Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 21

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 21
Silja Aðalsteinsdóttir tók saman ljóð eftir íslenskar skáldkonur undir heitinu Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna sem er nú komin út í endurbættri útgáfu. Í bókinni er að finna ljóð eftir skáldkonur frá 19., 20. og 21. öld og segir Silja það skína í gegn að enn geta ljóð sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja eða má ekki segja. Menningarblaðamaður frekar en ritstjóri Silja Aðalsteinsdóttir er fyrsta konan sem ritstýrði dag- blaði á Íslandi. Hún segist þó frekar hafa litið á sig sem menningarblaðamann með ritstjóra titil, enda hefur menningin alltaf verið hennar helsta áhugasvið og hefur hún einbeitt sér að því. Silja hlaut riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, í upphafi þessa árs fyrir fram- lag til íslenskrar menningar og bókmennta. Ljóð hafa alla tíð heillað Silju og í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna hefur ljóðasafnið Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna verið endurútgefin en Silja sá um val ljóðanna. M ér finnst það við hæfi og skemmtilegt að verið sé að minnast 100 ára afmæl- is kosningaréttar kvenna og sýnist það vera gert af miklum myndar- skap en að öðru leyti þá er svolítið sorglegt að jafnréttismálin skuli ekki vera komin lengra en raun ber vitni,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir og nefnir í því samhengi til dæmis umtalsverðan launamun kynjanna. „Annað dæmi er Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna. Þó það sé gaman að gefa út svona fallega bók þá er það svolítið sorglegt að það þurfi sérstakt úrvalsrit íslenskra skáld- kvenna til að vekja athygli á þeim. Það er normið að vera karlmaður og því þurfa þeir ekki sérstakt tilefni svo að þeirra rit séu gefin út með sama hætti og rit kvenna.“ Silja nefnir dæmi máli sínu til stuðnings. „Þegar bókin kom út sagði vinur minn við mig að aldrei væru gefnar út perlur úr ljóðum ís- lenskra karla. Ég sagði jú, það er gert, en þær bækur heita Þjóðskáld- in, Íslensk úrvalssljóð eða Íslensk lýrík.“ Hún segir þó að það sé þó vel þess virði að gefa út Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna. „Höfuð- markmið svona bókar er að draga fram og minna á hvað við eigum margar góðar skáldkonur.“ Ljóð sem lýsa æviferli konu Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna kom fyrst út árið 1998 og fylgdi eftir bókinni Stúlka sem fjallar um ljóðagerð íslenskra kvenna frá upp- hafi fram til um það bil 1970 með sérstakri áherslu á stöðu þeirra í bókmenntasögu og bókmennta- hefð. Helga Kress ritstýrði og setti hún upp sögulegt yfirlit yfir ljóð íslenskra kvenljóðskálda. „Þegar ég var beðin um að velja ljóð und- ir nafninu Ljóðaperlur íslenskra kvenna ákvað ég að fara aðra leið og taka ljóðin svolítið þematískt fyrir, þar sem æviferli konu er fylgt eftir,“ segir Silja. Í bókinni er ljóðum því raðað eftir efni en ekki eftir aldri skálda. „Í bókinni er að finna ljóð um það að vera stelpa, ung kona, ástfang- in, móðir, ástarsorg og lýsingar á helstu atburðum í lífi kvenna,“ segir Silja. Ljóðin segja sögu og blanda þannig saman ljóðum frá ólíkum tímum. „Mér fannst það sérstak- lega skemmtilegt að láta skáld frá mismunandi tíma standa hlið við hlið, konur frá 19. öld og 20. öld og svo konur sem koma fram á 21. öld. Það sýnir manni vonandi betur hvað þær eiga sameiginlegt, jafnvel þótt formið og efnistökin séu ólík.“ Von á góðu þegar kona gefur út ljóðabók Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna voru prentaðar tvisvar, en eru löngu uppseldar. Það varð því úr að gera nýja útgáfu þar sem notast var við sömu aðferð, það er leitað var að ljóðum þar sem skáldkonur lýsa persónulegri og kynbundinni reynslu. „Ég bætti einhverju við eftir konur sem höfðu verið í eldri útgáfunni og orkt síðan, til dæmis ljóðum eftir tvær af höfuðskáldum bókarinnar, þær Vilborgu Dag- bjartsdóttur og Ingibjörgu Haralds- dóttur.