Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 57
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 57
Vi› hábor›i›. Frummælendurnir Magnús Bergsson, Soffía Sigurgeirsdóttir frá
Netbankanum, Halldór Har›arson og fundarstjórinn Alda Sigur›ardóttir hjá Sjá
– vi›mótsprófunum.
þessu sambandi; þeir þurfa að endurspegla það
sem bankinn stendur fyrir,“ sagði Soffía Sigur-
geirsdóttir, markaðsstjóri Netbankans.
Þurfa ekki að hitta starfsfólk
Ímynd bankanna á Íslandi er mjög áþekk sam-
kvæmt mælingum. Hverjum aðila er því mikil-
vægt að skapa sér sérstöðu til að öðlast sess í
huga notenda. „Sérstaða okkar er að við erum
aðeins á Netinu. Þannig getum við haldið kostn-
aði í lágmarki og boðið viðskiptavinum okkar
góð kjör. Rannsóknir hafa líka sýnt að Íslend-
ingum finnst miklu skipta að geta sinnt sínum
bankaviðskiptum í tölvunni heima,“ segir Soffía
og bætir við að vefsetur Netbankans sé í sífelldri
þróun.
Samtöl við þjónustufulltrúa í spjallforriti á Net-
inu er nýjasta nýtt hjá Netbankanum og hefur sá
valkostur fengið góðar viðtökur notenda. Þetta
kemur heim og saman við niðurstöður könnunar
sem Gallup vann fyrir Netbankann; um 70% við-
skiptavina höfðu litla þörf fyrir að hitta starfsfólk
persónulega til að ræða fjármál sín og viðskipti.
En þetta gerist auðvitað ekki nema vefurinn taki
á móti fólki líkt og það sé sjálft mætt á staðinn.
Með því móti fer vefurinn að skapa tekjur og
jafnvel draga úr kostnaði, eins og víða hefur verið
raunin.
Áherslurnar skila sér
Þær áherslur sem við höfum mótað í okkar mark-
aðsstarfi eru greinilega að skila sér,“ segir Soffía
og bendir Netbankinn bjóði betri innlánsvexti
en hefðbundnar aðrar fjármálastofnanir, lægri
innlánsvexti og í flestu tilliti betri kjör en annars-
staðar bjóðast.
„Það sýnir sig best á því að 80% viðskiptavina
séu ánægð með Netbankann og litlu færri séu lík-
legir til að gefa okkur meðmæli sín. Sá markhópur
sem við höfum fer ört stækkandi. Hlutdeild þeirra
sem stunda bankaviðskipti sín á netinu eykst
með hverju árinu og þeim sem ekki eru tilbúnir
að skipta yfir í banka, sem einvörðungu er starf-
ræktur á Netinu, fer ört fækkandi.“
EVE Oneline er einvör›ungu á Netinu.
Magnús Bergsson framkvæmdastjóri CCP.
„Íslendingum
finnst miklu
skipta a› geta
sinnt sínum
bankavi›skiptum í
tölvunni heima.“
Fjór›ungur mi›a selst á Netinu. Halldór Har›arson sölustjóri Icelandair.
Soffía Sigurgeirsdóttir frá
Netbankanum,
V E F R Á Ð S T E F N A Í M A R K S