Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 46

Fréttatíminn - 19.06.2015, Page 46
Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220 lindesign.is Brúðkaupsgjön sem mýkist ár eftir ár Rúmföt frá 7.990 - 9.990 kr Yr 50 gerðir rúmfata til brúðargjafa Rúmföt 7.990 kr - 9.990 kr Við virðum náttúruna Þess vegna notum við ölnota innkaupapoka honum dóttur um haustið 1927, Veru. Ingibjörg var þá ein með barn, 26 ára gömul eins og móður hennar hafði verið. Hún flutti með barnið til Parísar þar sem hún hélt áfram listnámi. Sambandið við Ísland hafði ekki slitnað. Vitað er að Ingibjörg H. Bjarnason skrifaðist á við fyrrum mágkonu sína og eflaust hefur Adeline haft hvetjandi áhrif á Ingi- björgu. Þegar Ingibjörg yngri var komin til Parísar í listnám með ungbarn sótti föðurfjölskylda henn- ar um styrk til Alþingis svo hún gæti lokið námi. Þar sat einmitt Ingibjörg H. Bjarnason fyrir Íhalds- flokkinn eftir að hafa verið kosin á þing fyrir Kvennalistann fyrri fyrst kvenna. Og auðvitað fékk Ingibjörg yngri styrkinn. Þannig virka lítil samfélag. Þeir sem eru í góðri að- stöðu leyfa ættingjum og vinum að njóta með sér. Ástir, afbrýði og abstrakt Næsta sem við vitum er að hún hengir þrjú verk upp á samsýning- unni í Galerie 23 við rue la Boétie í apríl 1930, þá 28 ára gömul, innan um verk listamanna sem eiga eftir að verða áhrifavaldar í lista- og menningarlífi álfunnar.. Á myndum frá sýningunni heldur Michel Seup- hor um arm hennar og lætur vel að henni, enda er Ingibjörg í einhverj- um heimildum kölluð frú Seuphor. Michel Seuphor var áhrifamaður í listalífi Parísar, kannski ekki svo góður málari en mikill kenninga- smiður, útgefandi og primusmótor. Hann þekkti alla og tengdi saman fólk. Við hlið hans var Ingibjörg í hringiðu listalífsins og þétt upp við viss straumhvörf. Listamennirnir í kringum Seuphor vildu nýja list á nýjum forsendum. En Ingibjörg var ekki í hópnum bara fyrir Seuphor. Þegar sænskur listfræðingur, Ulf Thomas Moberg, var löngu síðar að viða að sér efni um Cercle et Carré málaði Seuphor eftir minni endur- gerðir af málverkum Ingibjargar. Hún kallaði þær fiskabúr; þetta voru kringlótt form í dimmum litum með rauðum litlum kössum – hringur og kassi. Verkin sjálf eru hins vegar annað hvort glötuð eða hanga á veggjum fólks sem hefur ekki hugmynd um hvað þau gætu lífgað upp á íslenska listasögu. Þegar upp úr ástarsambandi Ingibjargar og Seuphor slitnaði lokaðist þessi veröld fyrir henni. Sagan segir að Seuphor hafi fyllst afbrýði út í vin sinn, ungverskan málara og ástmann Ingibjargar, Zil- zer að nafni. Þar getur hugsanlega verið um að ræða Gyula Zilzer, ung- verskan málara sem vann víða um Evrópu en fluttist síðar til Banda- ríkjanna. Vandinn er hins vegar sá að Vera, dóttir Ingibjargar, hét Vera Zilzer og hún fæddist nokkrum árum fyrr. Það má hins vegar vel vera að Zilzer sé listamaðurinn á berklahælinu. Eða þá að Ingibjörg hafi gefið Veru Zilzer-nafnið síðar og eftir að hún kynntist Gyula. Ljósbrot frá meginlandinu Við vitum hins vegar ekki hversu lengi samband þeirra entist. Ingi- björg hraktist til Þýskalands undan afbrýðisemi Seuphor og flutti síðan með Veru til Íslands árið 1934 þar sem hún opnaði snyrtistofu og bjó til smyrsl og sápur