Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 69

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 69
 Í takt við tÍmann ingibjörg Elsa turchi Rokkar á bassanum og kennir forngrísku Ingibjörg Elsa Turchi er 26 ára tónlistarkona sem er einn skipuleggjenda og kennara á Stelpur rokka! námskeiðinu sem nú stendur yfir. Hún er uppalin og búsett í miðbæ Reykjavíkur en ættar- nafnið sækir hún til ítalsks föður síns. Ingibjörg Elsa er annar tónlistarstjóra á tón- leikunum Höfundur óþekktur sem haldnir eru í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Á tónleik- unum syngja karlar lög íslenskra kvenhöfunda við undir- leik og hljóm- sveitarstjórn kvenna. Tónleikarnir eru í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld, föstudaginn 19. júní, og hefjast klukkan 20.30. Miðasala er á Harpa. is en tónleikarnir eru í beinni útsendingu á RÚV. Staðalbúnaður Ég geng eiginlega alltaf í kjólum eða pilsi. Fallegir, síðir, „second hand“ blómakjólar eru í miklu uppáhaldi. Ég kaupi mikið í „second hand“ búðum en svo versla ég líka þegar ég fer til útlanda. Hugbúnaður Ég spila á bassa í hljómsveitum eins og Ylju, Boogie Trouble, Babies og bandi Teits Magnússonar en svo er ég líka í FÍH og að kenna. Ég er líka með BA-próf í fornfræði og kenni forngrísku í MR. Tónlistin tekur mikið af tíma mínum, bæði vinnan sjálf og að æfa sig, spá og spekúlera. Þegar ég á lausan tíma finnst mér gaman að hanga með vinum mínum og að lesa. Ég verð kannski að fá mér fleiri áhugamál? Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég oftast á Húrra eða Palóma. Það er líka mjög gaman að spila á Húrra. Á barnum panta ég mér bjór eða eitt- hvað beisik, kannski gin & tónik. Ég horfi ekki á sjónvarp en ég horfi stundum á þætti. Mér finnst líka gaman að horfa á allskyns músík-heimildarmyndir. Ég var til dæmis að horfa á Standing in the Shadows of Motown um daginn sem er um Motown-hljóðfæra- leikara. Vélbúnaður Ég myndi nú ekki segja að ég sé mjög tæknivædd. Ég er með spjallsíma og svo fékk ég mér iPad um daginn til að vera með í framtíðinni. Ég er á Facebook en nota það aðallega til að fylgjast með öðrum, auglýsa tónleika og fyrir samskipti í grúppum. Ég held að ég hafi tvisvar póstað lögum á Fa- cebook. Í tónlistinni spila ég oftast á Fender Precision bassa. Aukabúnaður Ég hef gaman af því að elda og er alveg góð í því. Ég er góð í taka það sem til er og gera eitthvað gott úr því. Ég geri til dæmis ágætis pasta. Svo finnst mér mjög gott að koma við á Stofunni og fá mér súpu. Það er mjög næs kaffihús. Ég borða líka stundum á Noodle Station. Ég er ekki með bílpróf og fer því um allt gangandi eða sníki mér far. Í sumar er ég að fara að spila dálítið mikið, til dæmis úti í Drangey og svo verður nóg að gera á Stelpur rokka! námskeiðinu. Lj ós m yn d/ H ar i KEA skyr - próteinríkt og fitusnautt ÍS LE N SK A SI A. IS M SA 7 17 42 0 3/ 15 68 dægurmál Helgin 19.-21. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.