Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 87

Fréttatíminn - 19.06.2015, Blaðsíða 87
19. júní Helgin 19.-21. júní 201514 M eð jafnlaunavottuninni hefur bankinn fengið staðfestingu á því að búið sé að kerfisbinda launaákvarðanir og að hann sé með jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum ÍST 85:2012. Í tilkynningu frá VR og Arion banka var haft eftir Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanni VR, að það væri ánægju- legt og ekki síður mikilvægt þegar stór banki á við Arion banka bætist í hóp jafnlaunavottaðra fyrirtækja. Jafnlaunavottun VR tekur nú til 24 fyrirtækja og stofnana á íslenskum vinnumarkaði. Ábyrg vinnubrögð Jónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka, segir jafnlauna- vottunina hafa mikla þýðingu fyrir bankann, jafnt inn á við sem út á við. „Starfsfólk getur verið öruggt um að við séum að vinna eftir ákveðnum vinnureglum og ferlum. Það skiptir einnig máli að almenningur viti að við erum að vinna á ábyrgan hátt hvað varðar jafnrétti. Fólk sem sækir um vinnu hjá okkur getur verið visst um að karlar og konur njóti sömu launaréttinda.“ Vottunarferlið hófst síðastliðið haust og frá áramótum hefur sérstakur verkefnastjóri starf- að innan bankans að því að undir- búa vottunina. Mikill vilji var meðal starfsfólks að innleiða jafnlaunakerfi og margir lögðu verkefninu lið. „Það er mikil ánægja með niðurstöðuna,“ segir Jónas. Jafnlaunakerfið nær til fleiri þátta en jafnréttis kynjanna „Markmiðið með Jafnlaunavottun VR er að sjálfsögðu að jafna hlut kynjanna þegar kemur að launamál- Arion banki fyrsti bankinn til að hljóta jafn- launavottun VR Jafnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur nýs jafnlauna- staðals Staðlaráðs Íslands. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hefur hlotið þessa vottun og fyrsti bankinn. Kerfið mun tryggja að starfsfólki Arion banka sem vinnur sambærileg störf sé ekki mis- munað í launum. um. Það kom okkur þó skemmtilega á óvart að þegar líða tók á ferlið átt- uðum við okkur á því að jafnlauna- kerfið nær til fleiri þátta. Þannig tryggir kerfið að jafn verðmæt störf eru borin saman þvert yfir bank- ann, ekki eingöngu á milli kynja. Sem dæmi má nefna að sambærileg störf eru borin saman á milli höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðar, milli deilda og sviða og á kerfið að tryggja að sambærileg laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð búsetu eða öðrum þáttum. Jafn- launavottunin tryggir því jafnrétti starfsmanna almennt, þvert yfir ein- ingar, en ekki aðeins á milli kynja. Ég get ekki annað en mælt með því að sem flest fyrirtæki fari í gegnum þetta ferli sem er virkilega hollt og lærdómsríkt,“ segir Jónas. Hluti af stærri jafnréttisstefnu Ísland telst vera fremst í flokki í jafnréttismálum á heimsvísu, sam- kvæmt Global Gender Gap Report. „Það er skýr krafa starfsmanna Arion banka að þeir geti treyst því að konur og karlar sitji við saman borð þegar kemur að launaákvörð- unum og er jafnlaunavottunin liður í því að tryggja að svo sé. Við erum með skýra jafnréttisstefnu og sér- staka jafnréttisnefnd starfandi inn- an bankans. Þar er verið að huga að ýmsum öðrum þáttum eins og til dæmis ráðningum og kynjaskipt- ingu í deildum,“ segir Jónas. „Að lokum vil ég fyrir hönd starfsfólks Arion banka óska landsmönnum öll- um til hamingju með 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“ Unnið í samstarfi við Arion banka Jónas Hvannberg, starfsmannastjóri hjá Arion banka. Arion banki er stærsta fyrirtækið sem