Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 104

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR KYNNING Kornið er bakarí sem fylgir kjörorðinu: „Handverk í hávegum“. Kornið er þó ekki aðeins bakarí því skömmu fyrir jól var opnaður veislusalur í tengslum við bakaríið í Borg- artúni 29. Salinn má leigja undir veislur, ráðstefnur og fundi og rúmar hann milli 60 og 70 manns í sæti en mun fleiri í veislum þar sem fólk nýtur veitinganna standandi. Hjá Korninu er heldur ekki bara bakað brauð og kökur heldur er þar rekin fullkomin veisluþjónusta sem sinnir bæði veislusalnum í Borgartúni auk þess sem hægt er að panta veitingar fyrir veislur í heimahúsum. Kornið var upphaflega stofnað árið 1981 að Hjallabrekku í Kópavogi af hjónunum Ragnheiði Brynjólfsdóttur og Jóni Þorkeli Rögnvaldssyni bakarameistara. Fyrir sex árum keyptu Dagmar Björg Jóhannesdóttir og Rögnvaldur Þorkelsson bakari Kornið af foreldrum Rögnvalds og hafa rekið það síðan. Kornið er með bakarí að Hjallabrekku, í Lækjargötu og á Hrísateig auk Borgartúnsins og á næstu dögum verður opnað nýtt bakarí í Hafnarfirði. Veislusalur Kornsins er í Borgartúni Dagmar Björg segir að í Borg- artúninu hafi fyrst og fremst verið ætlunin að vera með bakarí en þar sem fyrirtækið átti sal til hliðar við það hefði verið ákveðið að innrétta hann sem veislusal. Salinn má leigja þótt bakaríið sé opið, enda er sérinn- gangur í salinn og loka má á milli hans og bakarísins. „Við erum með fullkomna veislu- þjónustu og erum með vínveitingaleyfi. Við bjóðum upp á heitan og kaldan mat, snittur eða kaffibrauð svo hér er hægt að hafa veislur eins og hver vill.“ Í bakaríinu eru seldir heitir réttir í hádeg- inu, auk smurbrauðs og sætmetis, og er þá opið inn í salinn svo að gestir bakarísins geta setið þar að snæðingi og fylgst með fréttum því tveir flatskjár eru á veggjum sal- arins. Auk skjánna er þarna sýningartjald og fleira sem tengist fundarhöldum. Á virkum dögum er opið til klukkan 18 í Korninu í Borgartúni og þá er eins og áður segir, hægt að fá heitan mat í hádegi. Á laug- ardögum og sunnudögum er bakaríið opið til kl. 17 og þá er súpa og smurt brauð á matseðlinum í hádeginu. Á góðviðrisdögum á sumrin geta menn fengið sér hressingu úti undir vegg í Korninu og notið þannig sólar- innar þegar hún skín. KORNIÐ: Nýr veislusalur Kornsins í Borgartúni Kornið er rekið á fjórum stöðum og senn bætist fimmti staðurinn við í Hafnarfirði. Salurinn rúmar milli 60-70 manns í sæti. Hér geta menn fylgst með fréttum í hádeginu á meðan þeir snæða hádegisverðinn. KYNNING Lækjargata 4 Borgartún 29 Hrísateigur 47 Hjallabrekka 2 Kjarnarvellir 15 Verið velkomin Minnum einnig á aðra tilboðsdaga Opið alla virka daga frá 7–18 laugardaga 8–17 og sunnudaga 9–17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.