Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 45
A
ð óbreyttu vorum við í raun komnir á
endastöð. Að færa út kvíarnar á nýjum
sviðum var okkur mjög mikilvægt. Því
ákváðum við að reyna fyrir okkur á
hjólbarðamarkaðnum og hefja útrás í
Bretlandi,“ segir Hermann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Bílanausts.
Aukin umsvif, fjárfestingar og landvinningar í
Bretlandi. Þannig má í fáum orðum sagt lýsa helstu
viðfangsefnum stjórnenda Bílanausts á árinu. Fyrir-
tækið hefur nú haslað sér völl á nýjum sviðum og
aukið veltuna stórum. Bílanaust er orðið meira en
bara varahlutaverslun. Stjórnendur og eigendur fyr-
irtækisins fóru á sl. ári í stefnumótunarvinnu og þar
var ákveðið að fara út á nýjar brautir í rekstrinum.
Stórir á dekkjamarkaði
Fyrst var ákveðið að Bílanaust myndi hasla sér völl í
sölu og innflutningi á hjólbörðum. Það gekk eftir og
á fyrstu dögum líðandi árs voru samningar um kaup
á Ísdekki undirritaðir. Það fyrirtæki hefur verið
umsvifamikill innflytjandi á hjólbörðum og hefur
verið með 700 milljóna kr. ársveltu.
„Hjólbarðar eru áhugaverður markaður með um
þriggja milljarða króna heildarveltu á ári. Nú höfum
við náð þarna um 40% hlutdeild á markaðnum
og góðri tengingu við smásöluna með kaupum á
Gúmmívinnustofunni á Réttarhálsi, Hjólabarðahöll-
inni í Fellsmúla og Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar
við Ægissíðu,“ segir Hermann. Bílanaust er nú að
flytja inn dekk frá tólf framleiðendum og kunnustu
vörumerkin eru Michelin, Cooper og Kumho.
Á besta tíma í Bretlandi
„Þegar við litum út fyrir landsteinana með aukin
umsvif í huga beindust sjónir okkar strax að Bret-
landi. Í dag eru þar föl á ágætu verði allmörg fyrir-
tæki í sölu á iðnaðarvörum. Gjarnan fjölskyldufyrir-
VORUM KOMNIR
Á ENDASTÖÐ
2000 2001 2002 2003 2004 2005 (áætlun)
Sala 937,0 896,0 1.069,0 1.208,0 1.362,0 4.250,0
Hagn.f. skatta 1,4 -98,7 13,8 -12.1 64,7 589,0
Hagn.e.skatta 1,0 -84,5 10,7 -12,0 52,3 486,0
Fjöldi starfsmanna 84 75 88 92 98 245
Hið gamalgróna Bílanaust er orðið eitt af útrásarfyrirtækjum landsins.
Eru með vaxandi umsvif í Bretlandi og sem jafnan fyrr;
stærstir á varahlutamarkaðnum.
Ú T R Á S B Í L A N A U S T S
TEXTI: SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Fjárhæðir í milljónum króna
ÚR REKSTRI BÍLANAUSTS