræðum, bs-gráðu bæði í staðnámi og fjarnámi. Í meistara-
námi er boðið upp á ms-gráðu með stjórnunar eða fjármálasérhæf-
ingu og svo er boðið upp á ma-gráðu með ýmiss konar sérhæfingu,
t.d. menningar- og menntastjórnun.
Námið á Bifröst er almennt viðskiptanám þannig að það er mjög
opið hvert fólk getur farið í framhaldsnám. Það hefur farið til Norð-
urlanda, Bretlands, meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. Námið er
allt frá almennu stjórnunarnámi til sérhæfingar í fjármálum, mark-
aðsfræðum o.fl.
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN
Á BIFRÖST Viðskiptaháskólinn á Bifröst
lífsins og þjálfun í aðferðafræði hagfræðinnar. Einn helsti kostur
námsins er sveigjanleiki. Um þriðjungur námsins, 30 einingar af 90,
er skyldunámskeið, annar þriðjungur er valnámskeið innan deildar
og þriðjung námsins má taka í öðrum deildum.
Hagfræði sem aukagrein (30 einingar) - mögulegt er að velja hag-
fræði sem 30 eininga aukagrein sem hluta af BS eða BA námi í
annarri deild og útskrifast þá með BA eða BS próf með hagfræði
sem aukagrein.
MEISTARANÁM
Viðskipta- og hagfræðideild býður upp á þrjár námsleiðir í meistara-
námi í viðskiptafræði. MS nám í viðskiptafræði sem veitir MS gráðu
í viðskiptafræði.
MS nám í fjármálum þar sem lögð er áhersla á að gefa nemendum
kost á að tileinka sér sem best bæði klassíska og nýja þekkingu á því
sem máli skiptir við fjármálastjórnun fyrirtækja og stofnana. Nem-
endur öðlast góðan skilning á undirstöðum fjármála og tileinka sér
eftirsóknarverða færni við rannsóknir og nýtingu fræðanna. Meðal
námskeiða á námslínunni eru: fjármögnun fyrirtækja, eignastýring
og verðlagning og fjárfesting fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Auk
þeirra námskeiða sem boðið er upp á í þessu námi er að unnt er að
taka vorönn við erlendan háskóla í samráði við umsjónarmenn náms-
ins. Veitir MS gráðu í fjármálum.
MS nám í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum þar sem áhersla
er lögð á að þjálfa nemendur í markvissum vinnubrögðum og
auka fræðilega hæfni þeirra og að búa þá undir stjórnunar- og
sérfræðistörf á sviði markaðsmála og alþjóðaviðskipta á Íslandi
eða erlendis. Meðal námskeiða á námslínunni eru: markaðsfræði,
alþjóðamarkaðssetning og alþjóðaviðskipti. Veitir MS gráðu í mark-
aðsfræðum.
MS nám í stjórnun og stefnumótun sem hefur það að markmiði
að búa nemendur undir almenn stjórnunarstörf sem og sérfræðistörf
hjá fyrirtækjum og stofnunum og þjálfa nemendur í fræðilegri hæfni
í stjórnun og stefnumótun.
MS í viðskiptafræði er þriggja missera nám (45 eininga nám) sem
lýkur með 15 eða 30 eininga lokaritgerð. Veitir MS gráðu í stjórnun
og stefnumótun.
MA nám í mannauðsstjórnun Í meistaranámi í mannauðsstjórnun
er lögð áhersla á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur sem
undirbúa nemendur sem best fyrir störf sem snúa að stjórnun og
starfsþróun starfsmanna. Meðal námskeiða á námslínunni eru:
mannauðsstjórnun, vinnuréttur og stjórnun þjálfunar og starfsþró-
unar. Forkröfur fyrir námið eru almennt háskólapróf og nemendur
eru valdir inn með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Ekki er
gerð krafa um fyrra nám í viðskiptafræði. MA í mannauðsstjórnun
er þriggja missera nám (45 eininga nám) sem lýkur með 15 eða 30
eininga rannsóknarritgerð. MA nám í mannauðsstjórnun veitir MA
gráðu í mannauðsstjórnun.
M.Acc. nám í reikningshaldi og endurskoðun Námið er ætlað
þeim sem hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar á sviði reiknings-
halds og endurskoðunar hjá fyrirtækjum og stofnunum.
Inntökuskilyrði í námið er BS próf í viðskiptafræði með nokkurri
áherslu á reikningshald og skyldar greinar, þar á meðal fjármál,
skattskil og lögfræði. Þá er boðið upp á undirbúningsnám fyrir
meistaranámið fyrir þá sem ekki hafa lokið BS prófi með áherslu á
reikningshald og endurskoðun. Meðal námskeiða á námslínunni eru:
endurskoðun, reikningshald, skattskil og stjórnsýsluendurskoðun.
M.Acc. nám í reikningshaldi og endurskoðun sem veitir M.Acc.
gráðu í reikningshaldi og endurskoðun.
MS nám í hagfræði Haldgóð þekking á efnahagsmálum nýtist fólki
í ýmsum atvinnugreinum. MS námið í hagfræði samanstendur af
kjarnafögum í þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og tölfræði og síðan
velja nemendur fjögur valnámskeið t.d. á sviði fjármálafræða og
námskeið á sviði stjórnunar. Einnig er boðið upp á valnámskeið
í hagfræði. Meðal námskeiða á námslínunni eru: þjóðhagfræði í
meistaranámi, rekstarhagfræði í meistaranámi og hagrannsóknir
í meistaranámi. Námið er þriggja missera nám sem lýkur með 15