Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2003, Page 10

Ægir - 01.03.2003, Page 10
10 F R É T T I R Lagasetningin á sjómannaverkfallið 2001: Fer málið í gegnum ,,síu” Mannréttindadómstólsins? Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú til skoðunar kæru Al- þýðusambands Íslands vegna lagasetningar ríkisstjórn- arinnar í kjara- deilu sjómanna og útgerðarmanna árið 2001. Alþýðusambandið fór með mál- ið dómstólaleið hér heima en tap- aði því bæði í undirrétti og Hæstarétti. Að því loknu var ákveðið að halda með málið til Evrópu og láta á reyna hvort Mannréttindadómstóll Evrópu myndi vilja taka það upp. Nið- urstöðu dóm- stólsins mun að vænta í lok maímánuðar varðandi það hvort málið telst vera ,,tækt” eða ekki. Í millitíðnni hefur það gerst að Alþjóða vinnumálasambandið hefur ályktað um málið, og segir sambandið að ríkisstjórnin hafi með lagasetningunni brotið lög. Féllst sambandið á öll megin- atriði ASÍ, sem kærði málið til sambandsins, og harmar síendur- tekin afskipti íslenskra stjórn- valda af vinnudeilum og lagasetn- ingum í því sambandi. Þetta kemur varla á óvart, því þetta er í þriðja skipti sem Alþjóða vinnumálasambandið ályktar þannig um inngrip stjórnvalda í kjaradeilur sjó- manna og við- semjenda þeirra.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.