Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 85

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 85
19. júní Helgin 19.-21. júní 201512 „Það er allt annað að vera ung kona í dag, það eru svo miklu meiri möguleikar, meiri fjárráð og meiri möguleikar á að mennta sig. Ég hugsa að ég hefði farið í hjúkrun hefði ég haft tækifæri til þess.“ „Það var svo stórkostlegt að fara niður í bæ á kvennafrídaginn og sjá allar þessar konur úti á götu. Og það er alveg stórkostlegt hvað Kvennalistinn áorkaði miklu. Þær umbyltu samfélaginu. Í dag hjálpa karlmenn konum með börnin og heimilsstörfin, þetta er alveg hreint ótrúlegt, þeir skipta meira segja á bleium. Þetta er svo ótrúlegt! Og barnaheim- ilin eru út um allt núna. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í göngutúr niður Laugaveginn með gönguklúbbnum mínum fyrir nokkrum árum þegar við mættum nokkrum pöbbum með barnavagna! Þetta hefði aldrei nokkurn tíma sést hér áður. Við vorum allar svo hissa að við fórum bara að hlæja.“ „Á kvennafrídaginn fór ég upp á Land- spítala til að lesa fyrir systurson minn sem lá þar fótbrotinn. Kvennabaráttan hefur aldrei náð því að blómstra en samt sem áður hafa konur unnið mikið á, en þær mega gera betur. Ég var óskaplega hreykin þegar ég fékk fyrst að kjósa. Það voru forsetakosningar þegar séra Bjarni, fermingarprestur- inn minn, var í framboði. Ég kaus hann og mér fannst það æðisleg upphefð. Mér finnst skömm að því að krakkar séu ekki að nýta kosningaréttinn. Þeir virðast ekki hafa skilning á því hvað kosningarétturinn er. Þetta er mikill réttur sem manni er gefin og það má ekki misvirða hann. Þetta er það sem við byggjum allt á og þar sem allir geta lagt fram sína skoðun og skoðun manns er heilög. Það er svo mikilvægt að fá að hafa skoðun og það þarf að berja það inn í unga fólkið í dag.“ „Ungar konur í dag eru miklu frjáls- ari. Þær geta gert hvað sem þær vilja. Það var ekkert ýtt á stúlkur að mennta sig hér áður fyrr. Á kvennafrí- daginn gengum við vinkonurnar saman niður í bæ úr Sigtúninu. Miklu seinna eftir að þessi vinkona mín dó var maðurinn hennar að taka til í gömlum kössum og þá kom í ljós blaðaúrklippa með mynd frá deginum og við vorum á myndinni.“ „Ég veit ekki hvort það skiptir ein- hverju máli að halda upp á þetta kosn- ingaafmæli, pólitíkin er öll svo vitlaus. En konur eru misjafnar eins og karlar, gáfunum er allsstaðar misskipt. Það eru ekki allir eins og svo er ríkidæmið nú meira hjá sumum en öðrum. Mis- réttið er á svo mörgum stöðum. En mér finnst mikilvægt að minnast þess sem konur gerðu innan veggja heim- ilisins, það er ekki metið til fjár.“ „Móðir mín hét Einara Ingileif Jensína Pétursdóttir og var úr Flatey en ég fékk ekki að alast upp með henni. Ég fæddist um tvöleytið en var tekin frá henni um fimmleytið og send í fóstur í Skáleyjar svo við kynnt- umst ekki fyrr en ég var komin á fermingaraldur. Einn daginn flaggaði móðir mín og ég skildi ekkert í því af hverju. Ég spurði hana hvað væri í gangi þar sem eng- inn í eyjunni átti afmæli. Þá sagði mamma mín þetta; „19. júní er mér heilagri en það. 19. júní fögnum við því að konur fá að kjósa til þings. Því mamma mín vissi hvað það var að vera kona sem litið var niður á, eins og hvert annað húsdýr. Eftir að mamma fékk að kjósa fannst henni hún verða meiri manneskja. Í dag vitum við ekki hvað það er að vera píndur áfram og mega ekki vera manneskja.“ „Hér er gott að vera. Ég er orðin blind og get því miður ekki lesið lengur en ég hef afskaplega gaman af sögum þó mér sé ekki sú list léð að ljóða til þín bögu.“ Mikilvægt að fá að hafa skoðun Erla Kristjánsdóttir, fædd og uppalin í Reykjavík. „Ég er ekkja og átti engin börn en ég hef unnið mikið með börnum og elska að vera í kringum börn. Ég hef unnið ýmis störf fyrir borgina en lengst af vann ég í Langholtsskóla þar sem ég skúraði og var gangavörður í 31 ár.“ Fyndið að sjá pabba með barnavagna Kristín Einarsdóttir. „Ég er 91 árs gömul og er fædd í Reykjavík. Ég hætti í skóla eftir fermingu og fór að vinna á saumastofu. Svo gifti ég mig þegar ég var tvítug og við áttum saman þrjú börn. Ég var heimavinnandi þar til ég missti manninn minn. Svo giftist ég aftur 1973 og stofnaði stuttu síðar gistiheimili við Flókagötuna, fyrsta gistiheimilið í Reykjavík.“ Vitum ekki hvað það er að mega ekki vera manneskja Inga Jóhannesdóttir, fædd í Flatey á Breiðafirði en ólst upp í Skáleyjum. Ekkja, átti eina dóttur sem lést þrítug. Vann í fiski og sem aðstoðarverkstjóri í Hraðfrystistöðinni. Misréttið er á mörgum stöðum Arnfríður Snorradóttir. „Ég er fædd í Reykjavík en var alin upp á Burstafelli í Vopnafirði. Móðir mín gerðist þar ráðskona í sveit því faðir minn dó þegar ég var ársgömul. Ég fór í Húsmæðraskólann í Reykjavík 18 ára gömul og giftist svo strák úr sveitinni þegar ég var tvítug. Við bjuggum í Reykjavík þar sem við áttum fimm börn.“ Konur til hamingju með daginn Hverfisgata 105 101 Reykjavík stórar stelpur Margar gerðir af búningasilfri. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur www.thjodbuningasilfur.is Astroglide Sensitive Skin Gel Sleipiefni fyrir þá sem eru viðkvæmir eða eiga í vandamálum vegna þurrks í leggöngum. Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.