Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 82

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 JÓLIN KOMA KYNNING Hljóðdeyfing eða hljóðdreifing er bráðnauðsynleg í mörgum fundarherbergjum. Sama á við um stór, opin vinnurými þar sem margir þurfa að tala samtímis í síma, einbeita sér að úrvinnslu verkefna eða jafnvel skiptast á skoðunum. Ekki er úr vegi að kanna hvort bæta megi aðstöðuna með því að setja upp hljóðdeyfiplötur annaðhvort frá sænska fyrirtækinu Offecct eða finnska fyrirtækinu ShowroomFinland. Hér á landi er það Epal í Skeifunni 6 sem býður upp á þessar lausnir. Frá Woodnotes í Finnlandi koma einnig umhverfis- væn teppi eða mottur sem fara vel á heimili eða skrifstofu auk gólfsessa, hnalla og blaðagrinda. Efniviðurinn í mottum og áklæðum er sérunnið og sérstaklega meðhöndlað pappírsgarn. Offecct í Svíþjóð hefur starfað í hálfan annan áratug og framleiðir m.a. hljóðdeyfiplötur sem bera heitið Soundwave og eru hönnun Finn- ans Teppo Asikainen. Soundwave-plöturnar eru úr polyestertrefjum og fást í nokkrum litum og með mismunandi útliti. Í Epal eru til á lager Swell- og Luna-plötur, steingráar, ljós- gráar og gráhvítar, að sögn Eyjólfs Pálssonar framkvæmdastjóra. Ummál platnanna er 585 x 585 x 80 mm og eru þær festar á vegg eða loft með frönskum rennilás svo auðvelt er að koma þeim fyrir og taka þær niður aftur gerist þess þörf. Þá framleiðir finnska fyrirtækið ShowroomFinland hljóðdeyfi- plötur úr næfurþunnum birkispæni sem festur er á viðarramma. Plöturnar kallast Ply Wall Element og Ply Acoustic Element. Þær eru 595x595 mm að flatarmáli og fást í mismunandi útfærslum og eru jafnauðveldar í uppsetningu og Soundwave-plöturnar. Hönnuður- inn er Finninn Jouko Kärkkäinen. Umhverfisvæn gólfteppi og mottur Þegar búið er að ráða niðurlögum óþægilegra umhverfishljóða á skrifstofunni, já eða heima í stofu, er rétt að hugleiða hvort umhverfisvænar mottur gætu ekki gert okkur lífið enn þægilegra. Finnska fyrirtækið Woodnotes framleiðir umhverfisvænar vörur úr svokölluðu pappírsgarni, m.a. gólfteppi og -mottur í náttúrulegum litum, hönnun Ritva Puotila og hafa verk hennar vakið svo mikla athygli að þau eru til sýnis á Museum of Modern Art í New York. Auk þess hafa þau hlotið fjölmörg hönnunarverðlaun og viðurkenningar á borð við þýsku red dot verð- launin og Good Design Award í Japan. Frá Wood- notes koma borðrenningar, töskur, snyrtibuddur, púðar, blaðagrindur, hnallar og gólfsessur. Þessi náttúruvæna vara nýtur mikilli vinsælda meðal þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til að viðhalda hreinni og ósnortinni náttúru og hafa sem mest af náttúrulegum efnum í kringum sig. Hér er því komin jólagjöf náttúruunnandans. Hljóðdeyfiplötur og umhverfisvæn teppi í Epal Hljóðdeyfiplötur á veggi bæta aðstöðuna og auðvelda samskipti. Eyjólfur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Epal, heldur hér á Swell- hljóðdeyfiplötu. Woodnotes-teppi, hnallur og pokar undir blöð eða smádót, allt úr umhverfisvænu pappírsgarni. BestLite er fram leiddur af danska hönnunar- fyrirtækinu GUBI. (www.bestlite.dk) Þótt hann sé nú orðinn 75 ára gamall þykir hann dæmi um frábæra hönnun sem setur stíllegt yfirbragð á umhverfi sitt. Hann er til í nokkrum útgáfum; sem borðlampi, vegglampi og gólflampi. Hér á landi er hann seldur í Epal. Skeifunni 6 • Sími 568 7733 • Fax 568 7744 • www.epal.is • epal@epal.is BestLite-lampinn komst í tölu þjóðar ger sema Breta í seinni heimsstyrjöldinni, enda stóð hann þá á skrifborði Winston Churchills í loft varnarbirginu undir White hall. Einn af þekkt ustu hönnuðum Breta á 20. öld, Robert Dudley Best, hannaði BestLite árið 1930. Lampinn er talinn fyrsta verk sem hannað var í anda Bauhaus-stefnunnar í Bretlandi en Robert Dudley Best stundaði nám í iðnhönn- un á Düsseldorf og París og var í nánu sam- bandi við Walter Grophius og þá sem tengdust Bauhaus-skólanum í Weimar og Berlin. Lamp- inn er til sýnis í Design Museum í London. BE ST A JÓ LA G JÖ FI N ! EPAL.lampi.indd 1 25.11.2005 13:21:43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.