Fréttatíminn - 19.06.2015, Qupperneq 2
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
UP! MEÐ
ÖRYGGIÐ
VW Up! frá aðeins:
1.790.000 kr.
CCP í Vatnsmýrina
Tölvuleikjafyrirtækið CCP mun flytja starf-
semi sína á Íslandi á svæði Vísindagarða
Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Fyrirtækið
hefur verið með skrifstofur við Grandagarð
en færir sig yfir í nýbyggingu í Vatnsmýr-
inni á næstunni. Samningar þess efnis voru
undirritaðir á fimmtudag. Hilmar Veigar
Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, Kristín
Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og
Hilmar Bragi Janusson, stjórnarformaður
Vísindagarða Háskóla Íslands, undirrituðu
samkomulagið. „Við sjáum fram á að efla
enn frekar farsælt samstarf okkar við
háskólasamfélagið og skapandi greinar
hérlendis,“ segir Hilmar Veigar Pétursson,
framkvæmdastjóri CCP.
Höggmynd af
Ingibjörgu H. Bjarnason
afhjúpuð
Stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, alþingis-
manni og forstöðukonu Kvennaskólans
í Reykjavík, verður afhjúpuð við Skála
alþingis í dag, 19. júní. Ingibjörg var fyrsta
konan sem sat á alþingi, en hún var kjörin
af kvennalista árið 1922. Hún sat á alþingi
í átta ár, eina konan á meðal karlanna.
Styttan er fyrsta heila höggmyndin af
nafngreindri konu í Reykjavík. Listaverkið
er eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, mynd-
höggvara. Hún hefur gert höggmyndir af
ýmsum persónum úr íslensku þjóðfélagi,
meðal annars brjóstmynd af Auði Auðuns
borgarstjóra, sem er í Ráðhúsinu. Högg-
myndin af Ingibjörgu var steypt í brons á
bronsverkstæðinu Kollinger í Elchingen í
Þýskalandi. Listaverkið verður afhjúpað við
hátíðlega athöfn klukkan 16.20 við Skála
alþingis.
Menningarmerkingar
og skáldabekkir til
heiðurs konum
Reykjavíkurborg heiðrar minningu merkra
kvenna með nýjum menningarmerkingum
í Reykjavík í tilefni 100 ára afmælis kosn-
ingaréttar kvenna. Í dag, 19. júní, verða
tvær merkingar settar upp, annars vegar
til heiðurs Þorbjörgu Sveinsdóttur ljós-
móður og hins vegar tveimur frumkvöðlum
í kvenréttindabaráttunni, þeim Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur og Ingibjörgu H. Bjarna-
son. Fyrrnefnda merkingin er á Skóla-
vörðustíg 11, þar sem Tobbukot stóð, en sú
síðari í Templarasundi. Þá verður hægt að
hlýða á upplestur á skáldskap eftir nokkrar
íslenskar skáldkonur á skáldabekkjum á
Skólavörðustíg og Austurvelli.
Kvennatvíeyki stýrir N4
Stjórn norðlenska fjölmiðlafyrirtækisins N4 hefur
ráðið Maríu Björk Ingvadóttur sem framkvæmda-
og rekstrarstjóra og Hildu Jönu Gísladóttur sem
framkvæmda- og sjónvarpsstjóra. Þær hafa báðar
unnið hjá fyrirtækinu um nokkurra ára skeið og hafa
í sameiningu stýrt N4 undanfarna 2 mánuði með
góðum árangri, að því er kemur fram í tilkynningu
frá N4.
Jón Steindór Árnason, formaður stjórnar N4, segir
að með ráðningu kvennanna vilji stjórnin undirstrika kraft kvenna og trú á hæfni
Hildu Jönu og Maríu Bjarkar og þykir stjórninni það sérstaklega við hæfi á þessu ári,
þegar þess er minnst að 100 ár eru liðin frá því íslenskar konur fengu kosningarétt.
Báðar hafa þær áralanga reynslu af starfi á fjölmiðlum. -eh
Ferðamenn leita sér upplýsinga á Umferðarmiðstöðinni vegna lokaðra fjallvega. Mynd/Hari.
Ferðaþjónusta Vegir lokaðir Vegna snjóþunga
Starfsfólk ferðaþjónustunnar hefur þurft að liðsinna ferða-
mönnum og benda þeim á nýjar slóðir vegna snjóþunga á
fjallvegum. Linda Björk Árnadóttir hjá Höfuðborgarstofu segir
upplýsingamiðstöðina fá fjölda símtala og heimsókna frá ferða-
mönnum sem viti ekki hvað þeir eigi af sér að gera. Kjölur
opnar í fyrsta lagi um mánaðamót.
