Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 72

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 72
JÓLIN KOMA KYNNING Stemmningin er notaleg í Bakarameistaranum á Smáratorgi, nýjasta bakaríi og kaffihúsi fyrirtækisins. Hönnun húsnæðis-ins er falleg, innréttingar vandaðar og veggir, loft og húsbún- aður í litum sem fengnir eru úr vöru- merki Bakarameistarans, okkurgulir og rauðir og dökkbrúnn viður á milli. Menn koma langt að til að njóta veitinganna og þeir sem leið eiga hjá standast ekki freistinguna heldur bregða sér inn til að gæða sér á alls konar hollustu og eðal- brauðum í bland við gómsætar kökur, kaffi og ýmsa aðra hressingu. Vigfús Hjartarson, framkvæmda- stjóri Bakarameistarans, segir að við hönnun Smáratorgs hafi þýski arki- tektinn Edgard Hauser, sem er þekktur fyrir verk sín í Þýskalandi, unnið að því að uppfylla þær óskir sem Bakarameistarinn vildi ná fram við hönnun og uppbyggingu Smáratorgs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bakarameistarinn leitar til þýskra hönnuða og hafa þarlendir hannað öll fimm bakarí og kaffistaði fyrirtækisins; í Suðurveri, Mjódd, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni og nú síðast á Smáratorgi. Nú sem fyrr hefur tekist vel til og það svo, að hróður fyrirtækisins berst víða um lönd og hafa greinar verið birtar um Bak- arameistarann í fagtímaritum víða um heim, svo sem í Þýskalandi, á Norðurlöndum og allt til Ástralíu. Veglegur kaffibar Bakarí Bakarameistarans eru ekki síður kaffihús en bakarí, enda sest fólk þar niður og nýtur þess að fá sér hollan skyndibita, heita rétti og súpur og eitthvað gómsætt með upp- áhaldskaffinu á eftir. Á Smáratorgi er kaff- ibarnum gert hátt undir höfði og segir Vigfús það bráðnauðsynlegt, enda leggi fólk meira upp úr gæðakaffi en áður og sé ekki síður vandlátt á kaffið sitt en rauðvínið. Nú er bryddað upp á ýmsum nýjungum í Bakarameistaranum. Til dæmis er breiðtjaldsskjár þar á vegg svo fólk getur jafnvel fylgst með boltanum í sjónvarpinu meðan það fær sér hressingu. „Auk þess er ætlunin að kynna á skjánum framleiðslu Bakarameistarans og hvernig við vinnum vöruna,“ segir Vigfús. Bakarameistarinn nálgast nú þrítugsaldurinn. Sigþór Sigurjónsson stofnaði fyrirtækið árið 1977 ásamt konu sinni, Sigrúnu Stefánsdóttur. Bakarameistarinn er hefðbundið fjöl- skyldufyrirtæki. Sigþór og Vigfús, sem er jafnframt tengdasonur hans, ásamt elstu dótturinni Sigurbjörgu, sjá um allan daglegan rekstur fyrirtækisins. Starfsmenn eru 140 talsins. Opnun- artími Bakarameistarans á Smáratorgi fylgir opnunartíma stórverslananna í kring á föstudögum og laugardögum en þar er þó opnað klukkan sjö á morgnana. Í jólamánuðinum verður opið lengur en endranær og í takt við verslanirnar á torginu. Í öllum verslunum Bakarameistarans kaupir fólk sér nú sem fyrr hinar þekktu handgerðu jólasmá- kökur, þýsku stollenbrauðin og ensku jólakökurnar sem færa jólailminn inn á heimili viðskiptavinanna. Það ríkir þægileg kaffihúsastemmning í Bakarameistar- anum á Smáratorgi. Vigfús Hjartarson í bráðhuggu- l egu bakaríi og kaffihúsi Bakarameistarans á Smáratorgi. Kaffihúsastemmning í Bakarameistaranum á Smáratorgi 72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 Suðurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi Bragðgóðar jóla- og áramótagjafir fyrir einstaklinga og fyrirtæki M IX A • fí t • 5 1 0 0 4 Glæsilegar gjafakörfur Konfekt, tertur og kökur Pantanir í síma 533 3000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.