Fréttatíminn - 19.06.2015, Side 37
Loksins nógu gömul til að kjósa
T
Tengdadóttir mín er fertug í dag, á kven-
réttindadeginum 19. júní, þegar því er
fagnað að öld er liðin frá því að konur
fengu kosningarétt. Það er varla hægt
að hugsa sér annan eins dag til að fagna
stórafmælinu og minnast um leið þessara
merku tímamóta. Miðað við þann áfanga
sem þá náðist hefði mín ágæta tengda-
dóttir loksins verið orðin nógu gömul til
að kjósa, en þennan dag fyrir réttri öld
fengu konur, 40 ára og eldri, kosninga-
rétt og kjörgengi til alþingis. Þetta þykir
okkur skrýtið í dag og svo er að sjá sem
þetta hafi líka þótt fremur hjákátlegt
fljótlega eftir að þetta stjórnarskrár-
ákvæði var staðfest af Danakóngi 19. júní
1915. Aldurinn átti nefnilega að lækka
um eitt ár næstu fimmtán árin, eða þar til
25 ára aldri væri náð, en það var aldurs-
takmark kosningabærra karla. Ákvæðið
var því fellt úr gildi fimm árum síðar, árið
1920. Karlar og konur hafa því notið sama
réttar við kosningar til alþingis undan-
farin 95 ár.
Fyrstu áratugina eftir þetta þokuðust
réttindamál kvenna hægt. Ýmsir áfangar
náðust að sönnu, fyrsta konan settist á
þing sjö árum síðar, konur létu smám
saman meira til sín taka, sóttu sér aukna
menntun og að því kom að fyrsta konan
varð bæjarstjóri, ráðherra, dómari og
svo framvegis, auk áfanga í jafnlauna-
málum karla og kvenna – en segja má að
réttindabarátta kvenna hafi ekki komist
á verulegan skrið fyrr en um og upp
úr 1970. Þá var Rauðsokkahreyfingin
stofnuð og hinn stórmerki kvennafrí-
dagur haldinn árið 1975 þegar konur
lögðu niður vinnu og flykktust á baráttu-
fundi víðsvegar um landið en fjölmenn-
asti fundurinn var haldinn á Lækjartorgi
þar sem 25-30 þúsund manns, aðallega
konur, mættu, stilltu saman strengi og
lögðu línur til framtíðar. Samkoman
vakti heimsathygli og leiddi, með ýmsu
öðru vitaskuld, til þess að Vigdís Finn-
bogadóttir var kjörin forseti Íslands fimm
árum síðar, fyrst kvenna í heiminum til
að gegna embætti þjóðkjörins forseta.
Hlutirnir gerðust því hratt á þessum
árum, fyrstu sambúðarárum okkar hjóna
þegar við vorum að feta okkur áfram í
nýjum hlutverkum sem bráðung hjón
og foreldrar. Minn betri helmingur
minntist þess einmitt á dögunum að hún,
sem starfsmaður Kópavogsapóteks á
kvennafrídaginn 24. október 1975, fékk
frí, en aðeins í klukkutíma eins og aðrar
konur í apótekinu, til að sækja fundinn
á Lækjartorgi. Það var mikil umferð og
mannmergð í bænum og því gafst lítill
tími til þátttöku á fundinum sjálfum ef
komast þurfti fram og til baka til Kópa-
vogs á þeim stutta tíma. Hún var þar
samt og sýndi samstöðu með kynsystrum
sínum.
Það var ekki vanþörf á, hvort heldur
var á heimilum, vinnumarkaði eða í jafn-
réttismálum almennt. Það hallaði mjög
á konur og ég játa það undanbragðalaust
að ég var engu betri en kynbræður mínir
almennt í rembunni en hef tíðaranda þess
tíma mér til afsökunar. Þegar við hófum
okkar búskap kunni hvorugt okkar mikið
fyrir sér í eldamennsku en mín góða kona
tók það hlutverk í meginatriðum að sér.
Sama gilti um uppeldi drengsins okkar
sem við áttum þá – og raunar einnig um
seinni börnin. Ég var frekar á hliðarlín-
unni. Mér hefur heldur farið fram, vona
ég að minnsta kosti, en gleðst yfir þeirri
augljósu bót sem orðið hefur milli kyn-
slóða þegar ég fylgist með börnum okkar
og tengdabörnum. Þar ríkir mikið jafn-
ræði milli kynja á öllum sviðum, í matar-
gerð, umönnun barna og öðru því sem að
heimilisrekstri lýtur. Öll hafa börn okkar
og tengdabörn sinnt sínu námi af alúð
og síðar vinnu og hallast þar ekki á milli
kynja. Heimur batnandi fer.
Í þessum breytta og betri heimi alast
barnabörnin okkar upp. Á heimilum
þeirra þykir eðlilegt að pabbi og mamma
skiptist á að fara með þau í leikskólann
eða sækja, auk þess sem gengið er út frá
því sem vísu að pabbinn eldi ekki síður
en mamman og gangi frá – eða setji í
þvottavél og taki úr þurrkaranum. Þess
vegna er líka kallað á afann, ekki síður en
ömmuna þegar smátt fólk hefur gert stórt
í heimsókn hjá afa og ömmu og hreinsa
þarf botninn. Vera kann að afinn gjói
öðru auganu á ömmuna, svona af gömlum
vana, áður en hann stendur upp en svo
er amman sjóuð orðin að hún horfir bara
í hina áttina – svo afinn stendur upp og
gerir sig kláran.
Enn er verk að vinna þótt konur sæki
fram á öllum vígstöðvum. Óútskýrður
launamunur kynjanna er enn til staðar,
konur eru færri en karlar á þingi og í
sveitarstjórnum og lagasetningu þurfti til
svo konum fjölgaði í stjórnum fyrirtækja.
Samt hljótum við að staldra við á þessum
degi, 19. júní 2015, þegar öld er liðin frá
því að fertugar konur fengu kosninga-
rétt. Það hefur ótrúlega margt áunnist
og í minni tíð, ekki eldri en ég er, man
ég eftir fyrstu konunni á ráðherrastóli,
kvennafrídeginum að sjálfsögðu, fyrstu
konunum sem klæddust lögreglubúningi,
fyrstu konunni sem gegndi prestsemb-
ætti, framboði Kvennalistans og í seinni
tíð þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð
forsætisráðherra og Agnes M. Sigurðar-
dóttir biskup. Upp úr stendur þó sú stund
þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin
forseti Íslands árið 1980. Ég var mættur
sem ungur blaðamaður árla morguns á
Aragötuna þar sem mannfjöldinn hyllti
Vigdísi í blíðu júníveðri – og var jafn-
framt viðstaddur fyrsta blaðamannafund
hennar, einnig heima á Aragötu. Það
fundu allir að blað hafði verið brotið –
stórtíðindi höfðu orðið.
Fyrir þessum stóra áfanga – og öllum
hinum líka – leyfi ég mér að skála í dag
við fertuga tengdadóttur mína. Afmælis-
dagurinn hefði ekki getað verið betur
valinn!
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
DrainLine niðurfallsrennur
Tilboð
66.900
Hitastýrð
sturtu blöndunar-
tæki með höfuð-
og handúðara
með nuddi.
36 viðhorf Helgin 19.-21. júní 2015