Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 77

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 77
19. júní Helgin 19.-21. júní 20154 www.steypustodin.is Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Smiðjuvegi 870 Vík Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær 20 YFIR TEGUND IR AF HELLU M Graníthellur og mynstursteypa Graníthellur hafa mun lengri endingartíma en venju legar hellur. Þær henta vel fyrir bílaplön, torg, stíga, þrep, litlar hleðslur og garða. Mynstursteypa er sniðug lausn í plön, stíga og verandir. Gæði, fegurð og góð þjónusta 4 400 400 Fjárfesting sem steinliggur vv 1982 Samtök um kvenna- framboð stofnuð 31. janúar 1982 Samtök um kvenna- athvarf stofnuð; kvennaathvarf opnaði í Reykjavík. 1994 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykja- víkur, ein síns liðs. 1996 Nám í kvennafræðum (kynjafræði frá 1998) hófst við Háskóla Íslands. Grýlurnar Grýlurnar eru almennt taldar vera fyrsta íslenska kvennahljómsveitin. Ragnhildir Gísla- dóttir hætti í hljóm- sveitinni Brimkló snemma árs 1981 og gaf út að hún ætlaði að stofna sína eigin hljómsveit. Þann 1. apríl voru Grýlurnar formlega stofnaðar. Ragnhildur söng og lék á hljómborð, ásamt Herdísi Hall- varðsdóttir, Ingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1994 varð Ingibjörg Sólrún fyrsta konan til að verða borgarstjóri Reykjavíkur ein síns liðs. Hún var þá oddviti R-listans en hafði áður setið á þingi fyrir Kvennalistann. Árið 2005 var hún kjörin formaður Samfylkingarinnar og tveimur árum síðar varð hún fyrsta konan til að gegna embætti utanríkis- ráðherra. Ingibjörg Sólrún hefur verið yfirmaður UN Women, stofnunar á vegum Sam- einuðu þjóðanna, frá haustinu 2011. Hún gegnir nú stöðu umdæmisstjóra UN Women í Evrópu og Mið-Asíu með aðsetur í Istanbúl í Tyrklandi, en hún starfaði áður í Afganistan. Átján ríki heyra undir skrifstofuna í Istanbúl, þar á meðal nokkur ríki fyrrum Sovétríkj- anna. 1983 Kvennalistinn stofn- aður 13. mars upp úr Kvenna- framboðinu. 1985 Verkfall flugfreyja. 1988 Guðrún Helgadóttir varð forseti sameinaðs þings, fyrst kvenna. 1991 Sigríður Snævarr tók við embætti sendiherra Íslands, fyrst kvenna, í Stokkhólmi. 1992 Fríða Á Sigurðar- dóttir hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs, fyrst íslenskra kvenna, fyrir skáld- söguna „Á meðan nóttin líður“. 1993 Björk Guðmunds- dóttir hóf sólóferil sinn með plötunni Debut. 1993 Kvennakirkjan stofnuð. Verkfall flugfreyja Þann 24. október 1985, nánar tiltekið á sjálfan kvennafrídaginn, setti Alþingi lög á verkfall flugfreyja sem þá hafði staðið yfir á annan sólarhring. Kröfur Flugfreyjufélagsins, áður en til verkfalls kom, var að þær fengju 33% vaktaálag fyrir vinnu sína en þær voru á föstum mánaðarlaunum. Gilti þá engu hversu mikið þær unnu, og ekki var greitt sér- staklega fyrir vinnu á helgidögum eða á nóttunni. Vinna yfir jól var lögð að jöfnu við vinnu á hefðbundum mánudegi. Mikil reiði ríkti meðal flugfreyja þegar ljóst varð með hvaða hætti leysa ætti kjaradeilu þeirra við Flugleiðir. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, áskildi sér ótiltekinn frest til að undirrita lögin og harmaði hún að íslensk stjórnvöld skyldu hafa verið svo óheppin að þurfa að setja slík lög varðandi konur þennan tiltekna dag, en skrifaði undir að lokin. Free the nipple Upphaf Free the nipple hreyfingarinnar má rekja til Bandaríkjanna en hún náði til Íslands í mars á þessu ári þegar Femín- istafélag Verzlunarskóla Íslands auglýsti Free the Nipple-daginn og fleiri skólar fylgdi í kjölfarið. Dagurinn varð mjög sýnilegur á samfélagsmiðlum en á Twitter, Facebook og Instagram eru geirvörtur ekki