Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Kornið er bakarí sem fylgir kjörorðinu: „Handverk í hávegum“. Kornið er þó ekki aðeins bakarí því skömmu fyrir
jól var opnaður veislusalur í
tengslum við bakaríið í Borg-
artúni 29. Salinn má leigja
undir veislur, ráðstefnur og
fundi og rúmar hann milli 60
og 70 manns í sæti en mun
fleiri í veislum þar sem fólk
nýtur veitinganna standandi.
Hjá Korninu er heldur ekki
bara bakað brauð og kökur heldur er þar
rekin fullkomin veisluþjónusta sem sinnir
bæði veislusalnum í Borgartúni auk þess
sem hægt er að panta veitingar fyrir veislur
í heimahúsum.
Kornið var upphaflega stofnað árið 1981
að Hjallabrekku í Kópavogi af hjónunum
Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Jóni Þorkeli
Rögnvaldssyni bakarameistara. Fyrir sex
árum keyptu Dagmar Björg Jóhannesdóttir
og Rögnvaldur Þorkelsson bakari Kornið af
foreldrum Rögnvalds og hafa
rekið það síðan. Kornið er
með bakarí að Hjallabrekku,
í Lækjargötu og á Hrísateig
auk Borgartúnsins og á
næstu dögum verður opnað
nýtt bakarí í Hafnarfirði.
Veislusalur Kornsins er í
Borgartúni Dagmar Björg segir að í Borg-
artúninu hafi fyrst og fremst verið ætlunin
að vera með bakarí en þar sem fyrirtækið
átti sal til hliðar við það hefði verið ákveðið
að innrétta hann sem veislusal. Salinn má
leigja þótt bakaríið sé opið, enda er sérinn-
gangur í salinn og loka má á milli hans og
bakarísins. „Við erum með fullkomna veislu-
þjónustu og erum með vínveitingaleyfi. Við
bjóðum upp á heitan og kaldan mat, snittur
eða kaffibrauð svo hér er hægt að hafa
veislur eins og hver vill.“
Í bakaríinu eru seldir heitir réttir í hádeg-
inu, auk smurbrauðs og sætmetis, og er þá
opið inn í salinn svo að gestir bakarísins
geta setið þar að snæðingi og fylgst með
fréttum því tveir flatskjár eru á veggjum sal-
arins. Auk skjánna er þarna sýningartjald
og fleira sem tengist fundarhöldum.
Á virkum dögum er opið til klukkan 18 í
Korninu í Borgartúni og þá er eins og áður
segir, hægt að fá heitan mat í hádegi. Á laug-
ardögum og sunnudögum er bakaríið opið
til kl. 17 og þá er súpa og smurt brauð á
matseðlinum í hádeginu. Á góðviðrisdögum
á sumrin geta menn fengið sér hressingu úti
undir vegg í Korninu og notið þannig sólar-
innar þegar hún skín.
KORNIÐ:
Nýr veislusalur Kornsins í Borgartúni
Kornið er rekið á
fjórum stöðum og
senn bætist fimmti
staðurinn við í
Hafnarfirði.
Salurinn rúmar milli 60-70 manns í sæti. Hér geta menn fylgst með fréttum í hádeginu á meðan þeir snæða hádegisverðinn.
KYNNING
Lækjargata 4
Borgartún 29
Hrísateigur 47
Hjallabrekka 2
Kjarnarvellir 15
Verið
velkomin
Minnum
einnig á aðra
tilboðsdaga
Opið
alla virka daga frá 7–18
laugardaga 8–17
og sunnudaga 9–17