“ Í þessu valferli segir Silja það hafa komið sér mest á óvart hvað kon- ur eru persónulegar í ljóðum sínum og þá sérstaklega hvað þær yrkja mikið um það sem stendur þeim næst. „Um tilfinningarnar, heimilið og ástina, en það gera karlar vissu- lega líka, en þeir skrifa ekki eins mikið um börn og heimilið. Konur yrkja um allt sem karlar yrkja um, nema kannski pólitík og stríð, en að öðru leyti er efnisvalið svipað en þær koma með hversdagsleikann og daglega lífið sem viðbót.“ Silja segir einnig að það sé alveg ótvírætt að íslenskar skáldkonur og verk þeirra vekja meiri athygli nú en áður. „Það er fyrst og fremst því að þakka að þeim hefur vissulega fjölgað og hvað þær hafa fengið mik- ið lof. Einnig er talsvert auðveldara fyrir nýjar skáldkonur að vekja at- hygli því maður á von á góðu þegar kona gefur út ljóðabók.“ Ég hef aldrei tapað neinu á því að vera kona Silja tók við starfi ritstjóra á Þjóð- viljanum árið 1989, fyrst íslenskra kvenna til að ritstýra dagblaði. „En það var nú ekki langur tími,“ segir hún og hlær, en bætir svo við heldur alvarlegri: „ Ég get alveg sagt, án þess að hika, að þessi tími á Þjóð- viljanum var mjög erfiður, aðallega vegna fjármála. Það var þá strax orðið miklu erfiðara að gefa út dag- blað.“ Silja segir einnig að takmark- aður áhugi hennar á beinni flokks- pólitík hafi haft þær afleiðingar að hún forðaðist að skrifa pólitíska leiðara eða fréttir. „Í rauninni finnst mér, eftir á að hyggja, að ég hafi verið menningarblaðamaður með ritstjóratitil. Ég fylgdist mest með því sem var að gerast í menn- ingarmálum og stjórnaði krítíker- um, það var heill gagnrýnendaher á blaðinu í öllum greinum og ég hafði umsjón með þeim. Þetta var í raun sams konar starf, fyrir utan stöku leiðaraskrif, og ég gegndi svo á DV, þar sem ég var menningarrit- stjóri.“ Silja minnist tímanna á DV með mikilli gleði. „Mér fannst, burt- séð frá blöðunum að öðru leyti, mun skemmtilegra að starfa á DV. Þar var góður andi, skemmtilegt fólk og stærri ritstjórn.“ 25 ár eru nú liðin frá því að Silja starfaði á Þjóðviljanum og segir hún að kynjahlutfallið þar hafi verið mjög skarpt. „Það komu inn blaða- konur, eins og til dæmis Vilborg Harðardóttir, ein af fyrstu rauð- sokkunum sem starfaði á blaðinu á undan mér, alveg rosalega flott kona, og svo voru einhverjar ung- ar blaðakonur. En þetta voru fyrst og fremst karlkyns blaðamenn og ljósmyndarar.“ Silja segir samt að hún hafi aldrei velt sér mikið upp úr þessari kynjaskiptingu. „Mér fannst alls ekkert óþægilegt að vera kona á Þjóðviljanum, það var fyrst og fremst fjármagnsskortur og staða blaðsins sem angraði mig. Ég hef alls ekki upplifað þá tilfinn- ingu að hafa tapað neinu á því að vera kona.“ Jafnvægi á öllum sviðum Silja segir að fjölmiðlarnir geti tekið virkan þátt í jafnréttisbarátt- unni. „Við þurfum sífellt að hugsa um þetta jafnvægi. Ég veit af eigin reynslu að það getur verið erfitt að fá konur í viðtöl og fá þær til að tjá sig um sín sérsvið. En þær verða fúsari þegar þær fá samanburðinn. Þegar konum fjölgar yfir línuna þyk- ir þeim ekki fylgja jafn mikil ábyrgð að vera eina konan sem hefur tjáð sig um ákveðið atriði. Við þurfum að jafna þetta út á öllum sviðum. Það sama má segja um ábyrgðar- störf bæði í háskólum, fjármálageir- anum og hinu opinbera.“ Silja segir jafnframt að þetta verði að virka jafnt fyrir bæði kyn. „Konur hafa lagt undir sig ákveðin svið og þar mætti þá fjölga körlum eins og fjölga má konum þar sem karlar eru ráðandi. Maður vill nú síður setja ófrávíkjanlegar reglur, en þetta má ævinlega vera ofarlega í okkar huga.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is 20 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015 Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.