Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 12
Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens eru vel hannaðir að innan sem utan. Í innréttingunum eru stillanlegar hillur, einstaklega björt LED-lýsing og mikið rými. Svo að ekki þurfi að henda mat koma „crisperBox“- og „coolBox“-skúff- urnar að góðum notum. „crisperBox“-skúffan er með rakastillingu sem tryggir lengur ferskleika grænmetis og ávaxta. Í „coolBox“-skúffunni er kuldinn meiri (-2° til 3° C) en annars staðar í kælinum og eykur þar með geymsluþol ferskra kjötvara og fisks. Í frystirými sambyggðu kæli- og frystiskápanna eru þrjár gegnsæjar frystiskúffur, þar af ein stór („bigBox“). Með því að velja skápa með „noFrost“ sleppa menn alveg við að affrysta frystirýmið. Kæli- og frystiskáparnir frá Siemens hafa mjög góða orkunýtni. Þeir eru nú allir í orkuflokki A+, A++ eða A+++. Siemens er í fararbroddi í hönnun, tækni og nýjungum. Smith & Norland er Siemens-umboðið á Íslandi. Smith & Norland sinnir varahluta- og viðhaldsþjónustu af faglegum metnaði á eigin verkstæði. Kæli- og frystiskápar frá Siemens Ég mun virða allar óskir um hvernig fólk vill að frásögn þess verði geymd og hversu lengi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur hvetur þolendur kynferðisof- beldis til að hafa samband við sig. Hún fékk þá hug- mynd að safna reynslusögum í sagnfræðilegum tilgangi í kjölfar BeautyTips- byltingarinnar. Ljósmynd/Hari án ára spurði í hópnum hvort þar væru einhverjar sem hefðu lent í honum. Barnsmóðirin unga gaf sig þar fram og heitar umræður spunnust upp. Stúlkurnar ræddu mismunandi birtingarmyndir kynferðisofbeldis og áreitni en þegar umræðan virtist farin á villigötur eyddi stjórnandi hópsins allri umræðunni. Það var þá sem byltingin hófst og hver af annarri tóku stúlkur að birta eigin reynslusögur af kyn- ferðisofbeldi og nauðgunum og merktu þær með „hashtag“-inu #þöggun eða #konurtala Þagði yfir nauðguninni Þegar Sigríður Hjördís deildi sinni reynslu á BeautyTips sagðist hún gera það því kyn- bundið ofbeldi hefði allt of lengi verið inngróinn hluti af íslensku samfélagi. Hún sagði síðan frá því þegar hún fór á ball þann 16. júní 1989. „Ég drakk ótæpilega á þessu balli eftir að ég fékk slæmar fréttir tengdar ástar- málum og man ekki mikið eftir frásögnin er aðgengileg hverjum sem vill skoða hana og hana má nýta í rannsóknir og til birtingar. Sigríður Hjördís mun síðan sjá um að prenta frásagnirnar út og ganga frá þeim á þann hátt sem hver og ein óskar eftir. Þeir sem senda henni frásagnir samþykkja þið um leið að þær verði varðveittar til framtíðar. Þessi hópur stendur einnig að baki heimasíðunni Konurtala.wordpress.com/ þar sem frásagnirnar verða birtar, óski þeir sem afhenda þær eftir því, en nú hafa þær 14 frásagnir sem Sigríður Hjördís hefur fengið afhentar allar verið birtar þar. kvöldinu. Ég man þó að ég fór í eftir- partí með vinkonu minni. Ég man líka eftir því að ég valdi að vera eftir þegar vinkona mín fór heim en svo varð allt svart. Næsta sem ég veit er að ég vakna að morgni 17. júní og þá er einhver karl á fullu ofan á mér. Hann lauk sér af, fór svo á klósettið og ég notaði tækifærið til að koma mér út. Ældi reyndar áður á gólfið hjá honum og man að ég hugsaði með mér að það væri hefndin mín! Ég sagði engum frá, tók þessu sem hverju öðru hunds- biti, það var jú ég sem hafði drukkið ótæpilega og það var ég sem valdi að halda djamminu áfram,“ skrifaði hún í BeautyTips. Fjórum dögum eftir að frásagnirnar tóku að birtast gerði Sigríður Hjördís lauslega athugun á fjölda þeirra og komst að því að minnst 322 þolendur kynferðisofbeldis höfðu sagt þar frá, og gerendurnir væri minnst 525. „Þessar frásagnir eru bara toppurinn á ísjakanum,“ segir hún en stærstur hluti meðlima BeautyTips er á aldr- inum 13-30 ára þó fjöldi eldri kvenna hafi bæst í hópinn eftir að byltingin hófst. Aðeins komnar 14 sögur Sigríður Hjördís afritar ekki sögur án leyfis og hvetur hún fólk til að hafa samband við sig. Enn sem komið er hefur hún aðeins fengið 14 sögur. „Ég mun virða allar óskir um hvernig fólk vill að frásögn þess verði geymd. Ég þekki vel inn á safnaheiminn og get fullvissað alla um það að aðgengi að frásögnunum verður lokað sé þess óskað og sömuleiðis verða óskir um nafnleynd virtar. Svona gagnasafn er kjörið fyrir þá sem eru að gera rann- sóknir, bæði sagnfræðilegu tilliti og svo til að reyna að átta sig á þessari byltingu,“ segir hún. „Upphaflega ákvað ég að deila minni sögu því ég á tvo unglinga, 19 ára strák og 15 ára stelpu, og ég von- ast til að umræðan verði til þess að kynferðisbrotum fækki. Ég geri þetta ekki síst fyrir börnin mín,“ segir hún. „Ég las að nýlega að það megi gera ráð fyrir því að tæplega önnur hver kona verði fyrir nauðgun eða nauðgunartil- raun á ævi sinni. Er það eitthvað lög- mál sem við tökum bara gott og gilt?“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is fréttaviðtal 11 Helgin 19.-21. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.