Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 9

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 9
Siminn.is/spotify MEÐ SPOTIFY RUNNING ER TÓNLISTIN Í TAKT VIÐ ÞIG – OG HJÁLPAR ÞÉR AÐ KOMAST LENGRA 6 SPOTIFY PREMIUM ÁSKRIFT SÍMANS SNJALLPÖKKUM ENDALAUST B úast má við því að þúsundir Ís-lendinga, eða jafnvel tugþús-undir, leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að fagna hundr- að ára kosningarafmæli kvenna. Reykjavíkurborg hefur gefið öllu sínu starfsfólki frí og eins hefur ríkið hvatt atvinnurek- endur til að gefa frí eftir há- degi. „Kosningarétturinn er sérstaklega mikilvægt skref í kvenréttindabaráttunni því þá fengu konur aðgang að lýð- ræðinu og gátu þannig byrjað að hafa raunveruleg áhrif inn- an stjórnkerfis landsins,“ seg- ir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Hún hvetur fólk til að fara niður í bæ, taka þátt í hátíðarhöldunum og fagna þessum merku tímamótum kvenréttinda. Þingfundur skipaður aðeins kvenþingmönnum Sjálf ætlar Fríðar Rós að byrja dag- inn í húsi Kvenréttindafélagsins að Hallveigarstöðum. „Þaðan fer ég á alþingi til að vera viðstödd sögu- legan þingfundi sem skipaður verð- ur aðeins kvenþingmönnum. Ég mæli sérstaklega með opnu húsi á Hallveigarstöðum og spennandi dagskrá ungra, femínískara bylt- ingakvenna í Ráðhúsinu. Hátíðar- dagskráinni á Austurvelli milli 4 og 5 ætla ég ekki að missa af og þar mun ég líka halda barátturæðu samkom- unnar. Um kvöldið mun ég ávarpa messu Kvennakirkj- unnar áður en ég skunda á Kítón tónleikana í Hörpu.“ Hátíðardagskráin Á slaginu 12 hefst gjörning- ur Gjörningaklúbbsins við Perlufestina í Hljómskála- garðinum, en það er högg- myndagarður tileinkaður brautryðjendum í höggmyndalist úr röðum kvenna. Að loknum gjörn- ingi verður gengið frá Perlufestinni í Hólavallakirkjugarð þar sem for- seti borgarstjórnar, Sóley Tómas- dóttir, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur klukkan 13.30. Á eftir fylgja fjölbreyttir við- burðir þangað til sjálf hátíðarat- höfnin hefst á Austurvelli klukkan 16 þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Eftir ávarpið verður afhjúpuð högg- mynd af Ingibjörgu H. Bjarnason al- þingismanni, fyrstu konunni sem var kjörin til setu á alþingi, eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur myndhöggvara. Klukkan 20 verður kvennamessa Kvennakirkjunnar á Klambratúni og klukkan 20.30 hefjast tónleikarnir „Höfundur óþekktur“ í Hörpunni þar sem höfundaverk kvenna verða flutt af körlum. Sjá frekari dagskrá á vefnum; www.kosningarettur100ara.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Kvenréttindi Búist við fjölmenni í miðBorginni Vigdís talar frá svölum Alþingishússins Það verður nóg um að vera í miðbæ Reykjavíkur af tilefni 100 ára kosningarafmælis kvenna í dag, föstudaginn 19. júní. Búast má við margmenni í bænum þar sem bæði ríki og borg hafa hvatt atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí frá hádegi. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem mun halda barátturæðu á Austurvelli í dag, mælir með því að fólk fagni þessum merku tímamótum og mælir hún sérstaklega með dagskrá ungra byltingakvenna í Ráðhúsinu. Flest öll bæjarfélög landsins hafa gefið út hátíðardagskrá af tilefni 100 ára kosningaréttar kvenna. Búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag, föstudag, þar sem skipulögð dagskrá er frá klukkan 11 til 20. Sjálf hátíðarathöfnin hefst klukkan 16 á Austurvelli þar sem Vigdís Finnbogadóttir mun tala frá svölum Alþingishússins. Myndin er frá Kvennafrídeg- inum 24. október árið 1975, þar sem 25 til 30 þúsund manns, aðallega konur, komu saman. Mynd/Myndasafn Mbl. Fríða Rós Valdi- marsdóttir, formaður Kven- réttindafélags Íslands 8 fréttir Helgin 19.-21. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.