Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 53

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 53 Lífshættir þeirra voru þotustíllinn, grímu- ball í Feneyjum einn daginn og ball í New York þann næsta, glæsiíbúð á Manhattan - sem Black hafði reyndar keypt af Hollinger á svo góðu verði að bandarísk yfirvöld gerðu 9 milljónir dala upptækar til að leiðrétta þau kaup þegar Black seldi hana nýlega, 11 her- bergja híbýli í Kensington sem hann hefur nú selt en þótti á sínum tíma einhver mesta glæsivistarvera borgarinnar. Eina húseignin sem hann á eftir er slot á Palm Beach á Flórída, metið á 36 milljónir dala, en hana reyna bandarísk yfirvöld nú að leggja hald sitt á. Um þá aðgerð hefur lögfræðingur Blacks sagt að þar með sé verið að gera Black ómögulegt að verja sig, hliðstætt því að Davíð væri sviptur slöngu- vaðnum í baráttunni við Golíat. Þegar Black stóð til boða að taka við breskum lávarðatitli 1999 voru góð ráð dýr. Jean Chretien, þáverandi forsætisráðherra Kanada, sem var af vinstrivængnum og þar með undir stöðugri gagnrýni Black-blað- anna, úttalaði sig harkalega - kanadískum þegnum er nefnilega bannað að taka við erlendum titlum af þessu tagi. Black fór í mál til að láta reyna á lögin, tapaði því 2001, lét þá kanadíska ríkisborgararéttinn róa og gerðist lávarðurinn af Coldharbour. Það fylgir titlinum að kenna sig við stað og Black valdi lestarstöð rétt hjá höfuðstöðvum Telegraph - sem væri sambærilegt því að ritstjóri DV hefði á sínum tíma orðið lávarð- urinn af Hlemmi. Black hefur skrifað þrjár bækur Black hefur einnig skrifað þrjár bækur, fyrst sjálfsævisöguna sem kom út 1993 þegar hann var 49 ára. Síðan hefur hann skrifað bók um kanadískan stjórnmálamann og svo 1200 blaðsíðna ævisögu Franklin D. Roose_ velts Bandaríkjaforseta, sem kom út 2003, þegar klögu- og kærumálin voru komin á fulla ferð. Black lét það þó ekki á sig fá, heldur kom ótrauður fram til að kynna bók- ina og árita í bókabúðum. Skipulegt þjófræði Það voru ekki ófáir sem sáu ástæðu til að kanna nánar stjórnar- hætti Blacks og félaga hans eftir að Tweedy Browne gerði athugasemdir við þá. Eftir að Hollinger hafði gert úttekt á greiðslum til Blacks, David Radlers, hins 63 ára fram- kvæmdastjóra Hollingers og nokkurra ann- arra stjórnenda kom fyrst í ljós að þeir höfðu fengið 32 milljónir sem metið var að væru án samþykktar. Black sagði greiðslurnar með öllu eðli- legar, tilkynnti að hann hætti sem forstjóri en héldi stjórnarformennskunni. Sú staða BLACK FYRIR DÓMSTÓLA Nú er Black aftur forsíðu- efni því saksóknari í Norð- ur-Illinois hefur lagt fram ákæru upp á 80 milljónir dala á hendur Blacks. L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.