Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 46

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 tæki í eigu þriðja ættliðarins, kannski fólks sem hefur aflað sér góðrar háskólamenntunar og hefur löngun til þess að starfa við eitthvað allt annað en sölu á iðnaðarvörum. Við erum því að koma inn í rekstur þarna ytra á besta tíma,“ segir Hermann. Nú á síðari hluta ársins hefur Bílanaust keypt þrjú fyrirtæki í Bretlandi. Þau verða öll rekin undir nafninu AT Toolcenter Ltd. og eru höf- uðstöðvarnar í Northampton, í Mið-Englandi. Kaupin á þessum þremur fyrirtækjum eru, að sögn Hermanns, aðeins upptaktur að öðru og meira. „Núna erum við komnir með ákveðnar grunneiningu ytra; það er vöruhús, dreifikerfi og verslanir sem við þurfum að nýta enn betur. Stefnum því að kaupum á tveimur til þremur fyrirtækjum til viðbótar sem eru í sambærilegum rekstri. Í raun eru þetta alveg sömu kringumstæður og þær sem leiddu til þess að við jukum umsvifin í rekstrinum hér heima; það er að nýta fjárfestingar betur. Reksturinn í Bret- landi styrkir okkur líka hér heima. Erum í krafti rekstrar okkar ytra að ná hagstæðari innkaupum en við höfum áður gert,“ segir Hermann sem kveðst ánægður með hvernig öll mál hafi þróast. Fjárfest fyrir 2,5 milljarða króna Á þessu ári verður velta Bílanausts 4,3 milljarðar króna, þar sem lætur nærri að hver þriggja sneiða í kökunni sé ámóta stór. Velta í dekkjageiranum verður um 1,5 milljarðar og sala á vörum og vara- hlutum í bíla, sem er best þekkti þáttur starfsemi Bílanausts, er viðlíka. Reksturinn í Bretlandi veltir 1,3 milljarði króna. „Bílanaust er gamaldags verslunarfyrirtæki með sterkan undirliggjandi rekstur og gott tekjustreymi. Í Bretlandi þykir ekkert sérstak- lega flott að reka fyrirtæki sem sérhæfa sig í iðnaðarvörum. Við viljum hins vegar gjarnan kaupa slík fyrirtæki og erum mjög kátir ef þau eru í 7 til 10% vexti á ári, svo fremi að hann sé arðbær. Við höfum ekkert endilega áhuga á fyr- irtækjum sem vaxa þetta 20 til 50% á ári.“ Stundum er sagt að sterk bein þurfi til þess að þola góða daga og að rekstur fyrirtækja sé vandasamari en ella sé vöxtur þeirra ör. Þannig velti Bílanaust 900 milljónum króna árið 2001 en nú er ársveltan komin nokkuð á fimmta milljarð. Markmið næstu þriggja ára er veltuaukning í sex til sjö milljarða króna og samkvæmt því er starfað. Alls nema fjárfestingar Bílanausts á þessu ári 2,5 milljörðum króna og þar eru undir eigið fé, lán og í þriðja lagi hefur fjár verið aflað með sölu eigna. Gott samstarfsfólk mikilvægt Í dag eru starfsmenn Bílanausts hér heima um 170 og rúmlega áttatíu í Bretlandi. Hermann Guðmunds- son segir að við þessar kringumstæður skipti öllu að stjórnandinn sjái heildarmyndina og kunni að útdeila verkefnum. „Ég sjálfur kemst ekki yfir nema ákveðin verkefni, öllu skiptir að velja sér gott sam- starfsfólk og gefa því ákveðið frjálsræði. Við höfum hér öfluga millistjórnendur sem síðan deila verk- efnum til deildarstjóra. Með svona verkaskiptingu gengur þetta upp,“ segir Hermann. Allir starfsmenn Bílanausts í Bretlandi, það er dótturfyrirtækisins AT Toolcenter Ltd., eru þar- lendir. „Við höfum mjög öflugan mann sem stýrir rekstrinum í Bretlandi og höfum gefið honum frjálsar hendur, samkvæmt þeirri stefnu sem við höfum mótað hér heima. Nokkurn tíma hefur tekið að fá Bretana til að ganga í sama takt og við Íslend- ingar, sem förum þrefalt hraðar í hlutina. Við tökum ákvörðun í dag, framkvæmum á morgun og krefj- umst árangurs þriðja daginn. Í Bretlandi eru menn ekki innstilltir á svona vinnubrögð og þar finn ég líka fyrir mikilli stéttaskiptingu. Þá múra viljum við brjóta niður og blása mönnum kapp í kinn svo hlutir gangi greiðar fyrir sig.“ Haldið á Höfðann Um mitt þetta ár flutti Bílanaust starfsemina í nýjar höfuðstöðvar við Bíldshöfða í Reykjavík, þar sem Hampiðjan var áður til húsa. Flutningarnir á Höfð- ann áttu sér alllangan aðdraganda. Matthías Helga- son og fjölskylda hans, stofnendur Bílanausts, seldu fyrirtækið árið 1999 en héldu húseigninni við Borgar- tún eftir og leigðu nýjum eigendum til fimm ára. „Snemma á árinu 2004 fórum við að skoða hús- næðismál og höfðum fyrst augastað á IKEA-húsinu við Holtagarða, þar sem skrifstofur Samskipa voru. En skömmu áður en samningar um það húsnæði voru undirritaðir bauðst okkur að kaupa Hampiðju- húsið og eftir nokkra skoðun slógum við til. Þetta hús er 10.000 fermetrar og að vera í svona rúmgóðu húsi hefur verið okkur algjör vítamínsprauta. Við sáum ýmsa kosti felast í því, ekki síst að borgin byggist í austur og hér erum við í námunda við mörg önnur fyrirtæki í bílgreininni. Staðsetning verslana okkar í Kópavogi, Hafnarfirði, á Akur- Á þessu ári verður velta Bílanausts 4,3 milljarðar króna. Dekkjasalan verður um 1,5 milljarðar, sala á vörum og varahlutum í bíla verður um 1,5 milljarðar. Reksturinn í Bretlandi veltir 1,3 milljarði króna. Ú T R Á S B Í L A N A U S T S „Hjólbarðar eru áhuga- verður markaður með um þriggja milljarða króna heildarveltu á ári. Nú höf- um við náð þarna um 40% hlutdeild á markaðnum.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.