Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5
A
rnaldur Indriðason rithöfundur er
fyrirtæki sem aflar mikilla tekna
með skrifum sínum. Frjáls verslun
áætlar að heildartekjurnar af sölu
bóka Arnaldar sé um 1,4 milljarðar króna
miðað við að bækur hans hafi selst í 1,5 millj-
ónun eintaka víða um heim. Þetta er varlega
áætlað. Hjá Eddu, útgefanda Arnaldar, telja
menn að seld eintök af bókum eftir Arnald
séu að nálgast 2 milljónir.
Það er erfiðara að áætla hvað rithöfund-
urinn sjálfur er að fá í sinn vasa. Samningar
á milli útgefanda og rithöfunda eru trún-
aðarmál en venjan er að smásalinn
fái um 45 prósent, forlagið 50 pró-
sent og höfundurinn um fjórðung
af því sem forlagið fær.
Samkvæmt heimildum
Frjálsrar verslunar má því
vel ímynda sér að Arnaldur
fái á bilinu 5 til 15 prósent
af söluverði hverrar bókar
og eftir því sem honum
gengur betur hlýtur hlutfallið
að hækka. Samkvæmt okkar
útreikningum lætur nærri að
Arnaldur hafa fengið í kringum
125 milljónir í eigin vasa fyrir
bækur sínar.
Arnaldur er augljóslega orðinn
stórt fyrirtæki. Skrif hans skapa
vinnu fyrir forlög og prentsmiðjur
og því má heldur ekki gleyma
að ein af bókum Arnaldar,
Mýrin, bíður þess að
Frjáls verslun áætlar að bækur Arnaldar Indriðasonar hafi
selst fyrir um 1,4 milljarða króna. Ætla má að Arnaldur
sjálfur hafi fengið yfir 125 milljónir króna í eigin vasa fyrir
skrifin um lögreglumanninn Erlend.
ARNALDUR
ER STÓRT FYRIRTÆKI
Arnaldur Indriðason
rithöfundur. Söluverð-
mæti bóka hans nemur
um 1,4 milljörðum króna.
A R N A L D U R E R F Y R I R T Æ K I
TEXTI: JÓN KNÚTUR ÁSMUNDSSON