Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 75

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 75
19. júní Helgin 19.-21. júní 20152 Það er gott að nota kvenrétt-indadaginn 19. júní til að fagna því sem áunnist hefur í jafnréttis- baráttu kynjanna og gera sér grein fyrir því sem ekki hefur enn náðst. Nú er öld liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt. Hugmyndin þótti vitaskuld byltingarkennd í upphafi. Þó vildu konur ekkert annað og meira en sömu réttindi og karlar nutu. Fólk óttaðist þó að þær tækju upp á að kjósa bara hver aðra, með öðrum orðum að haga sér eins og karlar höfðu komist upp með að gera. Ekki hafa enn sést merki þess að konur kjósi bara aðrar konur – því miður. Allt fram á okkar daga hafa þær verið ötular að kjósa bæði karla og konur – jafnvel fólk sem virðist sama um réttindi þeirra og hag. Einn mesti sigur karlveldisins er nefnilega sá að hafa tekist að breiða út þá skoðun að það sé afbrigðilegt að styðja kvenréttindi eða femínisma. Fjölmiðlafólki þykir skemmtilegt að fá konu – helst sem valdamesta – lýsa því yfir opinberlega að hún sé ekki jafnréttissinni. Aldrei er körlum stillt upp við vegg og þeir spurðir hvort þeir séu með eða á móti auknum réttindum kynbræðra sinna. Samstaða þeirra er sjálfsögð á meðan samstaða kvenna boðar ógn og skelfingu. Án samstöðunnar, eljunnar og baráttugleðinnar væru konur líklega enn án mannréttinda eins og menntunar, kosningaréttar og ættu enn lengra í land en nú í launamálum. Hvaða þýðingu Hefur 19. júní í þínum augum? Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld. Lj ós m yn d/ Þ ór dí s Á gú st sd ót ti r. Án hormóna Öflug blanda Nauðsynleg vítamín og steinefni www.vitamin.is facebook.com/vitabioticsvitamin 1887 Bríet Bjarnhéðins- dóttir hélt opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. 1907 Stofnun Kvenrétt- indafélags Íslands. 1915 Konur, 40 ára og eldri, fá kosningarétt og kjör- gengi til alþingis. 1960 Selma Jónsdóttir listfræðingur varði doktors- ritgerð við Háskóla Íslands, fyrst kvenna. 1967 Pillan tekin á lyfja- skrá. 1970 Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þeg- ar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“. 1970 Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis- stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju- málaráðherra. Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1887 hélt Bríet opinberan fyrirlestur 30. desember, fyrst kvenna, í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík. Bríet fæddist 27. sept- ember 1856 að Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Strax sextán ára gömul ritaði hún grein um stöðu kvenna, en sýndi engum fyrr en 13 árum seinna, er hún birtist endurbætt undir heitinu „Nokkur orð um menntun og rjettindi kvenna“ í tímaritinu Fjallkonan í tveimur hlutum í júní 1885 undir dulnefninu Æsa. Hún átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu. Árið 1894 var Bríet ein af stofnendum Hins íslenska kvenfélags. Árið 1895 hóf Bríet útgáfu Kvennablaðsins, hún var jafnframt ritstjóri þess til 1926. 1907 stofnaði hún, ásamt fleiri baráttukonum, Kven- réttindafélag Íslands. Félagið stóð að því ásamt öðrum kvenfélögum í Reykjavík að setja saman kvennalista til framboðs við bæjarstjórnarkosningarnar árið 1908. Bríet og þrjár konur til viðbótar á listan- um náðu kjöri í bæjarstjórn. Hún bauð sig fram til Alþingis, fyrst kvenna, árið 1916. Hefði ekki verið fyrir ný lög um útstrikanir hefði Bríet orðið fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi. 1922 Ingibjörg H. Bjarna- son fer fyrst íslenskra kvenna á þing. 1926 varði Björg Caritas Þorláksson fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi. 1935 Lög um getnaðar- varnir og fóstureyðingar sett. Fóstureyðingar voru heimilaðar í sérstökum tilfellum og máttu læknar veita konum upplýs- ingar um þungunarvarnir. 1945 Jórunn Viðar fyrst kvenna til að ljúka prófi í tón- smíðum. 1946 Valgerður G. Þor- steinsdóttir tók sólópróf í flugi, fyrst kvenna. 1957 Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs, og var því fyrst kvenna til að gegna bæjarstjórastöðu. 1958 Jafnlaunalög sett. Sérstakir kvennataxtar skyldu hverfa úr samningum verka- lýðsfélaga næstu 6 árin. Ingibjörg H. Bjarnason 1882 lauk Ingibjörg kvennaskólaprófi í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í greinum tengdum uppeldis- og menntamálum og var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka leikfimikenn- araprófi, árið 1892. Þegar Þóra Melsteð, stofnandi Kvenna- skólans, lét af störfum sem skólastjóri tók Ingibjörg við og var þar skólameistari allt þar til hún lést árið 1941. 