Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 63

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 63
Á sýningunni er sjónum beint að aðstæðum kvenna á Íslandi frá því þær fengu kosningarétt árið 1915.  Þjóðminjasafn ný sýning opnuð 19. júní Hvað hefur áunnist á hundrað árum? Sýningin „Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár“ verður opnuð í Bogasal Þjóðminja- safns Íslands í dag, föstudaginn 19. júní. Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosn- ingaréttar íslenskra kvenna og sýningar- gerðin er styrkt af afmælisnefndinni. Á sýningunni er sjónum beint að að- stæðum kvenna á Ís- landi á liðinni öld eða frá því konur fengu kosningarétt árið 1915. Með sýningunni veltir Þjóðminjasafnið upp spurningum um hvað hefur áunnist á þessum 100 árum og hvert sé stefnt. Safnkostur Þjóðminjasafnsins veitir góða heimild um sögu kvenna á öllum sviðum atvinnu- lífsins, að því er fram kemur í tilkynningu safns- ins. Á sýningunni er skyggnst inn í líf kvenna sem eru fulltrúar þeirra sem stigið hafa fram í störfum sem áður voru aðeins unnin af körlum; kvenna sem hafa unnið afrek á sviði stjórnmála, í embættisstörfum eða á sviði lista og íþrótta. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku 14. maí - 20. júní / 14 May-20 June 2015 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opið/Open Fim-fös;12-17/Thu-Fri; 12pm-5pm Lau;13-16/Sat; 1pm-4pm og eftir samkomulagi/and by appointment Hulda Hákon „björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar” “cliffs, sunshine, heroes, sky, sea and birds” Sýningin er hluti af dagskrá 29. Listahátíðar í Reykjavík 2015. V ið byrjuðum að hittast síðasta sumar,“ segir Alma þegar hún er spurð út í tilurð sveitarinnar. „Gummi hafði samband við mig því hann var að setja saman band til þess að flytja lögin sín. Hóaði saman góðum hópi og vildi hafa þetta í svolitlum kántrí stíl. Í byrjun átti ég nú bara að hjálpa honum með raddir og slíkt á einum tónleikum. Svo gengu fyrstu tónleikarnir svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram og ákváðum að setja saman þessa plötu,“ segir Alma. „Þetta þróaðist svo aðeins meira út í dúetta og svo syngjum við lögin sitt á hvað. Allt eftir fílingi. Ég hef sungið mikið af röddum og líka sóló og finnst bæði skemmtilegt,“ segir Alma en hún hefur sungið með öllum helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Nú síðast var hún áberandi í hópnum sem söng fyrir Íslands hönd í Eurovision í vor. „Við byrjuðum að taka upp fyrir jólin og kláruðum í apríl,“ segir Alma. „Ég hafði unnið með strákunum flestum áður í allskonar verkefnum og hópurinn small ótrúlega vel saman. Við komum úr ólíkum áttum en sameinumst þarna,“ segir hún. „Við héldum útgáfutónleika í vikunni á Rósenberg sem var ótrúlega gaman. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að gefa út plötu, svo það var frábært. Í sumar ætlum við að spila sem mest og kynna plötuna okkar,“ segir Alma Rut, söngkona Vestanáttarinnar. Platan fæst í öllum betri verslunum en einnig er hægt að panta hana í gegnum facebook síðu sveitarinnar.  TónlisT alma RuT synguR með nýRRi hljómsVeiT gumma jóns Vestanátt yfir landinu Hljómsveitin Vestanáttin gaf nýverið út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin var stofnuð fyrir ári af lagasmiðnum og sálverjanum Guðmundi Jónssyni sem langaði að koma lögum á framfæri sem honum fannst ekki henta hljómsveit sinni, Sálinni hans Jóns míns. Söngkona Vestanáttarinnar, Alma Rut, segir þau syngja mikið saman og mörg lögin séu nokkurskonar dúettar. Alma Rut er söngkona Vestanáttarinnar. Ljósmynd/Hari Við komum úr ólíkum áttum en sameinumst þarna. 62 menning Helgin 19.-21. júní 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.