Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 74

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 74
19. júní Helgin 19.-21 júní 2015  bls. 12 „Fyndið að sjá pabba með barnavagna“ Vigdís Finnbogadóttir 1980 var Vigdís kjörin forseti Íslands. Hún varð fyrst kvenna í heiminum til að gegna embætti þjóðkjörins forseta. Vigdís gegndi embætti til ársins 1996. V igdís Finnbogadóttir var fljótt nefnd sem frambjóðandi þegar ljóst var að Kristján Eldjárn ætlaði ekki að sitja áfram. Mörgum fannst komin tími til að kona væri í framboði og má það rekja til kvenfrelsisvakningar áttunda ára- tugarins. Rauðsokkur skipulögðu kvennafrídaginn árið 1975 og þjóðinni varð ljóst að konur væru máttarstólpar samfélagsins, ekki síður en karlar. Vigdís var treg til að gefa kosta á sér en lét svo tilleið- ast og heillaði um leið þjóðina upp úr skónum með sinni geislandi og jafnframt eðlilegu framkomu. Hún hafði góðan húmanískan bakgrunn sem átti síðar eftir að nýtast henni vel í starfi, hafði starfað sem kennari, leið- sögumaður og leikhússtjóri, var mikil tungumálamann- eskja og þekkti landið og sögu þess betur en flestir. Eftir harða kosningabaráttu stóð Vigdís uppi sem sigurvegari með 33,8% atkvæða, einu og hálfu prósentu- stigi á undan Guðlaugi Þorvaldssyni. Albert Guðmunds- son hlaut 19,9% atkvæða en Pétur J. Thorsteinsson 14,1%. Jóhanna Sigurðardóttir 2009 varð Jóhanna forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Jóhanna var jafnframt fyrsta opinberlega samkynhneigða konan í heiminum til að gegna starfi forsætisráðherra. Ríkisstjórn hennar var skipuð jafnmörgum konum og körlum. Þetta sama ár valdi Forbes hana á lista yfir 100 valdamestu konur heims. J óhanna fæddist 4. október 1942. Jóhanna sat á þingi í 35 ár samfleytt, lengst allra kvenna á þingi, frá árinu 1978-2013. Í kjölfar efnahags-hrunsins var hún kjörinn formaður Samfylk- ingarinnar og varð forsætisráðherra eftir kosningarnar 2009. Jóhanna starfaði sem flugfreyja og síðar á skrifstofu Kassagerðar Reykjavíkur en settist á þing 1978. Hún sat fyrst á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn, þá Þjóðvaka sem hún stofnaði var formaður hans, og síðast Samfylk- inguna. Þekktustu ummæli Jóhönnu eru orð sem hún lét falla eftir að hún hafði tapað í formannskjöri fyrir Jóni Baldvin Hannibalssyni á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní 1994. Þá sagði hún í þrumuræðu sinni: „Minn tími mun koma!“ Sr. Agnes M. Sigurðardóttir 2012 var Agnes kjörin biskup Íslands, fyrst ís- lenskra kvenna. Agnes var sautján ára þegar hún ákvað að verða prestur og árið 1981 varð hún þriðja íslenska konan til að vera vígð sem prestur. A gnes sagðist í viðtali við Fréttatímann vera sannfærð um að jafnréttisstefna skipti kirkjuna miklu máli. „Jafnrétti skiptir alltaf máli, í kirkjunni jafnt sem annarsstaðar. Það er hverri stofnun, sem þjónustar fólk, nauðsynlegt að hafa fólk af báðum kynjum. Þau sem leita til kirkjunnar hafa þá líka val um hvort þau leita til karlkyns presta eða kvenkyns presta. Ef við viljum ná fram breytingum til batnaðar, þá er örugg- ara að setja markmiðin á blað og leitast við að vinna eftir þeim. Án jafnréttisstefnunnar værum við senni- lega ekki komin þó þetta á leið með að ná jafnrétti í kirkjunni. Betur má þó ef duga skal.“ Kjarnakonur og áfangar á heilli öld kvenréttinda Þess er minnst í dag, 19. júní, að öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Raunar gilti sá réttur aðeins fyrir konur fertugar og eldri en árið 1915 höfðu 25 ára karlar kosningarétt og voru kjörgengir til Alþingis. Þessu ákvæði var hins vegar breytt árið 1920. Frá þeim tíma hefur kosningaréttur og kjörgengi kynjanna verið jafnt. Margt hefur áunnist á þeirri öld sem liðin er frá þessum merku tímamótum – og margar konur hafa verið í fararbroddi kvenréttindabaráttunnar, brotið blað og sótt inn á hefð- bundin svið karla. Meðal merkustu áfanga í þeirri baráttu er kvennafrídagurinn árið 1975 og kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands árið 1980, í kjölfar þeirrar hugarfarsbreytingar sem varð af fjöldafundinum. Annar stóráfangi náðist þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra, fyrst kvenna, árið 2009 og síðan þegar Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin biskup Íslands árið 2012. Þessara kvenna og fjölmargra annarra er getið í þessu blaði sem helgað er 19. júní – og þeirra áfanga sem náðst hafa í baráttunni fyrir kvenréttindum – og þar með mannréttindum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.