Borgarmál Borgarstjórn eykur ForVarnir gegn kynBundnu oFBeldi
Ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar tekin til starfa
Borgarstjórn hefur falið sérstakri
ofbeldisvarnarnefnd að vinna til-
lögur að aðgerðum borgarinnar
til að styrkja forvarnarstarf vegna
kynbundins ofbeldis og mæta þörf-
um þolenda. Þetta var samþykkt á
fundi borgarstjórnar þann 16. júní
en nefndin tók til starfa í gær.
Stofnun nefndarinnar var sam-
þykkt á hátíðarfundi kvenna í borg-
arstjórn í tilefni af 100 ára afmæli
kosningaréttar kvenna í vor og er
henni ætlað að takast á við ofbeldi
í sinni víðustu mynd - öllu ofbeldi
alls staðar.
Ofbeldisvarnarefndin verður
skipuð sjö fulltrúum og jafnmörg-
um til vara. Borgarstjórn kýs þrjá
fulltrúa og þrjá til vara, lögreglu-
stjórinn á höfuðborgarsvæðinu til-
nefnir einn fulltrúa og einn til vara,
Stígamót tilnefna einn fulltrúa og
einn til vara, Samtök um kvennaat-
hvarf tilnefna einn fulltrúa og einn
til vara og embætti landlæknis til-
nefnir einn fulltrúa og einn til vara.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg segir að hin svokallaða
Beauty Tips-bylting hafi sýnt að
nauðsynlegt sé að tryggja ráðgjöf
og stuðning við hæfu, og sporna
jafnframt gegn frekara ofbeldi.
„Það er samdóma álit allra flokka
að ástandið í samfélaginu, sterk
rödd hundruða ef ekki þúsunda
kvenna á samfélagsmiðlum og
ákall um ábyrgð hins opinbera
krefjist viðbragða,“ segir þar enn-
fremur. - eh
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórn-
ar, flutti tillöguna en hún var samþykkt
þvert á flokka. Mynd/Hari
s tarfsmenn ferðþjónustufyr-irtækja hafa staðið í ströngu við að aðstoða ferðamenn
sem höfðu skipulegt hálendis-
ferðir en þurfa nú að breyta ferð-
um sínum vegna snjóþunga á há-
lendinu.
Linda Björk Árnadóttir hjá Höf-
uðborgarstofu segir fjölda fólks
hringja eða mæta í upplýsinga-
miðstöðina í Aðalstræti til að leita
sér aðstoðar.
„Það er mikið hringt í okkur,
bara í dag hef ég fengið þrjú sím-
töl frá fólki sem ætlaði í Land-
mannalaugar en kemst ekki því
vegurinn hefur enn ekki verið
opnaður. Fólk er líka að hringja
að utan svo upplýsingarnar hafa
greinilega borist út fyrir land-
steinana.“
Mesta ásóknin er í Land-
mannalaugar
„Þetta fólk er miður sín því það hefur
skipulagt ferðalag hingað oft með
margra mánaða fyrirvara og svo
gengur planið ekki upp. Margir eru
miður sín og við höfum séð fólk koma
hingað grátandi yfir því að komast
ekki í þá göngu sem það ætlaði sér í,“
segir Linda Björk. Hún segir ráðvilltu
ferðamennina aðallega vera göngu-
fólk sem komi til Íslands á eigin veg-
um, ferðist á bílaleigubíl eða með
langferðabílum og ætli sér að gista í
skálum eða tjöldum. „Við reynum að
liðsinna þessu fólki svo það þurfi ekki
að vera í Reykjavík að mæla göturnar.
Við bendum því á aðrar gönguleiðir,
eins og að fara upp í Hengil, á Reykja-
nesið eða út á Snæfellsnes þar sem
hægt er að ganga fjörurnar.“
Sigurbergur Steinsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjavík Excursions,
hefur svipaða sögu að segja. Á Um-
ferðarmiðstöðina komi fólk sem hafi
ætlað sér að ferðast í Landmanna-
laugar en starfsfólk hafi þurft að leið-
beina því og benda á aðrar leiðir þar
sem vegurinn þangað hafi ekki enn
verið opnaður.
Kjölur lokaður til mánaðarloka
„Það er enn lokað í Landmannalaugar
og Kjölur opnar í fyrsta lagi um mán-
aðamót,“ segir Jón Hálfdán Jónsson,
þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni.
„Það hefur verið þungur vetur og kalt
vor og því frekar einfalt reiknings-
dæmi. Þetta er auðvitað misjafnt eftir
leiðum og það eru ákveðnar leiðir sem
oft eru opnaðar í fyrrihluta júní en það
er allt að opnast töluvert seinna núna
en venjulega. Að öllu jöfnu á ekki að
moka hálendisvegi og það er aðallega
spurning um fjármagn. Svo er ekki
nóg að snjórinn fari heldur þarf vegur-
inn að jafna sig.“
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Ráðvilltir ferðamenn
gráta lokun hálendisins
2 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015