Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 88

Frjáls verslun - 01.10.2005, Síða 88
JÓLIN KOMA KYNNING Mikill áhugi hefur verið á listaverkum eftir íslenska sam-tímalistamenn að undanförnu,“ segir Hrönn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Gallerí Listar í Skipholti 50d. „Almenn- ingur virðist mjög vel meðvitaður um gildi þess að prýða heimili sín með ekta listmunum, en úrval listmuna er mjög mikið í Gallerí List og á það jafnt við um myndlist og aðra listmuni.“ Gallerí List er elsta starfandi gallerí á Íslandi en það var stofnað árið 1987. Núverandi eigendur tóku við rekstri þess fyrir tveimur árum. Galleríið er í björtu og rúmgóðu húsnæði þar sem listaverkin njóta sín frábærlega vel og um leið er auðvelt að virða þau fyrir sér og velja það sem hugurinn girnist. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að sinna Íslendingum og íslenskum heimilum, að sögn Hrannar, og fólk kemur gjarnan í Gallerí List til þess að velja þar brúðar- eða afmælisgjafir. Þjóna sem breiðustum hópi Að jafnaði eru verk eftir 80 til 100 listamenn í Gallerí List. Þess vegna er galleríið vinsæll viðkomu- staður þeirra sem eru í gjafaleit, hvort sem um er að ræða stórar eða smáar gjafir, enda er lögð áhersla á að þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina og að vera með verk í öllum verðflokkum. Einnig virðast viðskiptavinir kunna vel að meta það að auðvelt er að skipta verkum ef þau falla ekki að smekk þess sem gjöfin er ætluð, en hún er ævinlega merkt með gjafadegi og síðan er hægt að skipta henni innan ákveðins tíma þaðan í frá. Engar kvaðir eru varðandi skiptin svo skipta má skál í mynd og mynd í skál, sé þess óskað. Gallerí List heldur sig að mestu leyti við hin hefð- bundnu listform, þ.e. grafík, þrykk, vatnslitamyndir og málverk ásamt munum úr postulíni, leir og gleri. Mikil áhersla er lögð á góða þjónustu og fallega innpökkun sem hæfir viðkomandi verki. Margir velja einnig að kaupa gjafakort fremur en að velja sjálfir ákveðna gjöf og getur fólk þá komið í galleríið og valið sjálft. Hrönn segir að fólk sé farið að hugsa á annan hátt en áður var um híbýli sín. Íslendingar séu duglegir að stækka við sig húsnæði. Því fylgi að víða séu stórir og bjartir fletir sem kalli hreinlega á stór málverk og menn velji gjarnan þá leið að kaupa fáa en vandaða hluti og leggi meira upp úr samræmi og stíl en oft hefur verið. Fallegt lista- verk á vegg sé á við marga smærri hluti. Einnig segir hún að litaval hafi breyst og fólk sé nú aftur farið að velja sterka liti og form og kaupi myndir og muni sem setja afgerandi svip á heimilið. Í Gallerí List er vissulega einfalt að velja það sem hæfir hverju heimili. Verk eftir hátt í hundrað listamenn á boðstólum í Gallerí List Listaverk eru prýði hvers heimilis Karólína Lárusdóttir er ein af listamönnunum sem eru með verk í Gallerí List. 88 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 Það er bæði vítt til veggja og bjart og yfir- bragðið einstaklega fallegt í Gallerí List .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.