Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 4
Suður England og Wales 10.-16.ágúst Sjö daga ferð um Suður England og Wales Ein af vinsælustu ferðunum okkar Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson. Verð frá 198.500,- kr Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónssonar Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511-1515, outgoing@gjtravel.is , www.ferdir.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Léttir tiL um aLLt Land og hLýnar jafnframt. höfuðborgarsvæðið: Skýjað fyrSt en Síðan Sýnir Sólin Sig. Áfram fremur bjart og hLýtt n- og na-Lands. skúrir s-Lands. höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum og hæg a-átt. na-Átt og smÁ væta sa-tiL, en annars þurrt og bjart með köfLum. höfuðborgarsvæðið: Skýjað að meStu, úrkomulauSt og milt veður. Fremur sólríkt heilt yfir Það sem skiptir mestu með helgarspána er að veður verður tiltölulega milt og þetta verða fyrstu dagarnir sem munu liggja um og ofan meðalhita árstímans. mjög víða léttskýjað í dag, kvenréttindadaginn. horf- ur á að þurrt verði um land allt. Sama á morgun, nema að bakki úr suðri leggst upp að suðurströndinni. S-lands eru horfur á smá vætu síðdegis og um kvöldið. á sunnu- dag snýst í na-átt, strekkingur á vestfjörðum. Þá sýnir þokan sig við n- og a-ströndina, en horfur eru á nokkuð hlýjum degi S- og Sv-lands. 12 11 15 16 12 14 12 17 17 13 15 11 10 9 16 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 78% samdráttur hefur orðið á sölu geisla- diska og hljómplatna frá árinu 1999 og þar til í fyrra. í fyrra seld ust 192 þúsund ein tök af geisladisk um og hljóm plöt- um, eða 676 þúsund færri en árið 1999 þegar sal an nam 868 þúsund ein tök um. Inntökupróf í Versló? verzl un ar skóli íslands mun hugs an- lega nota inn töku próf þegar nem end ur verða tekn ir inn í skól ann að ári. Skól- inn hafnaði 60 nem end um með 9,0 eða hærra í meðal ein kunn í ár. ingi ólafsson skólastjóri segir að einkunnir nemenda úr grunnskólum hafi hækkað mikið frá því samræmd próf voru aflögð í tíunda bekk árið 2008. „Það er ótrú leg ur fjöldi nem enda sem er hafnað í ár, nem end ur sem und an far in ár hefðu alltaf kom ist inn,“ segir ingi við mbl.is. Atvinnulaus vann 60 milljónir atvinnulaus kona á besta aldri vann 60 milljónir króna í lottó um síðustu helgi. konan var í hálfgerðu áfalli þegar hún mætti á skrifstofu íslenskrar get- spár til að vitja vinningsins. Mótmælt á þjóðhátíðardaginn um 2.500-3.000 mann mótmæltu á austurvelli á þjóðhátíðardaginn þegar Sigmundur Davíð gunnlaugsson for- sætisráðherra flutti ræðu sína. Gerð voru hróp að Sigmundi og Ólafi Ragnari grímssyni forseta þegar þeir lögðu blómsveig að minnismerki jóns Sigurðs- sonar.  vikan sem var edda til Íslandsbanka edda hermannsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri íslandsbanka. hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og sam- félagsstefnu bankans. edda, sem er dóttir fjöl- miðlamannsins hermanns gunnarssonar, hefur starfað sem blaðamaður á viðskiptablaðinu frá því 2012 og verið aðstoðarrit- stjóri frá 2014. hún hefur einnig starfað við dagskrárgerð á rúv. edda er hagfræðingur frá háskóla íslands. F jórir dagar eru langur tími í kjaravið-ræðum,“ segir Guðmundur Ragn-arsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), en Samtök atvinnulífsins (SA) slitu kjaraviðræðum við VM og Rafiðnaðarsamband Íslands (RÍ) á þriðjudag. Sjö sólarhringa verkfall á fimmta þúsund iðnaðarmanna í þessum tveimur stéttarfélögum er yfirvofandi á miðnætti næsta þriðjudag, eftir fjóra daga, ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma. Verkfalli var frestað í síðustu viku þar sem talið var að deiluaðilar væru að nálgast hver annan. Algjört stopp er í kjaraviðræðunum og síðdegis í gær, fimmtudag, hafði ríkissátta- semjari ekki boðað til nýs fundar. „Hann hlýtur nú að boða til allavega eins fundar áður en verkfallið skellur á,“ segir Guð- mundur. Hann er afar ósáttur við samn- inga SA við Starfsgreinasambandið, VR og Flóabandalagið og telur þá hreinlega hafa „rústað“ launakerfum landsins. „Það er mjög slæmt hljóð í mönnum og við upp- lifum að í framhaldi af hinum samningnum, sem í raun var engin sátt um, sé nú verið að troða þessu hráu niður í kokið á okkur,“ segir hann. „Þessi stóru félög sem sömdu á undan okkur eru í raun búin að hafa af okk- ur samningsréttinn því þau krefjast þess að enginn fái meira en þau,“ segir Guðmundur. Haft var eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra SA, í Morgunblaðinu í gær að SA hefðu slitið samningaviðræð- unum vegna þess að fulltrúar VM og RÍ hafi á seinustu stundu komið fram með viðbótar- launahækkanir. Guðmundur mótmælir þessu. „Við komum ekki með viðbótarlauna- kröfur en við komum vissulega með ýmsar sérkröfur. Dæmi um þær eru að við viljum falla frá því að það taki launamann 10 ár hjá sama fyrirtæki til að ná fullum orlofsrétti. Ef hann hættir hjá fyrirtækinu eða fyrir- tækið skiptir um kennitölu þarf hann að byrja upp á nýtt að safna orlofsréttindum,“ segir Guðmundur. Aðeins einn fundur var boðaður í gær hjá ríkissáttasemjara en þá var fundað í kjara- deilu mjólkurfræðinga og SA. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga hrannast upp og hafa á annað hundrað uppsagnir borist eftir að lög voru sett á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna í síðustu viku. Þar hafa verið teknir stöðufundur en ekki boðað til fundar um kjaraviðræður. Hafi samningar ekki náðst um mánaðarmót fer deilan í gerðar- dóm. erla hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  kjaramál enn er ósamið við rÍ og vm Reyna að troða samningi niður í kokið á okkur Allt stefnir í verkfall um 3400 iðnaðarmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna þriðjudaginn 22. júní. Sáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins en upp úr viðræðum slitnaði fyrr í vikunni. ekkert miðar í við- ræðum félags hjúkrunarfræðinga og Bandalags háskólamanna við Sa en ef ekki semst fyrir mánaðamót tekur gerðardómur málið upp. Boðað verkfall vm og rí hefst aðfararnótt þriðjudagsins 22. júní. um 3400 manns fara þá í verkfall, þar af 2700 félagar í Rafiðnaðarsam- bandinu og um 1700 í félagi vél- stjóra- og málm- tæknimanna. enn er mikill hiti í launafólki. allt stefnir í verkfall félags vélstjóra og málmtæknimanna og rafiðnaðarsambands íslands. Þá fer kjaradeila hjúkrunarfræðinga og Bhm við Samtök atvinnulífsins í gerðardóm ef ekki semst fyrir mánaðamót. Ljósmynd/Hari 4 fréttir helgin 19.-21. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.