leyfðar. Með því að frelsa geirvörtuna vilja konur taka til sín völdin og fá eignarhaldið yfir sínum eigin líkama aftur til baka, því á sama tíma og henni er bannað að sýna geirvörtuna, vegna laga eða siðferðis- vitundar, er líkami hennar misnotaður á marga vegu, til að mynda sem söluvara og með hrelliklámi. Björk Guðmundsdóttir 1993 hóf Björk sólóferil sinn með plötunni Debut en síðan hefur Björk gefið úr ellefu plötur. Björk hefur hlotið fjölda verðlauna, meðal annars tónlistarverð- laun Norðurlandaráðs árið 1997. Björk fæddist í Reykjavík 21. nóvember 1965. Hún er einn þekktasti Íslendingur- inn fyrr og síðar og farsælasta tónlistar- kona landsins. Hún hóf tónlistarferilinn 11 ára gömul þegar hún byrjaði að læra á píanó og ári síðar kom út platan Björk þar sem hún söng þekkt íslensk barnalög. Hún heillaðist síðar af pönktónlist og árið 1983 stofnaði hún ásamt félögum sínum hljómsveitina Kukl sem þróaðist yfir í hljómsveitina Sykurmolana. Sykurmol- arnir náðu nokkrum frama á erlendum vettvangi og þegar þeir lögðu upp laup- ana árið 1992 hóf hún sólóferil. Platan Debut sló í gegn og hefur Björk síðan verið alþjóðleg stjarna. Hún vakti mikla athygli á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2000 þegar hún mætti í svanakjólnum fræga en þá var hún tilnefnd til Óskars- verðlauna fyrir lagið „Í ve seen it all“ úr mynd Lars Von Trier, Myrkradansar- anum. Nýjasta platan hennar Vulnicura, kom út í mars síðastliðnum. 19. júní hefur sérstakan sess í mínum huga sem dagur mik- illar undrunar. Hverjum datt eigin- lega í hug að missa af vitsmunum helmings mannkyns? Og undrunin er ekki minni í dag þegar við höfum séð að baráttunni er hvergi lokið. Það þarf sífellt að sporna við öflum sem vilja minnka áhrif kvenna og draga í efa skoðanir þeirra og sýn á tilveruna. Það er því jafn mikilvægt og áður að halda deginum á lofti og undrast að einungis séu hundrað ár liðin frá kosningarétti kvenna. Jafnframt fögnum við öllum sigrum og framfararsporum, stórum sem smáum, til jafnréttis í dag og gleðjumst saman með því að njóta hugverka kvenna um alla borg. Til hamingju með daginn, við öll! Hvaða þýðingu Hefur 19. júní í þínum augum? Hallfríður Ólafsdóttir, 1. flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. 1997 Helga Kress skipuð forseti heimspekideildar við Há- skóla Íslands, fyrst kvenna til að gegna embætti deildarforseta við háskólann. 1998 Guðfinna Bjarna- dóttir ráðin rektor Háskólans í Reykjavík, fyrst kvenna til að bera titil rektors. 2000 Vala Flosadóttir fyrsta íslenska konan til að hljóta brons á ólympíuleikum. 2000 Feður fá sjálf- stæðan rétt á fæðingarorlofi. 2003 Femínistafélag Ís- lands stofnað. 2005 Kristín Ingólfsdóttir skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna við HÍ. 2009 Jóhanna Sigurðar- dóttir varð forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. 2012 Agnes M. Sigurðar- dóttir var kjörin biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna. 2013 Vilborg Arna Giss- urardóttir lauk eins síns liðs 60 daga göngu yfir suðurpólinn, fyrst íslenskra kvenna. 2015 „Free the nipple“ og „Bjútítipsbyltingin“. Rún Pálmarsdóttur sem spilaði á gítar og Lindu Björk Hreiðarsdóttur sem spilaði á trommur. Tónlist Grýlanna einkenndist af pönki og framsæknu rokki. Árið 1982 voru þær fengnar til að leika í kvikmynd Stuð- manna, Með allt á hreinu, undir nafninu Gærurnar. Í kjölfar myndarinnar öðluðust þær þónokkrar vinsældir, þær komu fram á plötu úr myndinni og gáfu jafnframt út sína fyrstu og einu breið- skífu, Mávastellið árið 1983. Grýlurnar fóru í tónleika- ferðir bæði til Skandinavíu og Bandaríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.