Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Qupperneq 55

Fréttatíminn - 19.06.2015, Qupperneq 55
54 matur & vín Helgin 19.-21. júní 2015 J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Stöckli þurrkofnarnir eru eftirlæti þeirra sem vilja nýta uppskeru ársins til fulls. Þurrkun eykur geymsluþol og viðheldur bragði og næringarefnum fæðunnar. Þurrkofninn er fyrirferðarlítill, með hitastilli frá 20°C upp í 70°C sem er akkúrat það sem þarf til að þurrka ávexti, grænmeti, sveppi, kryddjurtir, kjöt o.fl. Það má auðvitað þurrka berin með hárblásara - en við mælum ekki með því. laugavegi 47, opið mán.- fös. 10-18, lau. 11-17 www.kokka.is kokka@kokka.is ... og 70°C seinna áttu rúsínu! Megagóðir, matarmiklir, mexíkóskir maísstönglar Smjör og salt. Það er það sem flestir brúka á maísstöngulinn sinn. Hvort sem hann fer frosinn út í pott, kemur ferskur af grillinu eða jafnvel upp úr dós. En þetta er ekki alveg svona heilagt. Í Mexikó og í veitingavögnum um allan heim er verið að bjóða upp á grillaðan maísstöngul löðrandi í mæjónesi og osti. H ei! Ekki fara, ekki hætta að lesa. Þetta er gott, ég lofa. Það er hægt að nota gamal- dags frosin eyru, forsjóða þau að- eins og skella svo í nokkrar mínútur á grillið. En það er ennþá betra að nýta sér sumarið og uppskerutím- ann til að fá ferskt korn í „skinninu“. Grilla kornið við háan hita í um 15 mínútur eða svo. Allt í lagi þótt hýðið brenni. Má jafnvel fá í sig smá eld. Betra að vera þó ekki með steikina á grillinu rétt á með- an. Svona til að fá ekki öskuna yfir allt og út um allt. Á meðan maísinn er á grillinu er hrært í heimagerða mæjónesblöndu (sjá uppskrift til hliðar). Parmasen ostur er rifinn niður með micro- rifjárni eða settur í matvinnsluvél svo úr verði hálfgert parmasenduft. Það er líka hægt að kaupa parma- senduft ef það er eitthvað sem kitl- ar bragðlaukana. Við hin höldum okkur við alvöru. Getur líka verið fínt að bæta smá fetaosti út í mat- vinnsluvélina. Þeir mexíkósku nota ost sem heitir Cotija en hann getur ýmist verið ferskur og svipar þá til fetans eða þroskaður og þá meira í ætt við Parmesan. Við hins veg- ar höfum takmarkaðan aðgang að þessum osti og brúkum því hina tvo eða í raun bara hvaða ost sem þykir góður þá stundina. Matarlöggan er í verkfalli og kemur því ekki á vett- vang. Þegar kornið hefur kólnað örlítið eftir að það er komið af grillinu er um að gera að taka hýðið af og strengina sem undir því eru. Gott að henda þeim svo aðeins út aftur. Svona rétt til þess að fá nokkrar grillrendur. Þá er bara að löðra í mæjóinu, strá ost- inum yfir og krydda rétt í lokin með chilikryddi eða cayenne. Þeir sem svo elska límónusafann sinn meira en góðu hófi gegnir geta svo kreist smá yfir í lokin. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Sumarið er tíminn, söng Bubbi okkar. Nú er einmitt komið sumar og því til- valið að skella ferskum maísstönglum á grillið. Löðra svo upp úr heimagerðri mæjónesblöndu og strá yfir með niður- rifnum parmesanosti. Letingjar sem nenna ekki að standa í þessu löðra stönglana svo bara upp úr smjöri og salti. Þeir sem nenna og kunna hræra að sjálfsögðu í sitt eigið mæjónes. Nú, ef ekki þá finnum við uppáhalds- mæjó fjölskyldunnar. Hvort heldur er pólskt, Hellmanns eða Gunnars. Kreistum safa úr u.þ.b. hálfri límónu eða einum fjórða af sítrónu, það finnur enginn muninn. Safanum er hrært út í mæjóið. Chili- eða cayennedufti sem og hvítlauks- og laukdufti er svo blandað við ásamt góðri hnefafylli af söxuðum kóríanderlaufum. Það tekur heldur enginn eftir því þótt kóríander- laufin breytist í steinselju – ef hún er það eina sem er til. Salt og pipar eftir smekk. Má alveg vera slatti af piparnum en passa saltið – sérstak- lega ef nota á parmesanost því hann er saltur. Gott að láta sósuna taka sig í smá stund. Heilsufrík sem ekki kunna að meta mæjóið geta sett svolítið af sýrðum rjóma á móti mæjónesunni eða reynt að nota skyr eða hvað það er sem heilsusamir mæjóneshatarar nota þegar við hin erum að brúka nesið. Mæjónesblanda sem dugir á fjóra stöngla 1 dl. mæjó ½ lime (safinn) hnefafylli af kóríanderlaufum nokkrar hristur af: chilidufti hvítlauksdufti laukdufti pipar salti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.