1915 var Ingibjörg í forystu þeirra tólf kvenna sem sömdu frumvarp á Alþingi um þörfina fyrir byggingu Landspítalans og var for- maður Landspítalasjóðs Íslands. 1922 varð Ingibjörg fyrsta konan til að komst á þing þar sem hún sat til ársins 1930. Auður Auðuns 1970 varð Auður Auðuns fyrst kvenna ráðherra í ríkis- stjórn Íslands þegar hún tók við embætti dóms- og kirkju- málaráðherra. Hún var enn- fremur fyrsta kona sem útskrifaðist á Íslandi sem lög- fræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur. Auður fæddist á Ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935. Hún var alþingismaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og tók við embætti borgarstjóra Reykjavíkur ásamt Geir Hallgríms- syni árið 1959. Auður var virk í Kvenréttinda- félagi Íslands. Hún var gerð að heiðursfélaga 19. júní þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, gáfu út Auðarbók Auðuns árið 1981 í tilefni af sjötugsafmæli Auðar. Rauðsokkur Rauðsokkahreyfingin kom fyrst fram 1. maí 1970 þegar „konur í rauðum sokkum“ gengu aftast í 1. maí-göngunni með stóra gifsstyttu sem á stóð „Manneskja, ekki markaðsvara“. Rauðsokkahreyfingin var mjög tengd verkalýðsbaráttu og barðist fyrir kjörum verkakvenna. Þær gagnrýndu fegurðar- samkeppni, unnu að löggjöf um frjálsar fóstureyðingar, lögðu mikla áherslu á rétt kvenna til menntunar og börðust fyrir fjölgun leikskólaplássa. Rauðsokkur voru hópur vel menntaðra og róttækra kvenna sem voru með- vitaðar um lakari stöðu sína gagnvart körlum í samfélaginu og eitt aðal baráttumálið var rétturinn til jafnra launa á við karlmenn. Kvennaframboðið 1982 var stofnað af hluta kvenna sem höfðu yfirgefið Rauðsokkahreyfinguna sem þá leið undir lok. 1973 Dóra Hlín Ingólfs- dóttir og Katrín Þorkels- dóttir voru fyrstu konurnar sem klæddust einkennisbúningi lögreglumanna og gegndu almennum lögreglustörfum. 1974 Auður Eir Vilhjálms- dóttir vígð til prests, fyrst kvenna. 1975 Kvennafrídagurinn. Þann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund konur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslands- sögunnar. 1975 Sett ný lög um getnaðarvarnir og fóstur- eyðingar. Heimild til fóstureyð- ingar var rýmkuð verulega og aðgangur að getnaðarvörnum auðveldaður. 1976 Sett lög um jafnrétti kvenna og karla. Lögin áttu að stuðla að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna. 1980 Vigdís Finnboga- dóttir kjörin forseti Íslands. 1981 Kvennarokksveitin Grýlurnar stofnaðar. Kvennafrí Þann 24. október 1975 lögðu íslenskar konur niður störf og um 25 þúsund kon- ur tóku þátt í útifundi á Lækjartorgi, einum stærsta útifundi Íslandssögunn- ar. Atvinnulífið gjörsamlega lamaðist þennan dag þannig að eftir var tekið og greinilegt hversu miklu framlag kvenna á atvinnumarkaði skipti, sem einmitt var markmið aðgerðanna. Minni baráttufundir voru haldnir um allt land. Tildrögin voru þau að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að árið 1975 yrði sérstaklega helgað málefnum kvenna. Íslensk kvennasamtök tóku höndum saman til að skipuleggja aðgerðir og var samþykkt tillaga frá Rauðsokkahreyfingunni um að konur tækju sér frí frá stöfum á degi Sam- einuðu þjóðanna, 24. október. Framtak íslenskra kvenna vakti athygli út fyrir landsteinana og víða í erlendum fjölmiðlum birtust myndir og viðtöl við íslenskar konur. Aðgerðir sem þessar höfðu verið skipulagðar í öðrum löndum en hvergi þótti hún takast jafn vel og á Íslandi þar sem samtakamáttur kvenna var gríðarlegur. Í dreifiriti sem framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó voru tíundaðar ástæðurnar fyrir kvennafríinu, og sú fyrsta sem þar var nefnd: „Vegna þess að vanti starfsmann til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu.“ Áfangar í kvennaréttindabaráttu liðinnar aldar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stendur upp úr þegar minnst er réttindabaráttu kvenna í öndverðu en margar aðrar hafa borið kyndilinn síðan. Nægir þar að nefna Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konuna sem settist á þing, Auði Auðuns, fyrstu konuna í ríkisstjórn, Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrum forseta Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrum forsætisráðherra og Agnesi M. Sigurðardóttur biskup. Þeirra og fjölmargra annarra kvenna er getið hér í merkri sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.