Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 81

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 81
19. júní Helgin 19.-21. júní 20158 Einföld lausn á hvimleiðu vandamáli. Vertu með fallegar neglur, alltaf ! Nailner penninn við svepp í nögl. Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Það sem kom okkur mest á óvart er hversu hryllilega algengt kynferðisof- beldi er. Kynferðislegt ofbeldi var best geymda leyndarmálið Guðrún Jónsdóttir segir það hafa verið hræðilegt reiðarslag þegar hún gerði sér grein fyrir hversu útbreitt kynferðislegt ofbeldi er. Hún hafði starfað sem félagsráðgjafi í um 25 ár áður en hún gekk til liðs við Samtök um kvennaframboð og fékk þá fyrst inn á borð til sín kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum. Guðrún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990. Hún segir samstöðu kvenna lykilinn að breytingum í heiminum og kallar eftir því að konur fylgi eftir Beauty Tips- byltingunni með aðgerðum. Kynjahlutfallið á mínu heimili er hnífjafnt. Við höfum mömmuna og pabbann, soninn og dótturina og svo læðuna og fressið. Ég er í þannig stöðu að ég finn ekki mikið fyrir ójafnrétti í daglegu lífi. Ég hef ferðast dálítið til arabalanda þar sem konur eru í allt annarri stöðu en við á Íslandi. Þar er maðurinn minn ávarpaður: „Herra, góðan daginn herra!“ „Herra. Hvernig líður þér í dag, herra?“ Ég tók ekki eftir þessu forskeyti, herra, í fyrstu og svaraði bara: „Ég er bara mjög hress og kát takk,“ og það sem þeir voru hissa karlarnir. Það var sko ekki verið að tala við mig. Undir þessum kringumstæðum sér maður hvað við erum, sem betur fer, komin langt á Íslandi. Ég er mjög hrifin af Íslandi, kvenréttindum og mann- réttindum fyrir alla. Ég veit að ég á eftir að vera með króníska gæsahúð þann 19. júní í hátíðahöldunum og hugsa til forvera okkar og alls þess sem þær höfðu ekki en við höfum í dag. Hvaða þýðingu Hefur 19. júní í þínum augum? Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúsaeigandi. S amstaða kvenna er ástæðan fyrir þeim breytingum sem hafa orðið. Það er enginn sem gefur okkur vald – við þurfum að ná því sjálfar,“ segir dr. Guðrún Jóns- dóttir félagsráðgjafi sem tók þátt í stofnun Samtaka um kvennafram- boð árið 1982 og stofnun Stígamóta árið 1990. „Samstaðan er númer eitt, tvö og þrjú. Það eru forrétt- indi að finna orkuna sem fylgir því að taka þátt í sameiginlegu átaki til að breyta heiminum og ég vona að sem flestar stelpur fái að upplifa slíkt einhvern tímann á ævinni,“ segir hún. Guðrún fylgdist í fyrstu áhuga- söm með Rauðsokkahreyfingunni af hliðarlínunni og þegar undir- búningur fyrir kvennaframboðið fór af stað ákvað Guðrún að leggja sitt á vogarskálarnar. „Mér fannst Rauðsokkurnar alveg meiriháttar. Ég veit satt að segja ekki alveg af hverju ég tók ekki þátt fyrr. Ég held að það hafi verið aldurinn, flestar þessar konur voru yngri en ég og höfðu aðra reynslu. Ég var fædd inn í kreppuna og engin umræða um réttindi kvenna þegar ég var að alast upp. Ég man að ég gerði oft athugasemdir við að ég þyrfti að vaska upp á meðan bræður mínir fengu að fara út að leika en fékk litlar undirtektir,“ segir Guðrún sem fagnaði 84 ára afmælinu á þriðjudag, 16. júní, og var tæplega fimmtug þegar Samtök um kvenna- framboð voru stofnuð. „Ég mætti á stofnfundinn á Hótel Borg og skráði Guðrún Jónsdóttir varð þeirri stund fegnust þegar hún losnaði úr borgarstjórn og gat einbeitt sér að því að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn konum og börnum. Hún varð talskona Stígamóta þegar þau voru stofnuð árið 1990. Lj ós m yn d/ D ag sk rá in S el fo ss i mig í vinnuhóp. Dagvistunarmálin voru það sem brann hvað mest á konum á þessum tíma. Launabarátt- an var rétt að byrja og lítið sem ekk- ert talað um kynferðisofbeldi. Við lögðum áherslu á að fjölga dagvist- unarrýmum. Konur voru að koma í auknum mæli út á vinnumarkaðinn en samfélagið var svo langt á eftir þegar kom að