úr kindatólg meðal annars. Hún nýtti þar efna- fræðinámið sitt og námskeið sem hún hafði sótt til Helenu Ruben- stein í gerð snyrtivara. Ingibjörg skýrði stofuna og kremin Vera Simillon, eftir sjö ára dóttur sinni að hluta. Hugsanlega er enn til fólk sem man Veru Simillon. Ingibjörg auglýsti kremin og stofuna mikið og víða. Og hún seldi framleiðsluna þegar hún flutti út aftur. Lengst var Vera Simillon júgursmyrsl framleitt, líklega fram á sjöunda áratuginn. Sænski listfræðingurinn Moberg spurðist fyrir um Ingibjörgu þegar hann var að skrifa um Cercle et Carré. Hún var heillandi en alltaf mjög dularfull, sagði Þorvaldur Skúlason. Halldór Laxness sagði að henni hefði fylgt ljósbrot frá megin- landinu. Það bendir til að Halldóri hafi þótt nokkuð til hennar koma enda var drengurinn frá Laxnesi ætíð að elta þetta ljós frá meginland- inu. Þráði ekkert heitar en að til- heyra evrópskum menningarheimi. Lækningamáttur listarinnar Ingibjörg flutti aftur út til Þýska- lands 1937. Þorleifur faðir hennar dó ári eftir að hún flutti til landsins og hugsanlega hefur hún verið of lítið tengd landinu til að tolla. Fátt er vitað um hana eftir þetta nema hvað hún fór til Bandaríkjanna í stríðsbyrjun og þaðan til Argentínu. Hún bjó í Buenos Aires til dauða- dags, 1978. Ingibjörg mun hafa gifst aftur og starfað að mannúðar- málum. Talið er að flest málverk hennar og persónulegir munir hafi glatast og eyðilagst þegar heimili hennar var rænt. Vera dóttir hennar ólst upp við listir og varð málari. Hún vann að listmeðferð með geðsjúkum með kunnum argentískum geðlækni og menningarfrömuði, Salomon Res- nik. Sá trúði mjög á lækningamátt listarinnar enda menningarmaður sjálfur og mikill vinur skáldanna Jorge Luis Borges og Aldo Pel- legrini. Við getum ímyndað okkur að þær mæðgur hafi tengst inn í listalífið í Buenos Aires. Vera hélt áfram að starfa við listmeðferð, meðal annars við Lincolnspítalann í Bronx í New York þegar hún fluttist þangað. Síðar fluttist hún til Tórínó á Ítalíu þar sem hún starfaði að list- meðferð og gaf meðal annars úr bók um þau fræði. Vera Zilzer dó fyrir rúmum tíu árum, rétt tæplega 77 ára gömul. Götótt saga af konum Svona er sagan sem ég sagði Sóleyju um föðursystur kjörömmu hennar sem sýndi í húsinu þar sem fasteignasala er í dag. Ég veit ekki hvort allt af þessu er satt og rétt. Ég týndi þetta til af internetinu og mik- ið upp úr grein sem Hávar Sigur- jónsson skrifaði í Lesbók Moggans fyrir sextán árum. Mig langaði að fóðra dóttur mína á sögum um kon- ur sem höfðu lifað skemmtilegu lífi sem þær mótuðu sjálfar. Og ég birti þessi slitur hér í von um að einhver taki sig til og reyni að ná betur utan um sögu þessara góðu kvenna. Sagan segir margt um síðustu öld og baráttu kvenna fyrir að fá að lifa sínu eigin lífi. Og auðvitað segja holurnar sína sögu um stöðu kvenna í sögunni. Í listasögu okkar er Ingibjörg Stein Bjarnason varla neðanmálsgrein þótt hún hafi tilheyrt hópi lista- manna sem stóð fyrir straumhvörf- um í listasögunni. Það er ekki eins og saga okkar sé uppfull af slíkum skemmtilegheitum. Það myndi lífga upp á hana að fá söguna af Ingi- björgu Stein Bjarnason þar inn. samtíminn 45 Helgin 19.-21. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.