Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 106

Frjáls verslun - 01.10.2005, Page 106
106 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 FÓLK Þórdís J. Sigurðardóttir er forstöðu-maður norrænna fjárfestinga hjá Baugi Group og nýkjörinn stjórnarformaður Dagsbrúnar hf., sem er móðurfélag OG fjar- skipta og 365 miðla. „Í starfi mínu hjá Baugi felst stór hluti þess að vera í stjórnun félaga sem Baugur á í og fylgja eftir aðkomu okkar að fyrirtækjunum. Þau félög sem ég á sæti í stjórn eru Hagar, Merlin, Mosaic Fashion og Dagsbrún, sem er nýtilkomið. Mjög spenn- andi tímar eru fram undan hjá Dagsbrún og mikið að gerast í fyrirtækjunum, eins og sjálfsagt flestir hafa tekið eftir. Ég er ekki starfandi stjórnarformaður í Dagsbrún en er í nánu sambandi við stjórnendur við að móta stefnuna í framtíðinni og fylgist vel með því sem er að gerast, eins og ég geri reyndar í öllum þeim félögum þar sem ég sit í stjórn. Dagsbrún hefur nokkra sérstöðu, en þar er verið að skoða útrás á mörgum víg- stöðvum, ekki síst í fjölmiðlageiranum þar sem 365 miðlar hafa verið í forystu um nýjungar og framfarir. Mikil gróska er í starf- inu sem sést meðal annars á stofnun nýju sjónvarpsstöðvarinnar NFS. Ég hafði unnið að rágjafastörfum fyrir OG fjarskipti og 365 miðla og þekkti vel til mála þegar ég tók sæti stjórnarformanns Dagsbrúnar. Þá má nefna að nýverið keyptum við Saga-film, sem er fyr- irtæki sem einnig býður upp á mikla mögu- leika í útrás, sérstaklega með sameiningunni við Storm, en við það varð til öflugt félag í kvikmyndaframleiðslu og auglýsingagerð, sem er vel í stakk búið til að takast á við stór erlend verkefni. Hvað varðar stjórnarsetu mína í Merlin í Danmörku þá er það dálítið öðru vísi heldur en Dagsbrún, sem er rekið er með góðum hagnaði. Merlin var rekið með miklu tapi. Þar þarf að snúa rekstrinum við og endur- skipuleggja og markaðssetja upp á nýtt og er það verk þegar hafið. Félagið hafði verið rekið af miklu áhugaleysi fyrri eiganda og var einstök tilfinning að finna fyrir þeim mikla velvilja sem við fengum frá starfs- mönnum. Greinilegt var að þeir voru orðnir þreyttir á áhugaleysinu og fögnuðu nýjum eigendum sem höfðu raunverulegan áhuga á því að breyta vörn í sókn. Þessi mismun- andi staða félaganna þar sem ég sit í stjórn og víðtækt svið þeirra gerir starf mitt mjög fjölbreytt.“ Þórdís ólst upp í Stykkishólmi. Eftir nám hér heima, þar sem hún lauk M.A. prófi í félagsfræði og B.A. prófi í stjórnmálafræðum, lá leið hennar til Belgíu þar sem hún lauk MBA-prófi í Vlerick árið 2001. Áður en Þór- dís hóf störf hjá Baugi var hún framkvæmda- stjóri MBA-náms við Háskólann í Reykjavík og þar áður starfsmannastjóri hjá EJS. Þórdís er mikil fjölskyldumanneskja: „Eiginmaður minn er Kristján Vigfússon, sem er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og auk þess í MBA-námi. Við eigum þrjú börn sem eru á aldrinum 7 til 19 ára. Fjölskyldan reynir að vera mikið saman og sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar er skíði. Það er erfitt að finna eitt áhugamál fyrir alla þegar börnin eru á mismunandi aldri, en það hefur tekist með skíðin og við reynum að fara í eina skíðaferð á ári og ætlum í vetur til Selva á Ítalíu. Við eigum sumarbústað við Geysi í Haukadal og þar eigum við margar af okkar bestu stundum. Þar er verið að skipuleggja golfvöll, þannig að ég sé alveg fyrir mér að fjölskyldan muni sameinast í golfinu í fram- tíðinni og eru einstaka fjölskyldumeðlimir þegar byrjaðir. Við bjuggum erlendis í fjögur ár og höfum gaman af að ferðast, sérstak- lega börnin. Sjálf er ég er mikið á ferðinni í mínu starfi, en yfirleitt eru þetta mjög stuttar ferðir, sem gerir það bærilegra að vera burtu frá fjölskyldunni.“ forstöðumaður norrænna fjárfestinga hjá Baugi Group Þórdís J. Sigurðardóttir Þórdís J. Sigurðar- dóttir. „Víðtækt svið félaga þar sem ég sit í stjórn gerir starf mitt mjög fjölbreytt.“ Nafn: Þórdís J. Sigurðardóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 2. 2. 1968 Foreldrar: Sigurður A. Hreiðarsson og Gréta Sigurðardóttir. Maki: Kristján Vigfússon. Börn: Jökull, 19 ára, Svanhildur, 11 ára, Vigdís, 7 ára. Menntun: M.A. próf í félagsfræði, B.A. próf í stjórnmálafræðum, MBA próf frá Vleric í Belgíu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.