Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.10.2005, Qupperneq 35
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 35 S kömmu áður en leigubíllinn kom að sendiherrabú- stað Íslendinga í Kalorama, diplómatahverfinu í Was- hington DC, var ekið fram hjá svörtum jeppa með dökkum rúðum. Hann var kyrrstæður og í honum mátti sjá tvo menn sem fylgdust grannt með öllum mannaferðum. Húsið, sem jeppinn stóð fyrir utan, var hús Don- alds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Þar er vörður allan sólarhringinn. Við þessa sýn varð manni ósjálfrátt hugsað til þess hvað heimurinn hefur breyst mikið á skömmum tíma. Það er ekki lengur „saklaust“ kalt stríð sem skekur heiminn - núna er ógnin frá hryðjuverkamönnum raunveruleg hvunndags. Leigubíllinn dólaði áfram í tæpar tvær mínútur áður en hann staðnæmdist fyrir utan íslenska sendiherrabústaðinn, fallegt og virðulegt hús sem keypt var í sendiherratíð Péturs J. Thorsteins- sonar árið 1965. „Gjörið svo vel og gangið í bæinn,“ sögðu sendiherrahjónin Helgi Ágústsson og Hervör Jónasdóttir að góðum íslenskum sið. Á augabragði vorum við komin heim til Íslands. Stundin varð skyndilega ekta íslenskt síðdegiskaffi, skemmtilegt spjall - með hlátrasköllum inni á milli. Fas Helga er rólegt og yfirvegað og hann hefur afslappaða nærveru. Hann er engu að síður nokkuð formlegur, að sið diplómata. Hann á mjög auðvelt með að skipta um gír, færa sig úr alvarlegum málum yfir á léttari nótur. Hann er sagnakarl, kann margar sögur. Það á við um þau bæði, hjónin. Þau Heba, eins og Hervör er jafnan kölluð, hafa búið saman í bráðum fjöru- tíu og fjögur ár, börnin eru fjögur og barnabörnin sextán. Helgi er 64 ára, lögfræðingur að mennt, fæddur 16. október 1941. Hann er löngu þekktur í íslensku samfélagi fyrir störf sín í utanríkisþjónustunni til 35 ára - sem og úr heimi íþrótt- anna. Nafn hans komst fyrst á kortið í utanríkisþjónustunni í báðum þorskastríðunum á áttunda áratugnum þegar hann var sendiráðunautur í London og annaðist samskipti við breska blaðamenn. Störf hans í utanríkisþjónustunni hafa verið mörg og marg- vísleg. Sendifulltrúi, sendiráðunautur, skrifstofustjóri, formaður varnarmálanefndar, ráðuneytisstjóri, sendiherra í London, Kaupmannahöfn og Washington DC - auk setu í fjölmörgum nefndum, oftast sem formaður. Mikill KR-ingur „Mér er sagt, Helgi, að eini gallinn við þig sé sá að þú ert KR- ingur,“ dengi ég á hann sem sannur Framari þegar við tyllum okkur. Hann hlær og svarar að bragði að það sé líklegast einn sinn helsti kostur að vera KR-ingur. Hann bregður þó strax fyrir sig góðum siðum diplómatsins, hefur prótókolið á hreinu og segist hafa leikið sér sem gutti á gamla Framvellinum við Stýrimannaskólann og eigi þaðan góðar minningar og hugsi hlýtt til félagsins þó aldrei hafi hann náð því að verða Framari. KEPPNIS MAÐURINN HELGI Hjónin Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Washington DC og Hervör Jónasdóttir, Heba. Glæsilegir fulltrúar Íslands vestanhafs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.