Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 103

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 103
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 103 Viðar Þorkelsson, fjármálastjóri Dagsbrúnar-samstæðunnar (Og Vodafone og 365 miðla), segist hafa spilað fótbolta frá því hann var gutti. Hann var um tíu ára gamall þegar hann byrjaði að æfa með Fram. „Það hefði legið bein- ast við að æfa með Þrótti miðað við hvar ég bjó en vinir mínir æfðu með Fram.“ Viðar fór að æfa með meist- araflokki árið 1981. Hann var í íslenska landsliðinu í fótbolta á árunum 1985-1989 og spilaði 26 landsleiki. Í dag æfir hann með tveimur liðum. Annars vegar er það „old boys“ hjá Fram sem keppir í lávarðadeildinni. Hins vegar æfir hann með liðinu „Fussball“ og í því liði eru núverandi og fyrrver- andi vinnufélagar. „Það sem heillar mig við fótbolta er keppnin. Ég er mik- ill keppnismaður. Nú skiptir þó félagsskapurinn meira máli.“ En hvað er fótbolti í augum Viðars? „Fótbolti er fyrst og fremst leikur sem á að hafa gaman af. Hluti af því er keppni. Í fótbolta felst heilmikil „strategía“ og fótbolti er í raun listgrein að mörgu leyti. Það eru til listamenn í fótbolta. Fótbolti reynir á margt, svo sem hópvinnu sem er fínn undirbúningur fyrir atvinnulífið.“ Svo mörg voru þau orð: „Íslenski tryggingamarkaðurinn er takmarkaður og nokkurn veginn mettaður markaður enda Íslendingar ekki nema tæp 300 þúsund. Til þess að stækka þurfum við að fara í útrás.“ Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS. Viðskiptablað Morgunblaðsins, 3. 11.. „iSEC er hlutabréfamarkaður fyrir framsækin fyrirtæki, frumkvöðla- fyrirtæki í örum vexti og er leið þeirra á hlutabréfamarkað sem ekki er háður jafnströngum skilyrðum eins og á aðalmarkaði en veitir með skipulögðum hætti upplýsingar um reksturinn.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Viðskiptablað Morgunblaðsins, 27. október. „Ég vil vera í verkefnum sem ég hef brennandi áhuga á. Sérstaklega ef ég sé tækifæri til að breyta einhverju til betri vegar og þarf að fara ótroðnar slóðir. En þetta reynir auðvitað á fólkið í kringum mann en ég hef verið mjög heppinn.“ Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Markaðurinn, 26. 10.. Sælkeri mánaðarins: DRUKKINN LAX Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, fékk uppskriftina hjá systur sinni í sumar en um er að ræða forrétt. Hún marinerar laxana sem hún veiddi sjálf og hefur boðið upp á réttinn í mat- arboðum. Hún segir að laxinn veki lukku; líka á meðal þeirra sem drekka ekki vín. Hún tekur fram að gestum sínum hafi þótt jafngott og jafnvel betra að borða laxinn með góðri soya-sósu, wasabi og engifer og sleppa sósunni sem fylgir upphaflegu uppskriftinni. Uppskriftin er fyrir 6-8. 600 g beinlaust og ósoðið laxa- flak. Skafið roðið vel og þerrið það. Mikilvægt er að plokka beinin úr flakinu. 1/2 bolli olía (ekki græn) 1/4 bolli gin 1/4 bolli sykur 2 msk. fínt salt 2 msk. Martini (dry) 2 msk. Pernod 1 msk. sítrónupipar nokkrir dropar af Tabasco-sósu, Teryaki-sósu og soya-sósu. Hellið þessu öllu í skál og hrærið saman. Setjið laxinn á fat, hellið blöndunni yfir og setjið filmu yfir. Látið bíða í kæliskáp í a.m.k. tvo sólarhringa. Ausið blöndunni öðru hverju yfir flakið. Takið laxinn úr leginum u.þ.b. 6-12 tímum áður en það á að borða hann og látið leka vel af. Pakkið honum inn í álpappír og frystið. Takið laxinn úr frystinum um einni klst. áður en þið berið hann fram og skerið í þunnar sneiðar. Sósa 2 dósir melónujógúrt 2 msk. sætt sinnep 2 msk. majones 1/2 laukur smátt skorinn (fínt að nota rifjárn) sellerí eftir smekk smátt skorið (a.m.k. einn stöngul, jafnvel tvo) Sósan verður enn betri ef hún er útbúin nokkrum klst. áður en rétt- arins er neytt. Hildur Árnadóttir, fjármálastjóri Bakkavarar, er sælkeri mánaðarins. „Í fótbolta felst heilmikil „strategía“ og fótbolti er í raun listgrein að mörgu leyti.“ Fótbolti: REYNIR Á LIÐSHEILDINA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.