Ægir - 01.03.2003, Side 9
9
F R É T T I R
,,Ég er ánægður með loðnuver-
tíðina sem er nýlokið. Það kom
að vísu nokkuð minna af eldri
árgangnum en við höfðum bú-
ist við en sennilegasta ástæðan
fyrir því er sú að hærra hlutfall
þess árgangs hafi hrygnt í fyrra
en við héldum. Því var minna
magn af loðnu á ferðinni en
gert hafði verið ráð fyrir og
vertíðin endaði í meðalveiði
síðustu 10-12 ára,” segir
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur og helsti loðnusér-
fræðingur Hafrannsóknar-
stofnunarinnar.
Hjálmar segir að ýmislegt ann-
að sem átti sér stað á veríðinni
hafi ekki verið ,,eftir bókinni”.
,,Veiðin gekk ágætlega í janúar
og febrúar þrátt fyrir að loðnan
hafi verið miklu norðar við Aust-
urland en venjan er. Hún var
einnig lengra frá landinu og ég
held að ástæðan fyrir þessu sé
hversu sjávarhiti hefur verið mik-
ill og hlýsjórinn náði miklu
lengra norður en venja er.
Eftir að göngurnar komu upp
að suðausturhorni landsins fór
loðnan með miklum látum vest-
ur með Suðurlandinu og það má
eiginlega segja að göngunar hafi
splundrast þar. Reyndar er engin
ástæða til að ætla annað en að
hrygningin hafi gengið eðlilega
fyri sig og loðnan hafi hrygnt allt
frá Lónsvík og vestur á Breiða-
fjörð. Einnig var vart við loðnu
vestur af Vestfjörðum og líklegt
að hrygning hafi einnig átt sér
stað úr þeirri göngu norðar en í
Breiðafirði.”
Blikur á lofti
Það hefur hvisast að blikur séu á
lofti varðandi komandi vertíð, og
Hjálmar staðfestir að svo sé þegar
hann er spurður hvort hann sé
bjartsýnn á vertíðina sem hefst
15. júlí.
,,Það verður að segjast alveg
eins og er að það hefur lítið sést
af þeirri loðnu sem á að bera
veiðina uppi á sumar-, haust- og
vetrarvertíð. Við höfum nánast
ekkert fundið af tveggja ára loðn-
unni”.
- Er ekki ástæða til að hafa
áhyggjur af þessu?
,,Jú. Ég hef áhyggjur af stöð-
unni og hef engar upplýsingar
handbærar sem gera mér kleift að
leggja til upphafskvóta fyrir ver-
tíðina. Vonandi gefst tækifæri til
að fara í leitarleiðangur á næst-
unni en það hefur ekki verið
ákveðið. Þessi staða sem er uppi
getur þýtt að það sé kominn dal-
ur í stofnstærðina eins og gerst
hefur áður. Það getur einnig
hugsast að vegna óvenjulegra
hlýinda í sjónum haldi loðnan
sig á öðrum slóðum en venjulega
og að þess vegna höfum við ekki
fundið hana.”
Flottrollin skapa aukaáreiti
Umræða um það hvort notkun
flottrolla við loðnuveiðarnar hafi
skaðleg áhrif hefur verið að
aukast, og sýnist sitt hverjum
eins og vænta má. Hjálmar var
spurður hver væri hans skoðun á
þessu.
,,Ég hef ekki opinbera skoðun
á þessu, en við ættum í öllu falli
að fylgjast vel með hvað gerist.
Það er þó alveg ljóst að notkun
flotvörpu veldur miklu meiri
röskun á högum fisksins og
meira álagi en þegar veitt er með
nót. Þetta er aukaáreiti sem
gjarnan stendur allan sólarhring-
inn og getur varla verið til bóta.
Hvort flotvörpurnar drepa meira
af loðnunni en upp kemur veit ég
hinsvegar ekki.”
Loðnan sem á bera uppi veiðina á næstu vertíð finnst ekki:
Hef áhyggjur af stöðunni
– segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur
,,Það er alveg greinilegt að það er eitthvað að
breytast, bæði varðandi loðnuna og síldina. Ég hef
leyft mér að velta þeirri spurningu upp hvort þarna
kunni að vera á ferðinni einhver áhrif þess að veið-
arnar eru í æ meira mæli stundaðar með flottrollum
og það þarf að skoða það vel og vandlega hvort
flottrollsveiðarnar skaði stofnana,” segir Sverrir Leós-
son útgerðarmaður nótaveiðiskipsins Súlunnar EA frá
Akureyri.
,,Ég set stórt spurningamerki við þessar veiðar, þar
sem þessi stóru og öflugu skip draga trollin á eftir sér
allan sólarhringinn og ég velti upp þeirri spurningu
hvort þessar veiðar séu að ganga af stofnunum dauð-
um. Þetta veiðarfæri eirir engu og spurningin er hvað
þau drepa mikið og hvort þau drepa ekki miklu meiri
lonu en kemur upp með trollunum,” segir Sverrir.
Hann viðurkennir að engin vissa sé fyrir því hvort
flottrollin valdi skaða. ,,Mitt álit er að það eigi að
banna þessar flottrollsveiðar því við vitum ekki hvaða
skaða þær valda. Það þarf í öllu falli að hefja rann-
sóknir á þessu og það sem allra fyrst,” segir Sverrir.
Skoða verður hvort flot-
trollsveiðarnar skaði stofnana
– segir Sverrir Leósson, útgerðarmaður