Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 27
V igdís Finnboga- dóttir, fyrsti kven- forseti mannkyns- sögunnar, hellir upp á kaffi í heim- ilislegu eldhúsi sínu á Aragötunni. Hún er nýkomin heim frá Frakklandi þar sem hún talaði á hátíðardagskrá við Sor- bonne-háskóla. Sólin skín úti og tal okkar berst að ferðalögum, íslensku sveitinni og hversu gott það sé að komast í snertingu við náttúruna, þrátt fyrir að meiningin hafi verið að vinda okkur beint í að ræða kosn- ingarétt kvenna. „Fórstu nokkuð á hálendisfund- inn um daginn, sem Landvernd skipulagði í Háskólabíói,“ spyr Vigdís sem er ekki nærri hætt að sinna því sem lengi hafa verið hennar helstu hugðarefni, að rækta andann og hitta fólk. Auk þess að vera heiðursdoktor í háskólum og stofnunum víðsvegar um heim er Vigdís verndari Landverndar og lét fundinn því að sjálfsögðu ekki fram hjá sér fara. Konan með trén „Það skiptir afar miklu máli fyrir æskuna að hún komist í snertingu við landið, þessa ættjörð okkar. Öll börn sem hafa til að mynda farið í berjamó og verið með nátt- úrunni, upplifað fjöl og firnindi, skynja þetta án þess að orða það við sjálf sig. Það er svo gaman að vera úti þar sem er fallegt. En nátt- úran á Íslandi er viðkvæm því við erum staðsett svo norðarlega. Við megum aldrei ganga á þessa nátt- úru heldur er það okkar hlutverk að hjálpa henni. Það má heldur ekki níðast á náttúrunni okkar því hún á svo stóran stað í hjartanu á okkur öllum. Menn átta sig stundum ekki á því að þeir kunni að vera að taka náttúruna frá okkur, þegar verið er að breyta henni með virkjunum og rafmagnsnetum. Þá er búið að taka svo mikið frá okkur af því sem lífið gefur okkur, fyrir hugann og hjart- að. Við megum aldrei gleyma því að minna á mikilvægi náttúrunnar fyrir þjóðina,“ segir Vigdís og rifjar upp þegar hún ferðaðist um landið í forsetatíð sinni og gróðursetti tré. „Þegar ég fór fyrst að heimsækja landsbyggðina frétti ég að það ætti að færa mér gjöf til minningar um heimsóknina. Ég er alin þannig upp að æ skal gjöf gjalda svo ég fékk þessa bráðsnjöllu hugmynd að gefa á móti eitthvað sem kæmi land- inu til góða. Eitthvað sem bindur landið, því landið er að fjúka í burt. Svo ég ákvað að gefa þrjú tré í heim- sóknum mínum um byggðirnar í landinu, eitt fyrir stelpur, eitt fyrir stráka og eitt fyrir ófæddu börnin. Í fyrstu þótti þetta tiltæki spaugilegt, sérstaklega kætti það blaðamenn sem fannst tiltækið í þá daga fjar- stæðukennt, dæmigert fyrir kven- mann í embættiserindum á leið um landið, með tré.“ segir Vigdís og hlær að minningunni. Kvennafrídagurinn breytti öllu Við sitjum í fallegri dagstofunni og á blámáluðum veggjunum hangir myndlist og minningar. Pappírar og bækur standa í stöflum á öllum borðum. Mér leikur forvitni á að vita hvernig Vigdís lítur á þessi merku tímamót kvenréttinda, 100 ára kosningaafmæli kvenna. Þessi kona sem bauð öllum viðteknum venjum birginn þegar hún ákvað að taka áskorunum fjölda fólks og bjóða sig fram til forseta lýðveldis- ins, þá 50 ára gömul, einstæð móðir. „Ég hefði auðvitað aldrei orðið forseti ef ekki hefði verið fyrir kvennafrídaginn,“ segir Vigdís þá. „Í forsetakosningunum, fimm árum síðar, fannst fólki að það ætti að vera kona á meðal frambjóðenda. Á kvennafrídaginn varð mönnum ljóst, þegar konur lögðu niður vinnu, að þær eru máttarstólpar þjóðfélagsins til jafns á við karla. En á þeim tímum var ekki enn farið að nefna slíkt til sögu. Það er ekki enn mikið talað um það en þær eru nú engu að síður stólparnir við hliðina á körlum, það vitum við.“ Vildi sanna að kona gæti verið í framboði Vigdís bauð hefðunum birginn. Strax og framboðið hafði verið ákveðið var hún komin á fulla ferð eins og meðframbjóðendur hennar. Skrifstofa var stofnuð í einum grænum og ferðalög skipulögð um allt land. „Þessi svonefnda kosn- ingabarátta var ótrúlega gefandi tími. Ég fór um allt land, stuðn- ingsmenn tóku á móti mér í öllum landsfjórðungum. Ég gisti aldrei á hótelum heldur alltaf í heimahúsum og borðaði aldrei á veitingahúsum heldur alltaf með fólkinu. Ég hafði engan tíma til að velta neinu öðru fyrir mér en því fyrir hvað ég stæði. Ég var ekkert að velta því fyrir mér hvernig þetta yrði nú allt saman yrði ég kosin. Enda ætlaði ég ekkert endilega að verða kosin. Mark- mið mitt var að sanna að kona gæti farið í svona framboð, ekki síður en karl. Mér var ýtt út í þetta, ekki endilega af konum, heldur mikið til af körlum. Af til dæmis sjómönnum því þeir vildu hafa konu í fram- boði. Sjómenn hafa alltaf vitað hvað konan er sterk því hún er í landi og sér um allt. Hún er menntamálaráð- herra, fjármálaráðherra, arkítekt og allt í senn.