því að gera konum það mögulegt,“ segir hún. Bjartsýnar í byrjun Kvennaframboðið fékk tvo kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og tvo á Akureyri. Kvennalistinn bauð fram í þremur kjördæmum árið eftir og hlaut 5,5% atkvæða. „Ég lenti efst á lista hjá Kvenna- framboðinu. Það æxlaðist einhvern veginn þannig þó ég væri alls ekki að sækjast eftir pólitískum frama. Satt að segja varð ég þeirri stund fegnust þegar kjörtímabilinu í borg- arstjórn lauk og ég gat einbeitt mér að starfi með konum og börnum sem höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Mér fannst ég gera miklu meira gagn í kvenfrelsismálum þar heldur en með því að þræta inni í borgarstjórn,“ segir hún. Guðrún hafði starfað sem félags- ráðgjafi frá árinu 1957 en hafði aldrei fengið mál sem snerist um kynferðisofbeldi inn á borð til sín fyrr en hún fór að starfa innan kvennahreyfingarinnar. „Við vorum nokkrar, félagsráðgjafar og lögfræðingar, sem settum á stofn Kvennaráðgjöfina sem enn er starfandi. Þegar við fórum fyrst af stað vorum við mjög bjartsýnar á að við gætum upprætt kynferðis- legt ofbeldi en eftir því sem við unnum lengur í þessum mála- flokki komu upp fleiri mál og fleiri birtingarmyndir ofbeldisins. Fram að þessum tíma var kynferðislegt ofbeldi best geymda leyndarmálið, sérstaklega kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Það myndaðist allt annað samband á milli okkar og þessarra kvenna sem leituðu til okkar því þarna var bara kona að tala við konu, frekar en fulltrúa stofnunar eða yfirboðara. Það sem kom okkur mest á óvart var hversu hryllilega algengt kyn- ferðisofbeldi er. Það var hræðilegt reiðarslag þegar við gerðum okkur grein fyrir að þetta væri svona djúpstætt og útbreitt vandamál. Fyrst vorum við að vinna með kon- ur sem hafði verið nauðgað, síðan sögðu konur okkur frá sifjaspelli, kynferðislegri áreitni á vinnustað, vændi og mansali. Eftir því sem umræðan jókst komu fram fleiri form valdbeitingar,“ segir Guðrún en Kvennaráðgjöfin var starfrækt í sjálfboðastarfi þar til þær stofnuðu Stígamót og var Guðrún sérleg talskona þeirra. Valdatæki til að stjórna konum Guðrún segist alltaf hafa gaman af því að tala við ungar konur og telur að það sé enn meiri hreyfing á baráttu kvenna en sést á yfir- borðinu. „Ég er ekki mikið inni í þessum tölvuheimi en ég hef fylgst með fréttum af byltingunni þar,“ segir hún og vísar til byltingarinn- ar í Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem hundruð kvenna hafa sagt frá því kynferðislega ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. „Mér finnst stórkostlegt að konur hafi fundið sér leið til að tala um sín mál,“ segir hún og ítrekar að umræðan um kynferðislegt ofbeldi sé ekki einkamál þeirra sem hafa orðið fyrir því. „Kynferðislegt ofbeldi er valdatæki, tæki til að hafa stjórn á konum og börnum. Þar með hefur þetta áhrif á allar konur, hvort sem þær hafa verið beittar kynferðis- legu ofbeldi eða ekki. Þetta er yfirvofandi ógn sem stjórnar því hvernig við högum okkur og hvað við segjum. Í mínum huga hefur þetta aldrei verið spurning um „okkur“ og „þær.“ Þetta hefur áhrif á okkur allar og festir okkur í fjötrum ákveðinnar kvenímyndar og kvenhlutverka,“ segir Guðrún. Eins hrifin og hún er af Beauty Tips-byltingunni segir hún að það sé ekki nóg að tala. „Þetta er stór- kostleg byrjun en síðan þarf að fylgja þessu eftir. Það er ekki nóg að við sitjum og rekjum harma okkar. Við þurfum líka að gera kröfur á samfélagið um breytingar. Ég myndi vilja sjá framvarðasveit kvenna sem væri bara í „aksjón“ sem væri ekki hægt að víkja sér undan. Það þarf gríðarlegt átak til að breyta þessu,“ segir hún og leggur aftur áherslu á samstöð- una. „Ekkert af því sem ég hef hér talað um hefði gerst nema fyrir tilstilli samstöðu kvenna. Þetta eru ekki afrek einstaklinga heldur afrek sem samstaðan skapar. Sam- staðan getur lyft grettistaki.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.