Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 59
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 59
verða kvikmynduð undir leikstjórn Baltasar
Kormáks. Slík framleiðsla gæti kostað á
bilinu 150 til 200 milljónir og skapað fjölda
manns vinnu. Heimildarmaður Frjálsrar
verslunar telur að Arnaldur fái þó í mesta
lagi 3 milljónir króna fyrir höfundarréttinn.
Vinsæll víða
Það eru ekki mörg ár síðan íslenskar glæpa-
sögur þóttu í besta falli ótrúverðugar og í
versta falli hallærislegar og það þarf vart að
taka fram að þær seldust illa. En í þessum
málum hefur orðið alger bylting og bækur
Arnaldar um lögreglumanninn Erlend hafa
einfaldlega verið langvinsælustu skáldsögur
á Íslandi undanfarin ár.
Sem dæmi um vinsældir Arnaldar hér
á landi þá seldist Kleifarvatn (árið 2004) í
nálægt 22 þúsund eintökum á Íslandi fyrir
síðustu jól og þá eru ekki talin þau eintök
sem seldust eftir að bókin kom út í kilju síð-
asta sumar. Þetta er Íslandsmet í bóksölu!
En vinsældir Arnaldar eru ekki bundnar
við Ísland. Útgáfuréttur bókanna hefur verið
seldur til um það bil þrjátíu landa með sölu-
heimildum til enn fleiri landa. Ekki hafa allar
bækur hans enn komið út í þeim löndum
sem keypt hafa útgáfuréttinn; fyrsta sagan
hefur einungis verið þýdd í ellefu löndum.
Og hvaða lönd hafa fallið fyrir Arnaldi?
Fyrir þremur árum vann hann Glerlykilinn,
Norrænu glæpasagnaverðlaunin, og í kjöl-
farið uppgötvuðu margir lesendur Arnald.
Bækur hans hafa selst vel í Noregi, Dan-
mörku og Svíþjóð. En hvergi hafa þær selst
eins og vel og í Þýskalandi en þar verma
verk hans metsölulistana í hvert sinn sem
þau koma út og er besti árangur á listanum
til þessa annað sætið sem þýðir að viðkom-
andi bók var næstmest selda bók í gjörvöllu
Þýskalandi þá vikuna.
Bækur Arnaldar ná einnig inn á metsölu-
lista annarra landa; ef einungis er litið til
þessa árs voru verk hans á metsölulistum í
Frakklandi, Hollandi, Noregi, Danmörku og
Svíþjóð, auk Þýskalands og Íslands.
Arnaldur er rétt að byrja
Það er augljóst að Eddumenn hafa tröllatrú
á Arnaldi og verk hans eru þau sem treyst
er á í jólavertíðinni - bækur Arnaldar skapa
miklar tekjur, mikil söluverðmæti. Páll Vals-
son hjá Eddu segir að Arnaldur sé rétt að
byrja. Nú þegar sé hann orðinn einn af sölu-
hæstu höfundum Íslands fyrr og síðar og ein-
ungis verk Halldórs Laxness hafa farið víðar
og í stærri upplögum.
„Arnaldur hefur slegið í gegn, um það er
engum blöðum að fletta,“ segir Páll kampa-
kátur en Eddumenn fengu enn eina ástæð-
una til að fagna þegar Arnaldur vann Gull-
rýtinginn um daginn, verðlaun sem Samtök
breskra glæpasagnahöfunda veita.
Að sögn Páls eru þetta virtustu glæpa-
sagnaverðlaun heimsins og þó það séu for-
dæmi fyrir því að þýdd verk fái þessi verð-
laun heyrir það til undantekninga. Stundum
er sagt að rithöfundar séu fyrst búnir að
„meika það“ þegar bækur þeirra fást í bóka-
verslunum á flugvöllum. Það er skemmst
frá því að segja að bækur Arnaldar eru nú
þegar á áberandi stöðum á flugvöllum víða
um heim.
Bragð mánaðarins?
En hvað skýrir vinsældir Arnaldar? Af hverju
er sakamálarithöfundur frá hinu litla Íslandi
orðinn „bragð mánaðarins“ í glæpasagna-
heiminum?
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræð-
ingur og yfirlýstur aðdáandi Arnaldar segir
enga formúlu vera til sem geti útskýrt
vinsældirnar. „Það er erfitt að segja til
um hvað gerir bók vinsæla,“ segir hún.
„Það er ákveðinn tónn í þessum norrænu
sakamálasögum sem virðist falla í góðan
jarðveg hjá lesendum víðs vegar um heim-
inn sem er þessi samfélagslega skírskotun
í bland við myrkrið sem fólk tengir við
norðrið. Þessi blanda hittir einfaldlega í
mark.“
Hjálpar honum að vera frá Íslandi
„Það hjálpaði honum ekki fyrir nokkrum
árum en í dag held ég það sé enginn vafi að
það hjálpar honum að vera Íslendingur. Frá
árinu 2000 hefur Ísland verið í tísku ef svo
má segja,“ segir Úlfhildur en því er ekki að
neita að íslenskar menningarafurðir hafa á
síðustu árum vakið mikla athygli og notið
vinsælda erlendis, nægir að nefna hljóm-
sveitina Sigur Rós og söngkonuna Björk
sem dæmi.
ER STÓRT FYRIRTÆKI
Samkvæmt okkar áætlun-
um lætur nærri að Arnaldur
hafa fengið í kringum 125
milljónir í eigin vasa fyrir
bækur sínar.
A R N A L D U R E R F Y R I R T Æ K I
Hver er heildarveltan?
Land Verð bókar (ísl. kr) Fjöldi seldra bóka Velta
Þýskaland (kiljur) 600 (Amazon.de) 1.000.000 600 milljónir kr.
Ísland (kiljur) 1800 75.000 135 milljónir kr.
Ísland (innbundnar) 4000 75.000 300 milljónir kr.
Önnur lönd 1000 350 000 350 milljónir kr.
(m.a. Bretland og
1.385 milljónir kr.Norðurlöndin. Kiljur)
* Þessar upphæðir eru fengnar frá fólki sem starfar innan bókageirans. Þær eru ekki nákvæmar en eru ágætis viðmið.
Hvað fær Arnaldur í eigin vasa?
Land Hluti höfundar af hverri bók (ísl. kr.)* Í vasa Arnaldar
Þýskaland 40 kr. 40 milljónir kr.
Ísland (kiljur) 200 kr. 15 milljónir kr.
Ísland (innbundnar) 600 kr. 45 milljónir kr.
Önnur lönd (m.a. Bretland og Norðurlöndin) 70 kr. 25 milljónir kr.