hlotið hefur jafnlaunavottun VR. Þess má geta að listaverkið sem er í bakgrunni er eftir listakonuna Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur en verkið er hluti af sýningunni Fletir sem nú stendur yfir í Arion banka. Mynd/Hari. B orgarsögusafn Reykjavíkur stendur fyrir tveimur merki-legum sýningum í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Um er að ræða sýningarnar Sjókonur sem búið er að koma fyrir í Sjóminjasafn- inu í Reykjavík og sýninguna Hjá- verkin sem sýnd er í Árbæjarsafni en bæði söfnin heyra undir Borgar- sögusafn. Sjósókn íslenskra kvenna í fortíð og nútíð Sjókonur er ný sýning í Sjóminja- safninu í Reykjavík sem rekur sögu íslenskra kvenna sem sóttu sjóinn, í fortíð og nútíð. Sýningin er sam- starfsverkefni Borgarsögusafns og dr. Margaret E. Willson, mann- fræðings við háskólann í Washing- ton í Bandaríkjunum. „Undanfarin ár hefur hún safnað heimildum um sjósókn íslenskra kvenna, frá upp- hafi byggðar til vorra daga. Sýning- in byggir á áður óbirtum rannsókn- um dr. Willson en þær kollvarpa þeim hugmyndum sem uppi eru um sjósókn kvenna sem var og er mun almennari en áður var talið,“ segir Íris Gyða Guðbjargardóttir sýningarstjóri. Frásagnir af konum sem sóttu sjó markast ekki síst af hugdirfsku þeirra á sjó, útsjónar- semi og styrk. Heimildir greina frá aflsæknum konum og kvenkyns formönnum. Finna má frásagnir af konum sem fæddu börn úti á opnu hafi eða í flæðarmáli rétt eftir lendingu. Þessi dæmi og fjölmörg fleiri benda til þess að sjósókn hafi verið eðlilegur hluti af lífi margra kvenna. Hjáverkin Á Árbæjarsafni opnaði nýverið sýn- ingin Hjáverkin – atvinnusköpun kvenna í heimahúsum 1900-1970 sem byggir á safnkosti Borgarsögu- safns Reykjavíkur og rannsóknum safnsins á vinnu kvenna. Ábyrgð kvenna á eigin afkomu og afkomu fjölskyldunnar hefur almennt ekki verið mikils metin í samfélagslegri umræðu, bókmenntum og sögu- bókum. Langt fram eftir 20. öld voru karlar fyrirvinnur en konur voru heima. Framleiðsla kvenna hefur í gegnum tíðina verið vand- lega falin og vantalin í hagrænum skilningi. „Sýningin er því óður til kvenna. Óður til framtaksemi þeirra, hugmyndaauðgi og sjálfs- bjargarviðleitni. Konur hafa ætíð axlað ábyrgð en möguleikar þeirra hafa oft á tíðum verið afar takmark- aðir,“ segir Gerður Róbertsdóttir sýningarhöfundur. Á sýningunni er ljósi varpað á þessa földu veröld kvenna, hvernig konum tókst að afla tekna í hjáverkum samhliða skyldu- störfum til að sjá sér og sínum far- Sýningar um sjómennsku og atvinnusköpun kvenna borða. Frítt verður inn á Árbæjar- safn í dag, 19. júní, og boðið verður upp á leiðsögn um öll hús safnsins klukkan 11 og 14. 100 viðburðir í tilefni 100 ára Sýningarnar eru hluti af 100 við- burðum sem borgin stendur fyrir í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi. Ár- bæjarsafn og Sjóminjasafnið eru opin daglega frá kl. 10-17. Árbæjar- safn er í Kistuhyl, 110 Reykjavík og Sjóminjasafnið í Reykjavík er á Grandagarði 8, 101 Reykjavík. Á vefsíðunni www.borgarsogusafn. is má nálgast nánari upplýsingar og þar er einnig að finna viðburða- dagatal sem sýnir alla viðburði safnsins. Unnið í samstarfi við Borgarsögusafn Reykjavíkur Sýningin Sjókonur fer fram í Sjóminjasafn- inu í Reykjavík í tilefni 100 ára afmælis kosn- ingaréttar kvenna. Mynd/Borgarsögusafn Sýningin Hjáverkin í Árbæjarsafni fjallar um atvinnu- sköpun kvenna í heimahúsum á tímabilinu 1900-1970. Frítt er inn á safnið í dag, 19. júní. Mynd/Borgarsögusafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.