Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 Rafnar. Eiginkona hans er Lilja Dóra Halldórsdóttir aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og eiga þau tvö börn, Steinunni sem er 15 ára og Jónas Rafnar sem er 8 ára. Með ákveðnar skoð- anir Eins og fyrr segir vakti ræða Jónasar Fr. á ársfundi Fjármálaeftirlits- ins nú á dögunum mikla athygli í fjármálaheiminum en þar sagði hann m.a.: „Það verður að segjast að nokkur misbrestur hefur verið á að fjármálafyrir- tækin hafi sinnt upplýsinga- gjöf til Fjármálaeftirlitsins á fullnægjandi hátt. Einnig virðist vera einhver túlkunarágreiningur um það hversu víðtækar heimildir fjármálafyrirtækin hafa til slíkrar hliðar- eða tímabundinnar starf- semi og eru nokkur tilvik nú til skoðunar af hálfu eftirlitsins. Á næstu mánuðum mun Fjár- málaeftirlitið leggja áherslu á að bæta fram- kvæmd þessa, afgreiða ágreiningsmál og hugs- anlega endurskoða tilmæli sín og vænti ég góðs samstarfs við fjármálafyrirtækin í þessu efni.“ Fyrir skömmu kom upp ágreiningur um rétt Fjármálaeftirlitsins til að leggja dagsektir á ein- staklinga sem ekki veita eftirlitinu tilteknar upp- lýsingar. Ákvæði laganna þykja óljós. Á meðan Jónas starfaði hjá EFTA gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í því að innleiða tilskipanir sem samþykktar höfðu verið á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðtali við Morgunblaðið 21. nóvember 2001 sagði hann að frammistaða Íslands á þessu sviði hefði ekki verið nógu góð en bætti við að stjórnvöld hefðu þó gert sér grein fyrir nauðsyn þess að bæta stöðuna. „Það skiptir máli að lögleiða reglur á réttum tíma. Ef það er ekki gert er ekki hægt að tala um einsleitt efnahagssvæði með sömu reglur fyrir alla. Það þýðir að markaðurinn er í raun og veru ófullkominn og skilar ekki því sem hann á að skila. Þetta veldur líka hindrunum fyrir einstaklinga og lögaðila. Þeir geta ekki nýtt þau tækifæri sem innri markaðurinn býður upp á. Þess vegna leggja bæði EFTA og ESB mikla áherslu á að innleiðing reglna gangi hratt fyrir sig.“ Hann sagði að það vekti sérstaka athygli hvað Ísland stæði sig illa í að innleiða reglur á sviði umhverfis- og félagsmála. „Hamhleypa til vinnu“ Birgir Ármannsson þingmaður er æskuvinur Jónasar og ber honum vel söguna. „Ég er búinn að þekkja Jónas lengi og vann með honum í nokkur ár. Að mínu mati er Jónas afskaplega traustur og góður drengur, hann er skiplagður, agaður og hamhleypa til vinnu og gerir miklar kröfur til sjálfs sín og þeirra sem hann vinnur með. Jónas er fljótur að átta sig á aðalatriðum og setur sér skýr mark- mið sem hann vinnur eftir og ann sér eiginlega ekki hvíldar fyrr en hann hefur náð þeim.“ Að sögn Birgis getur Jónas verið fastur fyrir og það þarf sterk rök til að telja honum hughvarf ef hann hefur sannfæringu fyrir einhverju. „Það er ekkert auðvelt að róta í honum en eins og allir skynsamir menn þá kann hann að taka rökum þegar þannig ber undir.“ Birgir segist hafa þekkt Jónas síðan þeir voru börn og að hann hafi alltaf verið ráðhollur og ræktarsamur. „Hann er skemmtilegur félagi og mér þykir gaman að hafa hann í kringum mig á góðri stundu. Jónas er líka mikill keppnismaður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur hvort sem það tengist vinnu eða til þess að fara út að skokka til að ná af sér einhverjum aukakílóum eins og hann tók upp á að gera fyrir nokkrum árum. Hann gerir allt af alvöru.“ Gunnar Þór Pétursson, lögmaður hjá Acta- vis sem kynntist Jónasi Fr. úti í Brussel, hefur svipaða sögu af honum að segja. „Það er afskap- lega gott að vinna með Jónasi, hann hefur skýr markmið og vinnur skipulega að þeim. Hann er ósérhlífinn en gerir um leið miklar kröfur til þeirra sem vinna með honum án þess þó að vera óréttlátur. Hann hefur án efa haft gott af náminu í stjórnun sem hann bætti við sig eftir laganaámið.“ Að sögn Gunnars er Jónas óhræddur við að segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar. „Hann hefur án efa einhvern pólitískan metnað en hefur gott lag á að hafa stjórn á þeim. Jónas hefur sterka réttlætiskennd og er óhræddur við að setja undir sig hausinn og koma málum í höfn svo lengi sem hann veit að þau eru bæði réttlát og lögleg.“ Gunnar Þór Pétursson lögmaður segir að Jónas hafi án efa einhvern pólitískan metnað en hafi gott lag á að hafa stjórn á þeim. „Jónas hefur sterka réttlætiskennd og er óhræddur við að setja und- ir sig hausinn og koma málum í höfn.“ N Æ R M Y N D - J Ó N A S F R I Ð R I K J Ó N S S O N Jónas er mikill keppnismaður og spilar fótbolta með félögum sínum í hádeginu tvisvar í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.