“ Vigdís segir konur í dag hafa breyst frá því að hún var í fram- boði. „Afstaða kvenna til sjálfra sín hefur gjörbreyst. Í dag treysta kon- ur sjálfum sér betur. Hér áður fyrr var ekki til siðs að þær stigju fram á sínum eigin forsendum. Það þurfti kjark til þess, það veit ég sjálf. Árið 1980 þurfti alveg gríðarlegan kjark. Maður vaknar ekkert upp einn morguninn og segir; „Góðan dag- inn nú ætla ég að verða forseti.“ Mér fannst þetta alveg út í heiðan bláinn þegar fólk fór að biðja mig um að vera í kjöri. En síðan, þegar maður lendir í því að verða kosin, þá er ekki hlaupið í neitt skjól. Þá verður maður bara að standa sig. Ef maður er kjörin í ábyrgðarstöðu þá verður maður að vanda sig og standa sig. Og það var ekki lítið sem ég þurfti að vanda mig og standa mig fyrstu árin. En mér lá ekki annað til en að sanna það að kona gæti gert þetta rétt eins og karl.“ Enda sannaðist það. Heitt í íslensku ullinni Kvennafrídagurinn var frétt sem vakti athygli út um allan heim. Fimm árum síðar kaus þjóðin konu sem forseta og komst aftur í heimsfréttirnar. „Þetta gerði það að verkum að ég var mjög velkominn gestur. Fyrsta erlenda heimsóknin var samkvæmt gamalli hefð til Danmerkur. Útflutningsráð kom strax með íslenskar vörur og þar var náttúrulega ull og fiskur fremst á blaði. Mér var svo heitt í þessari ferð því ég var endalaust í íslenskri ull. Fyrir þessa fyrstu ferð bjuggu Bændasamtökin til á mig pels úr gæru og báðu mig um að fara í honum í ferðina, sem ég gerði því ég geri allt fyrir Ísland, allt. Svo kem ég til Kaupmannahafnar þar sem Margrét Danadrottning tekur á móti mér, há og grönn í minkap- els niður á tær, æðislega flott með hatt. En ég valt niður landganginn eins og snjóbolti í hvítu gærunni. Svo stóð í dönsku blöðunum daginn eftir; „Dronningen í mink, presi- denten í får!“ Ég hef nú aldrei aftur notað þennan pels en svo var hann sýndur á fatasýningunni um daginn og þetta er bara ljómandi falleg flík, merkt Sláturfélagi Suðurlands,“ segir Vigdís og hlær innilega. „Það var auðvitað alltaf mikið spáð í fötin en það gleymist stund- um að á bak við öll þessi dress er alveg gríðarleg vinna sem fór í að semja ræður. Maður auðvitað sýndi sig ekki eins og sýningardama heldur gekk maður með ræður í öllum þessum fatnaði. Maður þurfti nú líka að tala í þessum fötum.“ Kvenréttindi eru mannréttindi Þegar Vigdís lét af störfum í emb- ætti var komið að máli við hana um að hafa forgöngu um stofnun samtaka kvenna í heiminum sem hafa gengt forseta eða forsætis- ráðherrastöðu. Vigdís stofnaði „Heimsráð kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders) ásamt Mary Robinsson, forseta Írlands og Laura Lizwood, framkvæmda- stjóra ráðsins. „Það er enginn vafi á því að hvar sem er í heiminum þá er það nýjung enn þann dag í dag Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Þann 8. mars síðast- liðinn tók Vigdís fyrstu skóflustung- una að byggingu stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um. Stofnunin sem mun hýsa alþjóðlega tungumálamiðstöð og alla kennslu og rannsóknir í er- lendum tungumálum Fyrsti kvenforseti sögunnar Þann 29. júní 1980 var Vigdís Finnbogadóttir hyllt á svölunum á heimili sínu við Aragötu eftir að úrslit lágu fyrir og ljóst var að hún væri fyrsti kona sögunnar til að vera lýðræðislega kjörin þjóðhöfðingi. „Ef maður er kjörin í ábyrgðarstöðu þá verður maður að vanda sig og standa sig. Og það var ekki lítið sem ég þurfti að vanda mig og standa mig fyrstu árin. En mér lá ekki annað til en að sanna það að kona gæti gert þetta rétt eins og karl.“ Ljósmyndir úr safni Mbl. Konan með trén Vigdís hefur veitt náttúru Ís- lands ómældan stuðning. Hún fékk þá bráð- snjöllu hugmynd að gefa táknræna gjöf til æsku landsins á ferðum sínum um landið. Hér gróðursetur hún þrjár hríslur með aðstoð ungra drengja í Barmahlíð árið 1985. við Háskóla Íslands hefur notið liðveislu Vigdísar í uppbyggingarstarfinu. Með Vigdísi á myndinni eru Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Illugi Gunnarsson, mennta- málaráðherra. Sjá næstu opnu 26 viðtal Helgin 19.-21. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.