Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.2003, Blaðsíða 13
13 F R É T T I R Árni M. Mathisen sjávarútvgsráðherra hefur skipað níu manna nefnd sem er falið það hlut- verk að fara ítarlega yfir hina líffræðilegu þætti fiskveiðastjórnunarkerfisins og skila tillögum um ráðstafanir sem leiði til betri nýtingar á afla, meiri verðmæta, eða bætts ástands fiskistofna. Nefndinni er jafnframt ætlað að skoða hvaða áhrif einstaka stjórnaraðgerðir gefti haft á sókn fiskveði- flotans, samsetningu fiskistofna og hvort æskilegt sé miðað við núverandi þekkingu að stýra veiðum eftir stofnhlutum. Loks er nefndinni falið að skoða reynslu nágrannaþjóða, s.s. Færeyinga, af veiðarfærastýringu og svæðalokunum. Nefndin á einnig að takast á við hvernig beita megi veiðarfærastýringu, svæðalokunum og efna- hagslegum stjórntækjum til að bæta gæði hráefnis, jafnframt því að vernda smáfisk og hrygningarfisk. Nefndinni er gert að meta notagildi breytilegra stuðla í þorskígildum ásamt almennu notagildi mælieiningarinnar ,,þorskígildi”. Tryggvi Þór Herbertsson er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru: Árni Bjarnason, Björn Ævar Steinarsson, Elínbjörg Magnúsdóttir, Guðrún Marteinsdóttir, Kristján Þórarinsson, Oddur Sæ- mundsson, Sjöfn Sigurgísladóttir og Tumi Tómasson. Nefndin skal hafa skilað niðurstöðum sínum fyrir áramót. Ný nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra: Líffræðilegu þættir ,,kerfisins” rannsakaðir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.